Tónlistarferill Thuressons spannaði rúma sex áratugi og naut hann mikilla vinsælda bæði í heimalandinu og víðar á Norðurlöndum.
Thuresson hóf feril sinn sem trommari og gekk til liðs við sveitina Gals and Pals árið 1963. Hann sló hins vegar í gegn þegar hann vann sænsku undinkeppnina fyrir Eurovision með söngkonunni Lill Lindfors með lagið Nygammal vals árið 1966. Þau höfnuðu svo í öðru sæti Eurovision.
Hann tók svo margoft þátt í Melodifestivalen á sjöunda og áttunda áratugnum.
Thuresson starfaði í tónlistinni fram á síðasta dag og gaf til að mynda út plötuna Four með Claes Crona trio árið 2019.