Vilja ekki geyma brottvikna hælisleitendur á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2021 07:27 Frá flotastöð danska hersins í Grønnedal á Suður-Grænlandi. Árni Harðarson Ríkisstjórn Danmerkur hafnar tillögu Danska Þjóðarflokksins þess efnis að brottviknir hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi. Þetta kom fram í ræðu ráðherra málefna innflytjenda, sósíaldemókratans Mattias Tesfaye, í danska þinginu. „Ég tel að lausnin sé ekki útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og það er ekki hluti af þeirri áætlun stjórnvalda að fá fleiri brottvikna hælisleitendur til að snúa aftur heim,“ sagði ráðherrann, en grænlensku fréttamiðlarnir KNR og Sermitsiaq fjalla um málið. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, boðaði í vetur tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að húsakynni danska hersins í Grønnedal, afskekktum firði á Suður-Grænlandi, yrðu nýtt með þessum hætti. Frá flotastöðinni í Grønnedal. Þegar mest var bjuggu þar um tvöhundruð manns, hermenn og fjölskyldur þeirra. Núna er neglt fyrir flesta glugga.Árni Harðarson Hugmynd flokksins er að þeir sem synjað hefur verið um landvist í Danmörku, sem og hælisleitendur með afbrotaferil, verði sendir til Grænlands. Þetta verði tímabundin vistun þangað til hægt verði að koma þeim til eigin heimalands. „Okkur finnst ekki skynsamlegt að búa til útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og eins og ég hef skilið það frá heimastjórninni deilir hún þeirri skoðun,“ sagði ráðherrann Mattias Tesfaye síðastliðinn fimmtudag þegar málið var tekið fyrir. Hann taldi enga ástæðu til að bera það sérstaklega undir nýkjörna landsstjórn Grænlands. Þingmenn Grænlendinga á danska þinginu, þær Aki-Matilda Høegh-Dam frá Siumut og Aaja Chemnits Larsen frá IA, hafa einnig hafnað hugmyndinni. Raunar lýsti enginn annar flokkur stuðningi við tillögu Dansk Folkeparti. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, flutti tillöguna umdeildu. Hún var forseti danska þjóðþingsins þegar hún ávarpaði hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sumarið 2018.Vísir/getty Framsögumaður tillögunnar, Pia Kjærsgaard, sagði í þingumræðunum að hún saknaði rökstuðnings gegn því að kanna möguleikann á útgöngumiðstöð á Grænlandi. „Við viljum ekki neyða neitt upp á Grænlendinga. En það vekur undrun mína að menn hafi ekki einu sinni velt því fyrir sér að spyrja,“ sagði hún og bætti við að það yrði erfitt fyrir hælisleitendur að vera til vandræða á Grænlandi. Grænland Danmörk Hælisleitendur Tengdar fréttir Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. 9. janúar 2021 07:14 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
„Ég tel að lausnin sé ekki útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og það er ekki hluti af þeirri áætlun stjórnvalda að fá fleiri brottvikna hælisleitendur til að snúa aftur heim,“ sagði ráðherrann, en grænlensku fréttamiðlarnir KNR og Sermitsiaq fjalla um málið. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, boðaði í vetur tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að húsakynni danska hersins í Grønnedal, afskekktum firði á Suður-Grænlandi, yrðu nýtt með þessum hætti. Frá flotastöðinni í Grønnedal. Þegar mest var bjuggu þar um tvöhundruð manns, hermenn og fjölskyldur þeirra. Núna er neglt fyrir flesta glugga.Árni Harðarson Hugmynd flokksins er að þeir sem synjað hefur verið um landvist í Danmörku, sem og hælisleitendur með afbrotaferil, verði sendir til Grænlands. Þetta verði tímabundin vistun þangað til hægt verði að koma þeim til eigin heimalands. „Okkur finnst ekki skynsamlegt að búa til útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og eins og ég hef skilið það frá heimastjórninni deilir hún þeirri skoðun,“ sagði ráðherrann Mattias Tesfaye síðastliðinn fimmtudag þegar málið var tekið fyrir. Hann taldi enga ástæðu til að bera það sérstaklega undir nýkjörna landsstjórn Grænlands. Þingmenn Grænlendinga á danska þinginu, þær Aki-Matilda Høegh-Dam frá Siumut og Aaja Chemnits Larsen frá IA, hafa einnig hafnað hugmyndinni. Raunar lýsti enginn annar flokkur stuðningi við tillögu Dansk Folkeparti. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, flutti tillöguna umdeildu. Hún var forseti danska þjóðþingsins þegar hún ávarpaði hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sumarið 2018.Vísir/getty Framsögumaður tillögunnar, Pia Kjærsgaard, sagði í þingumræðunum að hún saknaði rökstuðnings gegn því að kanna möguleikann á útgöngumiðstöð á Grænlandi. „Við viljum ekki neyða neitt upp á Grænlendinga. En það vekur undrun mína að menn hafi ekki einu sinni velt því fyrir sér að spyrja,“ sagði hún og bætti við að það yrði erfitt fyrir hælisleitendur að vera til vandræða á Grænlandi.
Grænland Danmörk Hælisleitendur Tengdar fréttir Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. 9. janúar 2021 07:14 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. 9. janúar 2021 07:14
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00