Erlent

24 milljónir hafa nú smitast á Ind­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Bráðabirgðasjúkrahús hafa verið sett upp víða á Indlandi, meðal annars í höfuðborginni Nýju-Delí.
Bráðabirgðasjúkrahús hafa verið sett upp víða á Indlandi, meðal annars í höfuðborginni Nýju-Delí. Getty

Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni á Indlandi er nú komin yfir 24 milljónir. Fjögur þúsund manns dóu á síðasta sólarhring og rúmlega 343 þúsund greindust með veiruna.

Reuters segir frá því að þetta hafi verið þriðja daginn í röð sem fleiri en fjögur þúsund láta lífið af völdum veirunnar á Indlandi en þeir sem greinast á hverjum degi eru nú heldur færri en þegar verst lét í síðustu viku.

Indverska afbrigði veirunnar virðist nú dreifa sér hratt um heiminn, en það hefur þegar fundist í átta ríkjum Norður- og Suður-Ameríku, þar á meðal í Kanada og Bandaríkjunum.

Í Bretlandi fjölgar sömuleiðis tilvikum þar sem afbrigðið finnst hratt og hér á landi hefur indverska afbrigðið fundist að minnsta kosti tvisvar í fólki á landamærum.


Tengdar fréttir

Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi.

Tveir greinst með indverska afbrigðið á landamærunum

Tvö tilvik inverska afbrigðisins hafa fundist á landamærunum hérlendis og eru báðir einstaklingarnir nú í einangrun í sóttvarnahúsi. Á upplýsingafundi rétt í þessu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðbúið að afbrigði í dreifingu erlendis bærust hingað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×