Geta búist við fleiri smitum fyrir norðan Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 9. maí 2021 11:40 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Staðfest er nú að sex manns séu smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og í Skagafirði og segir sveitarstjórinn þar að búast megi við því að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Þá er viðbúið að fólki í sóttkví fjölgi talsvert mikið í dag. Fjórir greindust smitaðir af veirunni á föstudag og bættust tveir í hópinn í gær. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir að verið sé að rannsaka betur tvö sýni til viðbótar. Alls fóru um tvö hundruð manns í sýnatöku á Sauðárkróki í gær. „Þetta er eitthvað sem við gátum búist við miðað við fjöldann sem fór í sýnatöku í gær. Við getum alveg búist við fleiri smitum á næstu dögum,“ segir sveitarstjórinn. Löng biðröð fólks á leið í sýnatöku er nú fyrir utan Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þá segir Sigfús Ingi að búast megi við því að fólki í sóttkví fjölgi verulega í dag. Hann hafi ekki tölu yfir fólk í sóttkví en rakningarteymi vinni nú að því að hringja út eftir rakningu síðustu daga. „Þetta eru þannig smit að þetta getur haft áhrif víðar þannig að það er verið að reyna að ná utan um öll þessi tengsl,“ segir hann. Aðgerðastjórn almannavarna fundar klukkan 14:00 í dag og segir Sigfús Ingi að ákvörðun verði tekin um takmarkanir á svæðinu að honum loknum. Augu yfirvalda beinist þar meðal annars að skólastarfi. „Þetta eru vonbrigði að þetta hafi gerst núna en mér finnst samt baráttuhugur í fólki að takast á við þetta saman og klára þetta mál. Þannig að fólk er að þjappa sér saman,“ segir sveitarstjórinn um hljóðið í bæjarbúum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Tengdar fréttir Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00 Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Fjórir greindust smitaðir af veirunni á föstudag og bættust tveir í hópinn í gær. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir að verið sé að rannsaka betur tvö sýni til viðbótar. Alls fóru um tvö hundruð manns í sýnatöku á Sauðárkróki í gær. „Þetta er eitthvað sem við gátum búist við miðað við fjöldann sem fór í sýnatöku í gær. Við getum alveg búist við fleiri smitum á næstu dögum,“ segir sveitarstjórinn. Löng biðröð fólks á leið í sýnatöku er nú fyrir utan Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þá segir Sigfús Ingi að búast megi við því að fólki í sóttkví fjölgi verulega í dag. Hann hafi ekki tölu yfir fólk í sóttkví en rakningarteymi vinni nú að því að hringja út eftir rakningu síðustu daga. „Þetta eru þannig smit að þetta getur haft áhrif víðar þannig að það er verið að reyna að ná utan um öll þessi tengsl,“ segir hann. Aðgerðastjórn almannavarna fundar klukkan 14:00 í dag og segir Sigfús Ingi að ákvörðun verði tekin um takmarkanir á svæðinu að honum loknum. Augu yfirvalda beinist þar meðal annars að skólastarfi. „Þetta eru vonbrigði að þetta hafi gerst núna en mér finnst samt baráttuhugur í fólki að takast á við þetta saman og klára þetta mál. Þannig að fólk er að þjappa sér saman,“ segir sveitarstjórinn um hljóðið í bæjarbúum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Tengdar fréttir Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00 Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00
Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39