Handbolti

Sigrar hjá ÍBV, Val og Stjörnunni

Bæði ÍBV og Stjarnan unnu sína leiki í dag.
Bæði ÍBV og Stjarnan unnu sína leiki í dag. vísir/hulda

Lokaumferðin í Olís-deild kvenna fór fram í dag. Úrslitaleikurinn um deildarmeistaratitilinn var í Safamýri en þrír aðrir lekir fóru fram.

Stjarnan vann 26-24 sigur á Haukum eftir að hafa verið 13-10 yfir í hálfleik á Ásvöllum. Stjarnan endar í fimmta sætinu en Haukar í því sjötta.

Tinna Húnbjörg Einarsdóttir var frábær í marki Stjörnunnar með 41% markvörslu. Markahæst var Eva Björk Davíðsdóttir með tíu mörk.

Birta Lind Jóhannsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir og Berta Rut Harðardóttir gerðu fjögur mörk hver og Annika Petersen var með tæplega 40% markvörslu.

Valur vann sjö marka sigur á HK, 27-20, en Valur var 11-9 yfir í hálfleik. Valur endar í þriðja sætinu en HK í sjöunda.

Sigríður Hauksdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir gerðu fjögur mörk hvor fyrir HK en Thea Imani Sturludóttir gerði ellefu fyrir Val og Lovísa Thompson níu.

ÍBV vann svo sigur á botnliði FH með minnsta mun, 20-19, en ÍBV var einnig einu marki yfir í leikhlé, 12-11. ÍBV endar í fjórða sætinu en FH er fallið án stiga.

Ásta Björt Júlíusdóttir gerði níu mörk fyrir ÍBV og Harpa Valey Gylfadóttir fjögur. Fanney Þóra Þórsdóttir, Ragnheiður Tómasdóttir og Sylvía Blöndal gerðu fjögur mörk hver fyrir FH.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×