Afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður til að takast á við metfjölda komufarþega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 12:44 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Metfjöldi er í komu farþegaflugvéla til landsins, frá því að faraldurinn hófst, í dag og á morgun. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli breytti verklagi fyrir helgi til að takast á við fjölda komufarþega og var afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður. Þrjár flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun og er von á fimm til viðbótar í dag. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinum það sem af er degi. „Þetta gekk bara eins og við var búist. Ágætlega. Það komu tvær vélar rétt fyrir klukkan sex og um um hundrað farþegar í hvorri. Það tók svona einn og hálfan tíma að afgreiða þetta hjá okkur,“ sagði Sigurgeir. Nær allir bólusettir Flugvélarnar þrjár sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun komu frá Bandaríkjunum og segir Sigurgeir að nær allir sem komu með þeim vélum hafi verið bólusettir. „Það tekur dálítinn tíma að skoða þau vottorð en Bandaríkjamenn eru vanir langri bið á flugvöllum og líka fyrir Covid-19 faraldurinn þannig að það er enginn að æsa sig yfir þessu,“ sagði Sigurgeir. Afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður Hann segir að bið eftir sýnatöku hafi ekki verið lengri en venjulega. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi og var því afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður með því að breyta verkaskiptingu milli landamæravarða. „Það tók einn og hálfan tíma að tæma þessar tvær vélar sem komu rétt fyrir klukkan sex og um klukkutíma tók að afgreiða farþega úr vélinni sem kom klukkan átta. Þetta er bara tíminn sem þetta tekur núna.“ Heilbrigðisráðherra sagði í gær að svokölluð hraðpróf væru til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sigurgeir segir að farþegafjöldinn sé til marks um að ferðamannaiðnaðurinn sé að komast á skrið. „Fólk er mjög spennt að koma hingað og bara góð stemning bæði í farþegum og starfsfólki á vellinum. Og bara auðvitað mjög gott að þetta fari af stað, en við slökum ekkert á kröfunum og örygginu. Landamærin eru með þessu fyrirkomulagi mjög þétt og smit eru ekki að leka í gegn þannig að þetta er mjög gott fyrirkomulag held ég,“ sagði Sigurgeir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Þrjár flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun og er von á fimm til viðbótar í dag. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinum það sem af er degi. „Þetta gekk bara eins og við var búist. Ágætlega. Það komu tvær vélar rétt fyrir klukkan sex og um um hundrað farþegar í hvorri. Það tók svona einn og hálfan tíma að afgreiða þetta hjá okkur,“ sagði Sigurgeir. Nær allir bólusettir Flugvélarnar þrjár sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun komu frá Bandaríkjunum og segir Sigurgeir að nær allir sem komu með þeim vélum hafi verið bólusettir. „Það tekur dálítinn tíma að skoða þau vottorð en Bandaríkjamenn eru vanir langri bið á flugvöllum og líka fyrir Covid-19 faraldurinn þannig að það er enginn að æsa sig yfir þessu,“ sagði Sigurgeir. Afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður Hann segir að bið eftir sýnatöku hafi ekki verið lengri en venjulega. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi og var því afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður með því að breyta verkaskiptingu milli landamæravarða. „Það tók einn og hálfan tíma að tæma þessar tvær vélar sem komu rétt fyrir klukkan sex og um klukkutíma tók að afgreiða farþega úr vélinni sem kom klukkan átta. Þetta er bara tíminn sem þetta tekur núna.“ Heilbrigðisráðherra sagði í gær að svokölluð hraðpróf væru til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sigurgeir segir að farþegafjöldinn sé til marks um að ferðamannaiðnaðurinn sé að komast á skrið. „Fólk er mjög spennt að koma hingað og bara góð stemning bæði í farþegum og starfsfólki á vellinum. Og bara auðvitað mjög gott að þetta fari af stað, en við slökum ekkert á kröfunum og örygginu. Landamærin eru með þessu fyrirkomulagi mjög þétt og smit eru ekki að leka í gegn þannig að þetta er mjög gott fyrirkomulag held ég,“ sagði Sigurgeir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira