Kona ritstýrir Washington Post í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 16:23 Sally Buzbee tekur við starfi aðalritstjóra Washington Post 1. júní. Þar mun hún stýra um þúsund manna ritstjórn. AP/Chuck Zoeller Sally Buzbee, varaforseti og aðalritstjóri AP-fréttastofunnar, hefur verið ráðin nýr yfirritstjóri bandaríska dagblaðsins Washington Post. Hún verður fyrsta konan sem ritstýrir blaðinu í hátt í 150 ára sögu þess. Útgefendur Washington Post hafa leitað að eftirmanni Martin Baron en hann lét af störfum í lok febrúar. Hann hafði ritstýrt blaðinu frá 2013. Buzbee tekur við starfinu í næsta mánuði, að sögn Freds Ryan, útgefanda blaðsins. Sagði hann Buzbee njóta almennrar aðdáunar fyrir heiðarleika, atorkusemi og einlægan áhuga á hlutverki fjölmiðla í að varðveita lýðræðið. Buzbee er 55 ára gömul og stýrði áður skrifstofu AP í Washington-borg. Þar áður var hún ritstjóri fréttaveitunnar í Miðausturlöndum en hún hefur starfað fyrir hana allan sinn blaðamannaferil sem hófst árið 1988. Frá Kaíró fjallaði hún meðal annars um Íraksstríðið, átök Ísraels og Hezbollah-samtakanna, stríðið í Darfúr í Súdan og uppgang hryðjuverkasamtaka í Sádí-Arabíu og Jemen. Konur stýra nú mörgum helstu fjölmiðlum í Bandaríkjunum og víðar, þar á meðal Reuters-fréttastofunni, fréttastofu CBS- og ABC-sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum, NPR, MSNBC, Financial Times, Guardian og Ecomomist. A footnote: Women are now in charge of the newsrooms at the Washington Post, CBS News, ABC News, NPR, MSNBC, Reuters, Financial Times, Guardian and the Economist. The fact that this is not a big deal is kind of a big deal.— Paul Farhi (@farhip) May 11, 2021 Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Útgefendur Washington Post hafa leitað að eftirmanni Martin Baron en hann lét af störfum í lok febrúar. Hann hafði ritstýrt blaðinu frá 2013. Buzbee tekur við starfinu í næsta mánuði, að sögn Freds Ryan, útgefanda blaðsins. Sagði hann Buzbee njóta almennrar aðdáunar fyrir heiðarleika, atorkusemi og einlægan áhuga á hlutverki fjölmiðla í að varðveita lýðræðið. Buzbee er 55 ára gömul og stýrði áður skrifstofu AP í Washington-borg. Þar áður var hún ritstjóri fréttaveitunnar í Miðausturlöndum en hún hefur starfað fyrir hana allan sinn blaðamannaferil sem hófst árið 1988. Frá Kaíró fjallaði hún meðal annars um Íraksstríðið, átök Ísraels og Hezbollah-samtakanna, stríðið í Darfúr í Súdan og uppgang hryðjuverkasamtaka í Sádí-Arabíu og Jemen. Konur stýra nú mörgum helstu fjölmiðlum í Bandaríkjunum og víðar, þar á meðal Reuters-fréttastofunni, fréttastofu CBS- og ABC-sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum, NPR, MSNBC, Financial Times, Guardian og Ecomomist. A footnote: Women are now in charge of the newsrooms at the Washington Post, CBS News, ABC News, NPR, MSNBC, Reuters, Financial Times, Guardian and the Economist. The fact that this is not a big deal is kind of a big deal.— Paul Farhi (@farhip) May 11, 2021
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira