Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Fylkir 3-0 | Eftirminnilegt kvöld í Efra-Breiðholtinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2021 22:05 Leiknismenn unnu í kvöldsinn fyrsta sigur í efstu deild síðan þeir sigruðu þá Íslandsmeistara Stjörnumanna, 1-0, í Efra-Breiðholtinu 5. ágúst 2015. vísir/hulda margrét Leiknir vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í sex ár þegar liðið lagði Fylki að velli, 3-0, í 4. umferð Pepsi Max-deild karla í kvöld. Öll mörkin komu í lok hálfleikanna. Sævar Atli Magnússon kom Leikni yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og skoraði svo úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Gyrðir Hrafn Guðbrandsson annað mark Leiknismanna sem eru komnir með fimm stig. Fylkismenn hafa ekki enn unnið leik og eru með tvö stig. Árbæingar léku vel gegn KR-ingum í síðustu umferð en frammistaðan sem þeir sýndu í Breiðholtinu í kvöld var óboðleg. Fyrri hálfleikurinn var afar rólegur og frekar illa spilaður af beggja hálfu. Liðunum gekk illa að halda boltanum innan sinna raða og spilkaflarnir voru stuttir og fáir. Á lokamínútu fyrri hálfleiks náðu heimamenn forystunni. Þeir unnu þá boltann inni á vallarhelmingi gestanna, Dagur Austmann Hilmarsson átti góða sendingu inn fyrir vörn Fylkis á Sævar Atla sem kom boltanum framhjá Aroni Snæ Friðrikssyni. Afar laglegt mark og langbesta augnablik fyrri hálfleiks. Fylkismenn voru ósáttir við að markið fengi að standa en þeir vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda þess vegna brots á Unnari Steini Ingvarssyni og höfðu talsvert til síns máls. Sævar Atli Magnússon er kominn með þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni.vísir/hulda margrét Fátt markvert gerðist framan af seinni hálfleik. Fylkismenn sóttu af mjög veikum mætti en Leiknisvörnin réði næsta auðveldlega við allt sem gestirnir buðu upp á. Meira líf kom í lið Fylkis eftir þrefalda skiptingu á 60. mínútu og þeir pressuðu stíft undir lokin. Þeim gekk bölvanlega að skapa sér færi en fengu þó eitt og það var sannkallað dauðafæri á 83. mínútu. Orri Hrafn Kjartansson átti þá frábæran sprett fram hægri kantinn, sendi fyrir á fjærstöng á annan varamann, Daða Ólafsson, sem skaut hátt yfir af markteigslínunni. Fjórum mínútum síðar tók Emil Berger hornspyrnu frá vinstri. Hann sendi boltann á nærstöngina þar sem Gyrðir stangaði hann í netið og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Sævar Atli sitt annað mark og þriðja mark Leiknis úr vítaspyrnu. Hann fékk hana sjálfur eftir að Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, braut á honum. Fleiri urðu mörkin ekki og Leiknismenn fögnuðu 3-0 sigri á eftirminnilegu kvöldi í Efra-Breiðholtinu. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kemur Leikni í 2-0 með skalla eftir hornspyrnu Emils Berger.vísir/hulda margrét Af hverju vann Leiknir? Leiknismenn unnu vel fyrir sigrinum, spiluðu sterkan varnarleik og nýttu sín færi fullkomlega. Annan heimaleikinn í röð skoruðu þeir þrjú mörk og spiluðu miklu betri vörn en í síðustu tveimur leikjum. Hverjir stóðu upp úr? Vörn Leiknis var frábær. Bjarki Aðalsteinsson og Brynjar Hlöðversson léku einstaklega vel í miðri vörninni og Gyrðir og Dagur Austmann Hilmarsson stóðu fyrir sínu og gott betur í bakvarðastöðunum. Auk þess að verjast vel skoraði Gyrðir annað markið og Dagur lagði það fyrsta upp. Daði Bærings Halldórsson var virkilega flottur aftastur á miðjunni og Berger gefur Leiknisliðinu mikið. Og svo er það Sævar sem skoraði tvö mörk og heldur áfram að sýna hversu frábær leikmaður hann er. Hvað gekk illa? Eins flottir og Fylkismenn voru gegn KR-ingum í síðustu umferð voru þeir glataðir í kvöld. Uppspilið var hægt og ómarkvisst og þegar þeir komust inn á síðasta þriðjunginn voru þeir afar hugmyndasnauðir. Fremstu menn Fylkis fundu ekki neinn takt og voru hverjum öðrum slakari. Fylkisvörnin var svo heldur ekki sannfærandi þrátt fyrir að hafa ekki haft mikið að gera á löngum köflum. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik næsta föstudag. Fylkir fær hina nýliðana, Keflavík, í heimsókn á meðan Leiknir sækir Íslandsmeistara Vals heim. Sigurður Heiðar: Allt annað tempó á okkur en fyrir norðan Sigurður Heiðar Höskuldsson var mjög sáttur við frammistöðu Leiknis í kvöld.vísir/hulda margrét Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var virkilega sáttur með hvernig hans menn svöruðu tapinu fyrir KA í síðustu umferð; með því að vinna sannfærandi 3-0 sigur á Fylki í kvöld. „Það er sama hvenær það gerist, það er alltaf frábært að fá þrjú stig og halda hreinu. Ég er virkilega, virkilega stoltur af liðinu og félaginu, öllum stuðningnum sem við fáum,“ sagði Sigurður eftir leik. Leiknismenn komust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks sem var annars mjög rólegur. „Það var svolítið erfitt að hemja boltann á grasinu. En mér fannst við betri aðilinn og vera með þá í fyrri hálfleik. Markið gerði svo gott fyrir okkur,“ sagði Sigurður. Leiknismenn spiluðu miklu betri vörn en gegn KA-mönnum í síðustu umferð og héldu Fylkismönnum lengst af í skefjum. „Varnarleikurinn var virkilega góður, hvort sem það var framar- eða aftarlega á vellinum. Það var allt annað tempó á okkur en fyrir norðan. Það var fullt af flottum pressuaugnablikum og ákefðin og návígi, það var virkilega vel gert,“ sagði Sigurður að lokum. Atli Sveinn: Fyrsta markið gefið og þriðja markið rosalega ódýrt Strákarnir hans Atla Sveins Þórarinssonar fóru stigalausir úr Efra-Breiðholtinu.vísir/hulda margrét Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfara Fylkis, var ósáttur við niðurstöðuna gegn Leikni. „Úrslitin kannski en það er erfitt að vinna leik þegar fyrsta markið er gefið og þriðja markið er rosalega ódýrt. Við sköpuðum færi í stöðunni 1-0 til að jafna. En ég tek ekkert af Leikni. Þeir gerðu sitt virkilega vel og óska þeim til hamingju,“ sagði Atli Sveinn. „Við höfum oft spilað betur en spiluðum ekki það illa að verðskulda 3-0 tap. En það er ekki spurt að því.“ Fylkismenn vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marks leiksins. „Það var alltaf aukaspyrna og ég held flestum finnist það. En hún var ekki gefin og auðvitað áttum við að verjast betur. Þetta var stór ákvörðun sem við vorum ósáttir við,“ sagði Atli Sveinn Sóknarleikur Fylkismanna var frekar bitlaus í kvöld og þeir ógnuðu marki Leiknismanna ekki oft. „Mér fannst við ekki skapa nóg en Leiknir skapaði heldur ekki mikið. Þetta var dæmigerður grannaslagur, hart barist og færin af skornum skammti. Leikurinn var bara í járnum og við erum mjög ósáttir við þetta,“ sagði Atli Sveinn að endingu. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Fylkir
Leiknir vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í sex ár þegar liðið lagði Fylki að velli, 3-0, í 4. umferð Pepsi Max-deild karla í kvöld. Öll mörkin komu í lok hálfleikanna. Sævar Atli Magnússon kom Leikni yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og skoraði svo úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Gyrðir Hrafn Guðbrandsson annað mark Leiknismanna sem eru komnir með fimm stig. Fylkismenn hafa ekki enn unnið leik og eru með tvö stig. Árbæingar léku vel gegn KR-ingum í síðustu umferð en frammistaðan sem þeir sýndu í Breiðholtinu í kvöld var óboðleg. Fyrri hálfleikurinn var afar rólegur og frekar illa spilaður af beggja hálfu. Liðunum gekk illa að halda boltanum innan sinna raða og spilkaflarnir voru stuttir og fáir. Á lokamínútu fyrri hálfleiks náðu heimamenn forystunni. Þeir unnu þá boltann inni á vallarhelmingi gestanna, Dagur Austmann Hilmarsson átti góða sendingu inn fyrir vörn Fylkis á Sævar Atla sem kom boltanum framhjá Aroni Snæ Friðrikssyni. Afar laglegt mark og langbesta augnablik fyrri hálfleiks. Fylkismenn voru ósáttir við að markið fengi að standa en þeir vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda þess vegna brots á Unnari Steini Ingvarssyni og höfðu talsvert til síns máls. Sævar Atli Magnússon er kominn með þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni.vísir/hulda margrét Fátt markvert gerðist framan af seinni hálfleik. Fylkismenn sóttu af mjög veikum mætti en Leiknisvörnin réði næsta auðveldlega við allt sem gestirnir buðu upp á. Meira líf kom í lið Fylkis eftir þrefalda skiptingu á 60. mínútu og þeir pressuðu stíft undir lokin. Þeim gekk bölvanlega að skapa sér færi en fengu þó eitt og það var sannkallað dauðafæri á 83. mínútu. Orri Hrafn Kjartansson átti þá frábæran sprett fram hægri kantinn, sendi fyrir á fjærstöng á annan varamann, Daða Ólafsson, sem skaut hátt yfir af markteigslínunni. Fjórum mínútum síðar tók Emil Berger hornspyrnu frá vinstri. Hann sendi boltann á nærstöngina þar sem Gyrðir stangaði hann í netið og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Sævar Atli sitt annað mark og þriðja mark Leiknis úr vítaspyrnu. Hann fékk hana sjálfur eftir að Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, braut á honum. Fleiri urðu mörkin ekki og Leiknismenn fögnuðu 3-0 sigri á eftirminnilegu kvöldi í Efra-Breiðholtinu. