Geta búist við fleiri smitum fyrir norðan Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 9. maí 2021 11:40 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Staðfest er nú að sex manns séu smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og í Skagafirði og segir sveitarstjórinn þar að búast megi við því að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Þá er viðbúið að fólki í sóttkví fjölgi talsvert mikið í dag. Fjórir greindust smitaðir af veirunni á föstudag og bættust tveir í hópinn í gær. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir að verið sé að rannsaka betur tvö sýni til viðbótar. Alls fóru um tvö hundruð manns í sýnatöku á Sauðárkróki í gær. „Þetta er eitthvað sem við gátum búist við miðað við fjöldann sem fór í sýnatöku í gær. Við getum alveg búist við fleiri smitum á næstu dögum,“ segir sveitarstjórinn. Löng biðröð fólks á leið í sýnatöku er nú fyrir utan Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þá segir Sigfús Ingi að búast megi við því að fólki í sóttkví fjölgi verulega í dag. Hann hafi ekki tölu yfir fólk í sóttkví en rakningarteymi vinni nú að því að hringja út eftir rakningu síðustu daga. „Þetta eru þannig smit að þetta getur haft áhrif víðar þannig að það er verið að reyna að ná utan um öll þessi tengsl,“ segir hann. Aðgerðastjórn almannavarna fundar klukkan 14:00 í dag og segir Sigfús Ingi að ákvörðun verði tekin um takmarkanir á svæðinu að honum loknum. Augu yfirvalda beinist þar meðal annars að skólastarfi. „Þetta eru vonbrigði að þetta hafi gerst núna en mér finnst samt baráttuhugur í fólki að takast á við þetta saman og klára þetta mál. Þannig að fólk er að þjappa sér saman,“ segir sveitarstjórinn um hljóðið í bæjarbúum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Tengdar fréttir Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00 Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Fjórir greindust smitaðir af veirunni á föstudag og bættust tveir í hópinn í gær. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir að verið sé að rannsaka betur tvö sýni til viðbótar. Alls fóru um tvö hundruð manns í sýnatöku á Sauðárkróki í gær. „Þetta er eitthvað sem við gátum búist við miðað við fjöldann sem fór í sýnatöku í gær. Við getum alveg búist við fleiri smitum á næstu dögum,“ segir sveitarstjórinn. Löng biðröð fólks á leið í sýnatöku er nú fyrir utan Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þá segir Sigfús Ingi að búast megi við því að fólki í sóttkví fjölgi verulega í dag. Hann hafi ekki tölu yfir fólk í sóttkví en rakningarteymi vinni nú að því að hringja út eftir rakningu síðustu daga. „Þetta eru þannig smit að þetta getur haft áhrif víðar þannig að það er verið að reyna að ná utan um öll þessi tengsl,“ segir hann. Aðgerðastjórn almannavarna fundar klukkan 14:00 í dag og segir Sigfús Ingi að ákvörðun verði tekin um takmarkanir á svæðinu að honum loknum. Augu yfirvalda beinist þar meðal annars að skólastarfi. „Þetta eru vonbrigði að þetta hafi gerst núna en mér finnst samt baráttuhugur í fólki að takast á við þetta saman og klára þetta mál. Þannig að fólk er að þjappa sér saman,“ segir sveitarstjórinn um hljóðið í bæjarbúum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Tengdar fréttir Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00 Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00
Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39