Sjö lífstíðardómar fyrir að myrða sjö skjólstæðinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2021 23:35 Verjendur Mays segja hana meðal annars glíma við áfallastreituröskun eftir að hún sinnti herþjónustu í Írak 2003 til 2004. AP Fyrrverandi sjúkraliði í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða aldraða skjólstæðinga sína á spítala fyrir bandaríska uppgjafarhermenn. Konan, sem heitir Reta Mays, hafði fyrir dómi gengist við því að hafa orðið sjö skjólstæðingum sínum að bana með því að sprauta þá með insúlíni. Önnur 20 ár bættust við dóminn yfir henni fyrir tilraun til að myrða þann áttunda með sama hætti. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir hinni 46 ára Mays lýsti henni sem „skrímsli af verstu gerð.“ Fórnarlömb Mays voru á aldrinum 81 til 96 ára og höfðu barist undir merkjum Bandaríkjanna á fyrri árum, meðal annars í síðari heimsstyrjöld og Kóreu- og Víetnamsstríðunum. Saksóknarar segja hana hafa sprautað fórnarlömb sín með insúlíni að óþörfu. Það leiddi til skyndilegs blóðsykurfalls sem dró fórnarlömbin til dauða. Mays grét þegar hún ávarpaði dóminn. „Ég get ekkert sagt sem getur veitt aðstandendum nokkra huggun. Ég get aðeins sagt að mér þykir fyrir því að hafa valdið þeim og fjölskyldu minni sársauka. Verjendur Mays segja hana glíma við geðræn vandamál, meðal annars áfallastreituröskun, eftir að hún var í Írak á tíma sínum í bandaríska hernum 2003 til 2004. Dómari féllst á það, en sagði það þó ekki geta útskýrt eða afsakað gjörðir hennar. Fyrir dómi kom meðal annars fram að Mays hefði notað vinnutölvu sína til þess að leita að upplýsingum um kvenkyns raðmorðingja á netinu. Þá er hún þrisvar sögð hafa logið að rannsóknarlögreglunni um sinn hlut í málinu. Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Konan, sem heitir Reta Mays, hafði fyrir dómi gengist við því að hafa orðið sjö skjólstæðingum sínum að bana með því að sprauta þá með insúlíni. Önnur 20 ár bættust við dóminn yfir henni fyrir tilraun til að myrða þann áttunda með sama hætti. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir hinni 46 ára Mays lýsti henni sem „skrímsli af verstu gerð.“ Fórnarlömb Mays voru á aldrinum 81 til 96 ára og höfðu barist undir merkjum Bandaríkjanna á fyrri árum, meðal annars í síðari heimsstyrjöld og Kóreu- og Víetnamsstríðunum. Saksóknarar segja hana hafa sprautað fórnarlömb sín með insúlíni að óþörfu. Það leiddi til skyndilegs blóðsykurfalls sem dró fórnarlömbin til dauða. Mays grét þegar hún ávarpaði dóminn. „Ég get ekkert sagt sem getur veitt aðstandendum nokkra huggun. Ég get aðeins sagt að mér þykir fyrir því að hafa valdið þeim og fjölskyldu minni sársauka. Verjendur Mays segja hana glíma við geðræn vandamál, meðal annars áfallastreituröskun, eftir að hún var í Írak á tíma sínum í bandaríska hernum 2003 til 2004. Dómari féllst á það, en sagði það þó ekki geta útskýrt eða afsakað gjörðir hennar. Fyrir dómi kom meðal annars fram að Mays hefði notað vinnutölvu sína til þess að leita að upplýsingum um kvenkyns raðmorðingja á netinu. Þá er hún þrisvar sögð hafa logið að rannsóknarlögreglunni um sinn hlut í málinu.
Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira