Rory McIlroy endaði átján mánaða þurrkatíð í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 10:31 Rory McIlroy með bikarinn sem hann vann í gær. AP/Jacob Kupferman Eins og hálfs árs bið norður írska kylfingsins Rory McIlroy er á enda eftir að hann vann Wells Fargo Championship golfmótið í gærkvöldi. McIlroy gerði þetta reyndar aðeins meira spennandi en hann þurfti á lokaholunni en var vel fagnað þegar sigurinn var í höfn. Norður Írinn vinsæli lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og vann mótið á einu höggi. Hann lent í smá vandræðum á átjándu holunni eins og áður sagði en mátti tvípútta af fjórtán metra færi til þess að tryggja sér sigurinn. Það tókst. Back in the winner's circle. pic.twitter.com/k0oL5h8U59— PGA TOUR (@PGATOUR) May 9, 2021 Skollinn á átjándu var sá eini hjá Rory á lokahringnum en hann var þá kominn með fjóra fugla. McIlroy lék mótið á samtals 274 höggum eða á tíu höggum undir pari. Abraham Ancer frá Mexíkó varð annar á níu höggum undir pari og þriðji urðu síðan Norðmaðurinn Viktor Hovland og Bandaríkjamaðurinn Keith Mitchell sem báðir léku á átta höggum undir pari. McIlroy fékk eina milljón dollara og 458 þúsund Bandaríkjadölum betur í sigurlaun eða meira en 181 milljón íslenskra króna. Það fór ekkert á milli mála að Rory var mjög létt þegar hann horfði á eftir golfboltanum rúlla í holunum á átjándu og sigurinn var í höfn. „Þetta er aldrei auðvelt. Mér leið líka eins og það sé mjög langt síðan,“ sagði Rory McIlroy eftir sigurinn. Now three-time @WellsFargoGolf winner @McIlroyRory meets with the media. https://t.co/ZAxBU7VdBY— PGA TOUR (@PGATOUR) May 9, 2021 Þetta var fyrsta mótið sem Rory vinnur síðan á HSBC Champions mótinu í Shanghæ í Kína í nóvember 2019. McIlroy var að vinna Wells Fargo mótið hjá Quail Hollow klúbbnum í Norður Karólínu í þriðja sinn en hann vann mótið einnig 2010 og 2015. „Þetta er einn af uppáhaldsstöðunum mínum í heiminum. Það er stórkostlegt að ná að enda þurrkatíðina og vinna hér., sagði McIlroy. Fell in love with Quail Hollow the first time I played it and knew it was special. From my first win in 2010 to today, each year the fans, staff, city of Charlotte make the week an unforgettable experience. The fans carried me through today. Thank you for the continued support. pic.twitter.com/PZlk1ou5bB— Rory McIlroy (@McIlroyRory) May 10, 2021 Add another to the list. pic.twitter.com/xuyf9YuKqG— PGA TOUR (@PGATOUR) May 10, 2021 Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
McIlroy gerði þetta reyndar aðeins meira spennandi en hann þurfti á lokaholunni en var vel fagnað þegar sigurinn var í höfn. Norður Írinn vinsæli lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og vann mótið á einu höggi. Hann lent í smá vandræðum á átjándu holunni eins og áður sagði en mátti tvípútta af fjórtán metra færi til þess að tryggja sér sigurinn. Það tókst. Back in the winner's circle. pic.twitter.com/k0oL5h8U59— PGA TOUR (@PGATOUR) May 9, 2021 Skollinn á átjándu var sá eini hjá Rory á lokahringnum en hann var þá kominn með fjóra fugla. McIlroy lék mótið á samtals 274 höggum eða á tíu höggum undir pari. Abraham Ancer frá Mexíkó varð annar á níu höggum undir pari og þriðji urðu síðan Norðmaðurinn Viktor Hovland og Bandaríkjamaðurinn Keith Mitchell sem báðir léku á átta höggum undir pari. McIlroy fékk eina milljón dollara og 458 þúsund Bandaríkjadölum betur í sigurlaun eða meira en 181 milljón íslenskra króna. Það fór ekkert á milli mála að Rory var mjög létt þegar hann horfði á eftir golfboltanum rúlla í holunum á átjándu og sigurinn var í höfn. „Þetta er aldrei auðvelt. Mér leið líka eins og það sé mjög langt síðan,“ sagði Rory McIlroy eftir sigurinn. Now three-time @WellsFargoGolf winner @McIlroyRory meets with the media. https://t.co/ZAxBU7VdBY— PGA TOUR (@PGATOUR) May 9, 2021 Þetta var fyrsta mótið sem Rory vinnur síðan á HSBC Champions mótinu í Shanghæ í Kína í nóvember 2019. McIlroy var að vinna Wells Fargo mótið hjá Quail Hollow klúbbnum í Norður Karólínu í þriðja sinn en hann vann mótið einnig 2010 og 2015. „Þetta er einn af uppáhaldsstöðunum mínum í heiminum. Það er stórkostlegt að ná að enda þurrkatíðina og vinna hér., sagði McIlroy. Fell in love with Quail Hollow the first time I played it and knew it was special. From my first win in 2010 to today, each year the fans, staff, city of Charlotte make the week an unforgettable experience. The fans carried me through today. Thank you for the continued support. pic.twitter.com/PZlk1ou5bB— Rory McIlroy (@McIlroyRory) May 10, 2021 Add another to the list. pic.twitter.com/xuyf9YuKqG— PGA TOUR (@PGATOUR) May 10, 2021
Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira