Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. maí 2021 22:57 Ítalska eyjan Lampedusa liggur austur af norðurafríkuríkinu Túnis. Tullio M. Puglia/Getty Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að einn bátur hafi flutt hátt í fjögur hundruð karla, konur og börn á eyjuna. Bæjarstjórinn á eyjunni telur að þennan mikla fjölda mega rekja til batnandi veðurskilyrða til bátsferða frá norðurhluta Afríku, en Lampedusa er einn helsti viðkomustaður flóttafólks og farenda frá Norður-Afríku á leið sinni til Evrópu. Um það bil ellefu þúsund flóttamenn hafa komið á eyjuna það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra var sá fjöldi rúmlega fjögur þúsund. Matteo Salvini, formaður ítalska popúlistaflokksins Norðurbandalagsins, hefur krafist þess að fá fund með Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna þess fjölda flóttamanna sem komið hefur til Ítalíu að undanförnu. „Á meðan milljónir Ítala eiga í erfiðleikum getum við ekki hugsað um þúsundir ólöglegra innflytjenda,“ sagði Salvini. Sjálfur bíður Salvini þess að réttað verði yfir honum eftir að hann gerði tilraun til þess að koma í veg fyrir að björgunarskip með yfir hundrað flóttamenn innanborðs legðist að bryggju á Lampedusa í ágúst 2019, þegar hann var innanríkisráðherra. Saksóknarar í málinu telja Salvini hafa svipt farþega skipsins frelsi sínu með ólögmætum hætti og því gæti hann átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm. Ítalía Flóttamenn Tengdar fréttir 39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. 10. mars 2021 07:47 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að einn bátur hafi flutt hátt í fjögur hundruð karla, konur og börn á eyjuna. Bæjarstjórinn á eyjunni telur að þennan mikla fjölda mega rekja til batnandi veðurskilyrða til bátsferða frá norðurhluta Afríku, en Lampedusa er einn helsti viðkomustaður flóttafólks og farenda frá Norður-Afríku á leið sinni til Evrópu. Um það bil ellefu þúsund flóttamenn hafa komið á eyjuna það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra var sá fjöldi rúmlega fjögur þúsund. Matteo Salvini, formaður ítalska popúlistaflokksins Norðurbandalagsins, hefur krafist þess að fá fund með Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna þess fjölda flóttamanna sem komið hefur til Ítalíu að undanförnu. „Á meðan milljónir Ítala eiga í erfiðleikum getum við ekki hugsað um þúsundir ólöglegra innflytjenda,“ sagði Salvini. Sjálfur bíður Salvini þess að réttað verði yfir honum eftir að hann gerði tilraun til þess að koma í veg fyrir að björgunarskip með yfir hundrað flóttamenn innanborðs legðist að bryggju á Lampedusa í ágúst 2019, þegar hann var innanríkisráðherra. Saksóknarar í málinu telja Salvini hafa svipt farþega skipsins frelsi sínu með ólögmætum hætti og því gæti hann átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm.
Ítalía Flóttamenn Tengdar fréttir 39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. 10. mars 2021 07:47 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. 10. mars 2021 07:47
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent