Hélt að Valur myndi landa „vanmetna“ titlinum með vinstri Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 16:00 Valskonur fögnuðu deildarmeistaratitlinum á þriðjudag. Facebook/@Valurkarfa Valskonur unnu „vanmetinn titil“ þegar þær urðu deildarmeistarar í körfubolta á þriðjudagskvöld. Þetta sagði Berglind Gunnarsdóttir þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um meistarana í Dominos Körfuboltakvöldi. „Það er einhvern veginn allt öðruvísi tilfinning að vinna Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað er erfitt að ná deildarmeistaratitlinum. Það er seiglumerki, eftir langt tímabil,“ sagði Berglind í þættinum. „Þetta er svolítið eins og að skila stórri ritgerð en eiga lokaprófið eftir,“ skaut Kjartan inn í og læknaneminn Berglind tók undir það: „Já, einmitt, og þú færð ekki einkunn fyrir ritgerðina heldur bara staðið eða fallið.“ Ein umferð er eftir af deildarkeppninni og fer hún fram á morgun en svo tekur úrslitakeppnin við. Ljóst er að Valur mætir Fjölni í undanúrslitum á meðan að Haukar og Keflavík eigast við í hinni undanúrslitarimmunni. Valur er með sex stiga forskot á Hauka og Keflavík. „Aðeins erfiðara en ég bjóst við“ „Í byrjun tímabilsins hélt ég að þær myndu bara rúlla með vinstri yfir alla leikina. En þær hafa lent í meiðslum og öðru og það hefur sitt að segja. Þetta hefur því verið aðeins erfiðara en ég bjóst við,“ sagði Bryndís. „Lið eins og Valur getur ekki kvartað. Valskonur eru með svo ótrúlega marga sterka leikmenn. Auðvitað lenda lið í meiðslum og þær eru best búnar undir að lenda í þeim án þess að það hafi áhrif,“ sagði Berglind. Valur hefur unnið sautján leiki og tapað aðeins þremur á leiktíðinni. Reyndar tapaði liðið fyrsta leik tímabilsins, gegn Breiðabliki, en var svo dæmdur sigur þar sem Breiðablik tefldi fram ólöglegum leikmanni. Í innslaginu hér að neðan má sjá hluta af umfjölluninni um Val þar sem þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru sérstaklega teknar fyrir. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um deildarmeistarana Dominos-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10 Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45 „Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35 „Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
„Það er einhvern veginn allt öðruvísi tilfinning að vinna Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað er erfitt að ná deildarmeistaratitlinum. Það er seiglumerki, eftir langt tímabil,“ sagði Berglind í þættinum. „Þetta er svolítið eins og að skila stórri ritgerð en eiga lokaprófið eftir,“ skaut Kjartan inn í og læknaneminn Berglind tók undir það: „Já, einmitt, og þú færð ekki einkunn fyrir ritgerðina heldur bara staðið eða fallið.“ Ein umferð er eftir af deildarkeppninni og fer hún fram á morgun en svo tekur úrslitakeppnin við. Ljóst er að Valur mætir Fjölni í undanúrslitum á meðan að Haukar og Keflavík eigast við í hinni undanúrslitarimmunni. Valur er með sex stiga forskot á Hauka og Keflavík. „Aðeins erfiðara en ég bjóst við“ „Í byrjun tímabilsins hélt ég að þær myndu bara rúlla með vinstri yfir alla leikina. En þær hafa lent í meiðslum og öðru og það hefur sitt að segja. Þetta hefur því verið aðeins erfiðara en ég bjóst við,“ sagði Bryndís. „Lið eins og Valur getur ekki kvartað. Valskonur eru með svo ótrúlega marga sterka leikmenn. Auðvitað lenda lið í meiðslum og þær eru best búnar undir að lenda í þeim án þess að það hafi áhrif,“ sagði Berglind. Valur hefur unnið sautján leiki og tapað aðeins þremur á leiktíðinni. Reyndar tapaði liðið fyrsta leik tímabilsins, gegn Breiðabliki, en var svo dæmdur sigur þar sem Breiðablik tefldi fram ólöglegum leikmanni. Í innslaginu hér að neðan má sjá hluta af umfjölluninni um Val þar sem þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru sérstaklega teknar fyrir. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um deildarmeistarana
Dominos-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10 Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45 „Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35 „Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45
„Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35
„Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15