Veður

Líkur á skúrum og slyddu­éljum suð­austan- og austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Líkur eru á skúrum á sunnanverði landinu á morgun.
Líkur eru á skúrum á sunnanverði landinu á morgun. Vísir/Vilhelm

Reikna má með fremur hægum vindi og víða björtu veðri í dag. Líkur eru á stöku skúrum eða slydduéljum á Suðaustur- og Austurlandi í dag og á stöku stað á sunnanverðu landinu á morgun.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að hiti verði núll til níu stig yfir daginn í dag, mildast suðvestanlands, en frost um mest allt land í nótt.

„Austan gola eða kaldi og skúrir eða slydduél á fimmtudag og föstudag, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Áframt svalt í veðri.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum, en skúrir eða slydduél á stöku stað S-til. Hiti 1 til 9 stig yfir daginn, mildast SV-lands en víða næturfrost.

Á fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag: Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir eða slydduél, en þurrt á NA- og A-landi. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Norðaustanátt og bjart með köflum V-til, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 1 til 7 stig að deginum.

Á sunnudag og mánudag: Norðaustanátt, skýjað og dálítil rigning eða slydda SA- og A-lands. Hiti 1 til 9 stig, mildast á SV-landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×