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kemur Leikni í 2-0 með skalla eftir hornspyrnu Emils Berger.vísir/hulda margrét Af hverju vann Leiknir? Leiknismenn unnu vel fyrir sigrinum, spiluðu sterkan varnarleik og nýttu sín færi fullkomlega. Annan heimaleikinn í röð skoruðu þeir þrjú mörk og spiluðu miklu betri vörn en í síðustu tveimur leikjum. Hverjir stóðu upp úr? Vörn Leiknis var frábær. Bjarki Aðalsteinsson og Brynjar Hlöðversson léku einstaklega vel í miðri vörninni og Gyrðir og Dagur Austmann Hilmarsson stóðu fyrir sínu og gott betur í bakvarðastöðunum. Auk þess að verjast vel skoraði Gyrðir annað markið og Dagur lagði það fyrsta upp. Daði Bærings Halldórsson var virkilega flottur aftastur á miðjunni og Berger gefur Leiknisliðinu mikið. Og svo er það Sævar sem skoraði tvö mörk og heldur áfram að sýna hversu frábær leikmaður hann er. Hvað gekk illa? Eins flottir og Fylkismenn voru gegn KR-ingum í síðustu umferð voru þeir glataðir í kvöld. Uppspilið var hægt og ómarkvisst og þegar þeir komust inn á síðasta þriðjunginn voru þeir afar hugmyndasnauðir. Fremstu menn Fylkis fundu ekki neinn takt og voru hverjum öðrum slakari. Fylkisvörnin var svo heldur ekki sannfærandi þrátt fyrir að hafa ekki haft mikið að gera á löngum köflum. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik næsta föstudag. Fylkir fær hina nýliðana, Keflavík, í heimsókn á meðan Leiknir sækir Íslandsmeistara Vals heim. Sigurður Heiðar: Allt annað tempó á okkur en fyrir norðan Sigurður Heiðar Höskuldsson var mjög sáttur við frammistöðu Leiknis í kvöld.vísir/hulda margrét Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var virkilega sáttur með hvernig hans menn svöruðu tapinu fyrir KA í síðustu umferð; með því að vinna sannfærandi 3-0 sigur á Fylki í kvöld. „Það er sama hvenær það gerist, það er alltaf frábært að fá þrjú stig og halda hreinu. Ég er virkilega, virkilega stoltur af liðinu og félaginu, öllum stuðningnum sem við fáum,“ sagði Sigurður eftir leik. Leiknismenn komust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks sem var annars mjög rólegur. „Það var svolítið erfitt að hemja boltann á grasinu. En mér fannst við betri aðilinn og vera með þá í fyrri hálfleik. Markið gerði svo gott fyrir okkur,“ sagði Sigurður. Leiknismenn spiluðu miklu betri vörn en gegn KA-mönnum í síðustu umferð og héldu Fylkismönnum lengst af í skefjum. „Varnarleikurinn var virkilega góður, hvort sem það var framar- eða aftarlega á vellinum. Það var allt annað tempó á okkur en fyrir norðan. Það var fullt af flottum pressuaugnablikum og ákefðin og návígi, það var virkilega vel gert,“ sagði Sigurður að lokum. Atli Sveinn: Fyrsta markið gefið og þriðja markið rosalega ódýrt Strákarnir hans Atla Sveins Þórarinssonar fóru stigalausir úr Efra-Breiðholtinu.vísir/hulda margrét Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfara Fylkis, var ósáttur við niðurstöðuna gegn Leikni. „Úrslitin kannski en það er erfitt að vinna leik þegar fyrsta markið er gefið og þriðja markið er rosalega ódýrt. Við sköpuðum færi í stöðunni 1-0 til að jafna. En ég tek ekkert af Leikni. Þeir gerðu sitt virkilega vel og óska þeim til hamingju,“ sagði Atli Sveinn. „Við höfum oft spilað betur en spiluðum ekki það illa að verðskulda 3-0 tap. En það er ekki spurt að því.“ Fylkismenn vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marks leiksins. „Það var alltaf aukaspyrna og ég held flestum finnist það. En hún var ekki gefin og auðvitað áttum við að verjast betur. Þetta var stór ákvörðun sem við vorum ósáttir við,“ sagði Atli Sveinn Sóknarleikur Fylkismanna var frekar bitlaus í kvöld og þeir ógnuðu marki Leiknismanna ekki oft. „Mér fannst við ekki skapa nóg en Leiknir skapaði heldur ekki mikið. Þetta var dæmigerður grannaslagur, hart barist og færin af skornum skammti. Leikurinn var bara í járnum og við erum mjög ósáttir við þetta,“ sagði Atli Sveinn að endingu.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti