Lífið

Svona var Blái dregillinn án Daða og Gagnamagnsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hópurinn ræðir við erlenda blaðamenn á dreglinum í dag. 
Hópurinn ræðir við erlenda blaðamenn á dreglinum í dag.  Mynd/gísli berg

Ekkert verður af því að íslenski Eurovision-hópurinn gangi rauða dregilinn í Rotterdam sem að þessu sinni er reyndar blár að lit. 

Þar gefst framlögum þjóðanna 39 tækifæri til að ræða við erlenda fjölmiðlamenn og er þetta mikilvægur hluti af Eurovision-keppninni.

Til stóð að 39 hópar myndu ganga dregilinn en eftir að Covid-19 smit kom upp í íslenska og pólska hópnum er ljóst að löndin verða ekki fleiri en 37. 

Athöfnin er fastur liður í Eurovision og tekur vanalega um tvær klukkustundir. Að þessu sinni fór hún fram við lestarstöðina í Rotterdam og hófst bein útsending á YouTube-rás Eurovision klukkan 16:00.

Útsendinguna má sjá hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.