Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2021 11:41 Landlæknir kynnti Bluetooth-uppfærslu rakningarappsins á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. Alma sagði smitrakninguna vera og verða einn af hornsteinum yfirvalda til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Með uppfærslu smáforritsins yrði smitrakningin sjálfvirkari en áður en fyrst og fremst væri um að ræða viðbót við núverandi aðgerðir. Sambærilegt app er í notkun í mörgum öðrum Evrópuríkjum, að sögn Ölmu. Eftir uppfærsluna mun smáforritið skrá „samtöl“ sem það á við aðra síma með appið og vista. Ef einstaklingur greinist með Covid-19, mun smitrakningarteymið óska eftir því að fá upplýsingar um þessi „samtöl“ og þannig getað haft samband við þá sem voru í nálægð við þann smitaða. Alma ítrekaði að forritið uppfyllti kröfur um bæði öryggi og persónuvernd. Gögnin væru aðeins vistuð á símanum og eigandi hans þyrfti að gefa leyfi fyrir notkun þeirra. Þá væri þeim eytt eftir fjórtán daga. Þeir sem vilja nýta sér nýjungina verða að uppfæra smáforritið og velja að fá tilkynningar um hugsanleg smit. Ef tilkynning berst leiðbeinir appið viðkomandi um að skrá sig í smitgát, sem er valkvætt, og fær í kjölfarið strikanúmer í sýnatöku. Forsenda góðs árangurs er að sem flestir sæki appið, sagði landlæknir og ítrekaði að yfirvöld teldu Bluetooth-eiginleikann sérstaklega miklivægan um þessar mundir, þegar samfélagið væri að verða opnara á ný. Biðlaði hún sérstaklega til unga fólksins sem væri mikið á ferðinni að uppfæra og nota forritið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Alma sagði smitrakninguna vera og verða einn af hornsteinum yfirvalda til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Með uppfærslu smáforritsins yrði smitrakningin sjálfvirkari en áður en fyrst og fremst væri um að ræða viðbót við núverandi aðgerðir. Sambærilegt app er í notkun í mörgum öðrum Evrópuríkjum, að sögn Ölmu. Eftir uppfærsluna mun smáforritið skrá „samtöl“ sem það á við aðra síma með appið og vista. Ef einstaklingur greinist með Covid-19, mun smitrakningarteymið óska eftir því að fá upplýsingar um þessi „samtöl“ og þannig getað haft samband við þá sem voru í nálægð við þann smitaða. Alma ítrekaði að forritið uppfyllti kröfur um bæði öryggi og persónuvernd. Gögnin væru aðeins vistuð á símanum og eigandi hans þyrfti að gefa leyfi fyrir notkun þeirra. Þá væri þeim eytt eftir fjórtán daga. Þeir sem vilja nýta sér nýjungina verða að uppfæra smáforritið og velja að fá tilkynningar um hugsanleg smit. Ef tilkynning berst leiðbeinir appið viðkomandi um að skrá sig í smitgát, sem er valkvætt, og fær í kjölfarið strikanúmer í sýnatöku. Forsenda góðs árangurs er að sem flestir sæki appið, sagði landlæknir og ítrekaði að yfirvöld teldu Bluetooth-eiginleikann sérstaklega miklivægan um þessar mundir, þegar samfélagið væri að verða opnara á ný. Biðlaði hún sérstaklega til unga fólksins sem væri mikið á ferðinni að uppfæra og nota forritið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira