Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-1| Sigurður Egill tryggði Val stig manni færri Andri Már Eggertsson skrifar 9. maí 2021 22:40 Hart barist í Krikanum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Leikurinn fór rólega af stað, bæði lið höfðu lítinn áhuga á að halda í boltann í byrjun leiks sem einkenndist mikið af löngum sendingum. Jónatan Ingi Jónsson fékk fyrsta færi leiksins, Matthías Vilhjálmsson gerði vel í að taka niður boltann hélt honum aðeins inn í teignum þar til hann sá Jónatan Inga lausan sem átti skot í stöngina. Þegar tæplega 20 mínútur voru liðnar af leiknum dró til tíðinda. Valur átti aukaspyrnu sem þeir ætluðu að taka snöggt, boltinn var ekki alveg á þeim stað sem brotið var, Jónatan Ingi ætlaði því að stoppa snögga aukaspyrnu Vals og potaði í boltann. Haukur Páll Sigurðsson sem var að fara taka aukaspyrnuna þrumaði beint í Jónatan Inga í stað þess að hitta boltann, við það sauð allt upp úr, mikið af hrindingum og voru báðir aðstoðar þjálfararnir Davíð Þór og Tufa mættir inn á völlinn. Haukur Páll fékk beint rautt spjald og Jónatan Ingi gult. Eftir rauða spjaldið fór fyrri hálfleikurinn einungis fram á vallarhelmingi Vals. Hörður Ingi Gunnarsson lék á Birki Má skaut í bakið á Ágústi Hlynssyni og boltinn lak inn sem kom FH 1-0 yfir. Valur náðu upp litlu sem engu spili í fyrri hálfleik þegar þeir misstu mann út af. Heimir þurfti að bregðast við eftir klukkutíma leik, þá setti hann Andra Adolphsson og Almar Ormason inn á sem báðir komu með mikla orku inn í leikinn. Andri Adolphsson byrjaði strax að taka til sín, hann átti góðan sprett upp hægri kantinn þar kom hann boltanum fyrir markið á Johannes Vall og eftir darraðardans inn í teignum datt boltinn fyrir Sigurð Egil Lárusson sem þrumaði boltanum í markið og jafnaði leikinn. Heimir Guðjónsson var mjög ánægður með þetta mark, næstu skiptingar Heimis voru mjög varnarsinnaðar. Valur fylgdi eftir fordæmum þjálfarans og svæfðu leikinn, niðurstaðan 1-1 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Bæði lið áttu sitt hvorn hálfleikinn. Eftir að Valur náði að jafna leikinn í 1-1 verandi manni færri gerðu Valsmenn allt til að læsa stiginu. Valur gerði vel í að halda stiginu sem er ekki sjálfgefið miðað við hvernig þessi umferð þróaðist og voru mörg mörk skoruð undir lok leikjanna. Hverjir stóðu upp úr? Þegar Valur tók sig til og reyndi að ógna marki FH var Sigurður Egill Lárusson mikið á ferðinni, Sigurður gerði síðan jöfnunar markið og hafði orð á því í viðtali við Vísi að hann á alltaf góðan leik á móti FH. Jónatan Ingi Jónsson var líflegasti maður FH, sérstaklega í fyrri hálfleik. Jónatan kom sér oft í góð færi en átti til að klappa boltanum of lengi sem varð til þess að hann skoraði ekki. Jónatan Ingi átti síðan stóran þátt í því að Haukur Páll fékk rauða spjaldið Hvað gekk illa? Haukur Páll Sigurðsson létt veiða sig í gildru þegar Jónatan Ingi pikkaði boltanum frá honum. Haukur Páll hefði getað lesið stöðuna þannig að Jónatan var alltaf að fara gera þetta enda þekkt bragð í bókinni og þá andað með nefinu enda var ekki um stórsókn að ræða. Steven Lennon komst aldrei í takt við leikinn í kvöld sem varð til þess að Logi Ólafsson þjálfari FH tók hann út af eftir rúmlega 75 mínútna leik. Hvað gerist næst? Á fimmtudaginn mætast Valur og HK á Origo vellinum klukkan 19:15. Á sama tíma eigast við FH og ÍA í Kaplakrika. Hiti.Vísir/Hulda Margrét Davíð Þór: Heimir Guðjónsson er frábær í að endurskipuleggja lið „Ég lít á þennan leik þannig að þetta voru tvö töpuð stig eftir að hafa verið frábærir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik stóðum við af okkur storm Vals til að byrja með en síðan fengum við tækifæri til að skora sem við gerðum ekki," sagði Daví Þór aðstoðarþjálfari FH. Haukur Páll Sigurðsson fékk rautt spjald fyrir að sparka í Jónatan Inga, við það myndaðist mikil reikistefna og var Davíð Þór mættur inn á völlinn. „Það er bara eðlilega hiti þegar þessi tvö lið mætast, þetta var óvilja verk frá Hauki og er ég ekki viss með rautt spjald en dómarinn mat það svo, sem við vorum ekki ósáttir með en við nýttum það illa." „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, bæði þegar við vorum jafn margir sem og einum fleiri, það tók smá tíma fyrir þá að endur skipuleggja sig, þeir gerðu það síðan í hálfleik. Heimir Guðjónsson er góður í að endurskipuleggja lið og finna lausnir sem hann gerði." Sigurður Egill Lárusson jafnaði leikinn eftir að Andri Adolphsson átti góðan sprett og hefði Davíð viljað sjá sína menn gera betur „Á þessu augnabliki vorum við jafn margir inn á vellinum þar sem Hörður Ingi var út af vellinum og við áttum eftir að skipta inn á," sagði Davíð að lokum. Haukur Páll átti að fá gult spjald en Jónatan lék þetta mjög vel „Þetta var kafla skiptur leikur, við hefðum átt að vinna leikinn undir lok leiks þegar Patrick Pedersen fékk dauðafæri," sagði Heimir þjálfari Vals Heimir var ekki á því að um rautt spjald hefði verið að ræða og fannst hann Jónatan gera sér mikinn mat úr þessu. „Fyrir mér var þetta gult spjald á Hauk Pál en ég gef Jónatan Inga það hann lék þetta vel. Það er mikill hiti í þessum leikjum og finnst mér dómarar eiga eins og þeir geta að halda öllum inn á vellinum." Það var talsvert meiri kraftur í Vals liðinu í seinni hálfleik miðað við þann fyrri og sagði Heimir að þeir voru full meðvitaðir um að þeir gátu ekki varist á teig allan leikinn líkt og þeir gerðu í fyrri hálfleik. Heimir var ánægður með skiptingarnar sínar í leiknum, bæði Andri og Almar áttu góðar innkomu sem gerði mikið fyrir Vals liðið. „Það vita það allir að Andri er frábær fótbolta maður, hann hefur verið óheppinn með meiðsli en kom sterkur inn í kvöld ásamt Almari á miðjunni og öllum hinum líka," sagði Heimir sem hrósaði öllum skiptingunum sínum. Pepsi Max-deild karla FH Valur
Leikurinn fór rólega af stað, bæði lið höfðu lítinn áhuga á að halda í boltann í byrjun leiks sem einkenndist mikið af löngum sendingum. Jónatan Ingi Jónsson fékk fyrsta færi leiksins, Matthías Vilhjálmsson gerði vel í að taka niður boltann hélt honum aðeins inn í teignum þar til hann sá Jónatan Inga lausan sem átti skot í stöngina. Þegar tæplega 20 mínútur voru liðnar af leiknum dró til tíðinda. Valur átti aukaspyrnu sem þeir ætluðu að taka snöggt, boltinn var ekki alveg á þeim stað sem brotið var, Jónatan Ingi ætlaði því að stoppa snögga aukaspyrnu Vals og potaði í boltann. Haukur Páll Sigurðsson sem var að fara taka aukaspyrnuna þrumaði beint í Jónatan Inga í stað þess að hitta boltann, við það sauð allt upp úr, mikið af hrindingum og voru báðir aðstoðar þjálfararnir Davíð Þór og Tufa mættir inn á völlinn. Haukur Páll fékk beint rautt spjald og Jónatan Ingi gult. Eftir rauða spjaldið fór fyrri hálfleikurinn einungis fram á vallarhelmingi Vals. Hörður Ingi Gunnarsson lék á Birki Má skaut í bakið á Ágústi Hlynssyni og boltinn lak inn sem kom FH 1-0 yfir. Valur náðu upp litlu sem engu spili í fyrri hálfleik þegar þeir misstu mann út af. Heimir þurfti að bregðast við eftir klukkutíma leik, þá setti hann Andra Adolphsson og Almar Ormason inn á sem báðir komu með mikla orku inn í leikinn. Andri Adolphsson byrjaði strax að taka til sín, hann átti góðan sprett upp hægri kantinn þar kom hann boltanum fyrir markið á Johannes Vall og eftir darraðardans inn í teignum datt boltinn fyrir Sigurð Egil Lárusson sem þrumaði boltanum í markið og jafnaði leikinn. Heimir Guðjónsson var mjög ánægður með þetta mark, næstu skiptingar Heimis voru mjög varnarsinnaðar. Valur fylgdi eftir fordæmum þjálfarans og svæfðu leikinn, niðurstaðan 1-1 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Bæði lið áttu sitt hvorn hálfleikinn. Eftir að Valur náði að jafna leikinn í 1-1 verandi manni færri gerðu Valsmenn allt til að læsa stiginu. Valur gerði vel í að halda stiginu sem er ekki sjálfgefið miðað við hvernig þessi umferð þróaðist og voru mörg mörk skoruð undir lok leikjanna. Hverjir stóðu upp úr? Þegar Valur tók sig til og reyndi að ógna marki FH var Sigurður Egill Lárusson mikið á ferðinni, Sigurður gerði síðan jöfnunar markið og hafði orð á því í viðtali við Vísi að hann á alltaf góðan leik á móti FH. Jónatan Ingi Jónsson var líflegasti maður FH, sérstaklega í fyrri hálfleik. Jónatan kom sér oft í góð færi en átti til að klappa boltanum of lengi sem varð til þess að hann skoraði ekki. Jónatan Ingi átti síðan stóran þátt í því að Haukur Páll fékk rauða spjaldið Hvað gekk illa? Haukur Páll Sigurðsson létt veiða sig í gildru þegar Jónatan Ingi pikkaði boltanum frá honum. Haukur Páll hefði getað lesið stöðuna þannig að Jónatan var alltaf að fara gera þetta enda þekkt bragð í bókinni og þá andað með nefinu enda var ekki um stórsókn að ræða. Steven Lennon komst aldrei í takt við leikinn í kvöld sem varð til þess að Logi Ólafsson þjálfari FH tók hann út af eftir rúmlega 75 mínútna leik. Hvað gerist næst? Á fimmtudaginn mætast Valur og HK á Origo vellinum klukkan 19:15. Á sama tíma eigast við FH og ÍA í Kaplakrika. Hiti.Vísir/Hulda Margrét Davíð Þór: Heimir Guðjónsson er frábær í að endurskipuleggja lið „Ég lít á þennan leik þannig að þetta voru tvö töpuð stig eftir að hafa verið frábærir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik stóðum við af okkur storm Vals til að byrja með en síðan fengum við tækifæri til að skora sem við gerðum ekki," sagði Daví Þór aðstoðarþjálfari FH. Haukur Páll Sigurðsson fékk rautt spjald fyrir að sparka í Jónatan Inga, við það myndaðist mikil reikistefna og var Davíð Þór mættur inn á völlinn. „Það er bara eðlilega hiti þegar þessi tvö lið mætast, þetta var óvilja verk frá Hauki og er ég ekki viss með rautt spjald en dómarinn mat það svo, sem við vorum ekki ósáttir með en við nýttum það illa." „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, bæði þegar við vorum jafn margir sem og einum fleiri, það tók smá tíma fyrir þá að endur skipuleggja sig, þeir gerðu það síðan í hálfleik. Heimir Guðjónsson er góður í að endurskipuleggja lið og finna lausnir sem hann gerði." Sigurður Egill Lárusson jafnaði leikinn eftir að Andri Adolphsson átti góðan sprett og hefði Davíð viljað sjá sína menn gera betur „Á þessu augnabliki vorum við jafn margir inn á vellinum þar sem Hörður Ingi var út af vellinum og við áttum eftir að skipta inn á," sagði Davíð að lokum. Haukur Páll átti að fá gult spjald en Jónatan lék þetta mjög vel „Þetta var kafla skiptur leikur, við hefðum átt að vinna leikinn undir lok leiks þegar Patrick Pedersen fékk dauðafæri," sagði Heimir þjálfari Vals Heimir var ekki á því að um rautt spjald hefði verið að ræða og fannst hann Jónatan gera sér mikinn mat úr þessu. „Fyrir mér var þetta gult spjald á Hauk Pál en ég gef Jónatan Inga það hann lék þetta vel. Það er mikill hiti í þessum leikjum og finnst mér dómarar eiga eins og þeir geta að halda öllum inn á vellinum." Það var talsvert meiri kraftur í Vals liðinu í seinni hálfleik miðað við þann fyrri og sagði Heimir að þeir voru full meðvitaðir um að þeir gátu ekki varist á teig allan leikinn líkt og þeir gerðu í fyrri hálfleik. Heimir var ánægður með skiptingarnar sínar í leiknum, bæði Andri og Almar áttu góðar innkomu sem gerði mikið fyrir Vals liðið. „Það vita það allir að Andri er frábær fótbolta maður, hann hefur verið óheppinn með meiðsli en kom sterkur inn í kvöld ásamt Almari á miðjunni og öllum hinum líka," sagði Heimir sem hrósaði öllum skiptingunum sínum.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti