Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2021 12:06 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi. Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en allir voru í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær. Sóttvarnalæknir sagði frá því í gær að tveir ferðalangar hefðu greinst með indverska afbrigði veirunnar á landamærum Íslands og væru nú í einangrun á farsóttarhúsi. Áhyggjur eru af því að indverska afbrigðið eigi auðveldara með að breiðast um samfélög en Kári segir það lúta sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar. „Ég held að þetta indverska afbrigði eigi það sameiginlegt með öllum öðrum afbrigðum að við getum haldið því í skefjum bara með þeim sóttvarnaaðgerðum sem við erum með í gangi núna. Það hafa greinst ansi mörg tilfelli með breska afbrigðinu á síðustu vikum og okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að það afbrigði breiðist um þjóðina á leifturhraða. Hún lítur sömu stjórn og önnur afbrigði. Þetta er að mestu leyti hegðunarsjúkdómur. Það er að segja, hvernig við högum okkur hefur úrslita áhrif á hvort að veiran breiðist út.“ Erfiðara að hemja veiruna á Indlandi Hann segist eðlilega hafa svolitlar áhyggjur af faraldrinum í sjálfum sér og að spurningar vakni vegna nýrra afbrigða. „Og þetta indverska gerir það svo sannarlega en þú verður að horfa til þess að möguleiki Indverja á því að hemja hegðun fólks í sínu samfélagi er svo miklu minna en okkar. Þetta er allt annarskonar umhverfi.“ Hann segir ekkert benda til að bóluefni virki ekki gegn indverska afbrigðinu. „Markmiðið með bólusetningunni er tvennskonar og stundum nást bæði markmiðin en stundum bara annað. Þessi markmið eru annars vegar að koma í veg fyrir að fólk sýkist og hins vegar að fólk verði lasið þegar það sýkist. Ef að veiran kemst fram hjá þessu bóluefni sem við erum með þá myndi það sjálfsagt gera hvort tveggja, sýkja fólk og gera það lasið. En við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að þetta indverska afbrigðið sé líklegra að sleppa fram hjá vörnum líkamans sem byggjast upp með bólusetningu.“ Stjórnvöld sitji á sér Hann vonar að stjórnvöld sitji á sér næstu fjórar til sex vikurnar þegar kemur að því að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Sérstaklega ef maður hefur hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Ég er voða hræddur um að ef við slökum á núna þá myndi blossa upp ný bylgja sem myndi bitna mest á ferðaþjónustunni. Ef heldur fram sem horfir þá eru allar líkur á að við fáum viðbótarbóluefni, AstraZeneca og Jansen, sem Norðmenn og Danir vilja ekki. Ef við nýtum það skynsamlega þá getum við að öllum líkindum byrjað að opna fyrr en ella.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Indland Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en allir voru í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær. Sóttvarnalæknir sagði frá því í gær að tveir ferðalangar hefðu greinst með indverska afbrigði veirunnar á landamærum Íslands og væru nú í einangrun á farsóttarhúsi. Áhyggjur eru af því að indverska afbrigðið eigi auðveldara með að breiðast um samfélög en Kári segir það lúta sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar. „Ég held að þetta indverska afbrigði eigi það sameiginlegt með öllum öðrum afbrigðum að við getum haldið því í skefjum bara með þeim sóttvarnaaðgerðum sem við erum með í gangi núna. Það hafa greinst ansi mörg tilfelli með breska afbrigðinu á síðustu vikum og okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að það afbrigði breiðist um þjóðina á leifturhraða. Hún lítur sömu stjórn og önnur afbrigði. Þetta er að mestu leyti hegðunarsjúkdómur. Það er að segja, hvernig við högum okkur hefur úrslita áhrif á hvort að veiran breiðist út.“ Erfiðara að hemja veiruna á Indlandi Hann segist eðlilega hafa svolitlar áhyggjur af faraldrinum í sjálfum sér og að spurningar vakni vegna nýrra afbrigða. „Og þetta indverska gerir það svo sannarlega en þú verður að horfa til þess að möguleiki Indverja á því að hemja hegðun fólks í sínu samfélagi er svo miklu minna en okkar. Þetta er allt annarskonar umhverfi.“ Hann segir ekkert benda til að bóluefni virki ekki gegn indverska afbrigðinu. „Markmiðið með bólusetningunni er tvennskonar og stundum nást bæði markmiðin en stundum bara annað. Þessi markmið eru annars vegar að koma í veg fyrir að fólk sýkist og hins vegar að fólk verði lasið þegar það sýkist. Ef að veiran kemst fram hjá þessu bóluefni sem við erum með þá myndi það sjálfsagt gera hvort tveggja, sýkja fólk og gera það lasið. En við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að þetta indverska afbrigðið sé líklegra að sleppa fram hjá vörnum líkamans sem byggjast upp með bólusetningu.“ Stjórnvöld sitji á sér Hann vonar að stjórnvöld sitji á sér næstu fjórar til sex vikurnar þegar kemur að því að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Sérstaklega ef maður hefur hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Ég er voða hræddur um að ef við slökum á núna þá myndi blossa upp ný bylgja sem myndi bitna mest á ferðaþjónustunni. Ef heldur fram sem horfir þá eru allar líkur á að við fáum viðbótarbóluefni, AstraZeneca og Jansen, sem Norðmenn og Danir vilja ekki. Ef við nýtum það skynsamlega þá getum við að öllum líkindum byrjað að opna fyrr en ella.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Indland Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira