Þetta verður fyrsti upplýsingafundur almannavarna frá því í október þar sem blaðamönnum er boðið að mæta á staðinn en ekki vera viðstaddir fundinum í gegn um fjarfundabúnað og markar ákveðin tímamót.
Alma mun fara yfir nýja uppfærslu á smitrakningarappi embættis landlæknis og almannavarna en appið nýtir nú Bluetooth-virkni snjalltækja til að styðja við rakningu sína.
Fundurinn verður í beinu streymi hér á Vísi, í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og í textalýsingu hér að neðan.
Uppfært: Fundinum er lokið en hér má sjá upptöku af honum í heild sinni.