„Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur um stóra berjarunnamálið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2021 10:49 Guðmundur í „garðinum“. Vísir/Vilhelm „Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason um þá ákvörðun borgarráðs að hafna deiliskipulagsbreytingu í Vogabyggð. Ákvörðunin hefur það í för með sér að íbúum á fyrstu hæð er skylt að vera með örlítinn grasblett og berjarunna á lóð sinni. „Ég hélt að mér væri að takast þetta, eftir að hafa fengið þau í heimsókn,“ segir hann. „Og ég vil meina að þau hafi tekið undir að það væru vankantar á þessu.“ „Þau“ eru borgarfulltrúarnir Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir en þær greiddu atkvæði gegn breytingunni. Það var verktakafyrirtækið ÞG sem sótti um breytingu á deiliskipulaginu en samkvæmt núgildandi skipulagi er gerð krafa um að sérafnotafletir skuli að lágmarki hafa 50 prósent gróðurþekju og að minnsta kosti einn berjarunna. „Að mati lóðarhafa þá er hér um óeðlilegar kröfur að ræða sem eru hindrandi og til óþurftar fyrir íbúðareigendur og rýri auk þess gæði íbúða og möguleika eigenda til að hámarka nýtingu sinna eigna. Finnst lóðarhafa deiliskipulagið ganga of langt varðandi frágang sérafnotarýma,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa, sem var neikvæður gagnvart breytingunni. En hver er þá staðan? Samkvæmt Fréttablaðinu spurði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í gær að því hverjar afleiðingarnar yrðu ef íbúar myndu hafa reitinn eins og þeir vildu. Svarið var að ekki yrði framkvæmd lokaúttekt á sérafnotareitunum en skilmálaeftirlit sent á svæðið ef aðrir íbúar kvörtuðu. „Þetta eru auðvitað fráleit afskipti af heimilum fólks. Kerfið verður að vera sveigjanlegt,“ hefur Fréttablaðið eftir Hildi. Í umræðunni hefur margoft verið bent á að vafasamt verði að teljast að gróður muni þrífast vel í skugga skjólveggja. Spurður að því hvort hann sé á leiðinni að kaupa sér runna svarar Guðmundur: „Ég veit það ekki. Við ætlum að meta þetta. Sjáum bara til hvað gerist.“ Hann segist furða sig á þeirri stöðu sem upp er komin. Reykjavík Skipulag Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
„Ég hélt að mér væri að takast þetta, eftir að hafa fengið þau í heimsókn,“ segir hann. „Og ég vil meina að þau hafi tekið undir að það væru vankantar á þessu.“ „Þau“ eru borgarfulltrúarnir Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir en þær greiddu atkvæði gegn breytingunni. Það var verktakafyrirtækið ÞG sem sótti um breytingu á deiliskipulaginu en samkvæmt núgildandi skipulagi er gerð krafa um að sérafnotafletir skuli að lágmarki hafa 50 prósent gróðurþekju og að minnsta kosti einn berjarunna. „Að mati lóðarhafa þá er hér um óeðlilegar kröfur að ræða sem eru hindrandi og til óþurftar fyrir íbúðareigendur og rýri auk þess gæði íbúða og möguleika eigenda til að hámarka nýtingu sinna eigna. Finnst lóðarhafa deiliskipulagið ganga of langt varðandi frágang sérafnotarýma,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa, sem var neikvæður gagnvart breytingunni. En hver er þá staðan? Samkvæmt Fréttablaðinu spurði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í gær að því hverjar afleiðingarnar yrðu ef íbúar myndu hafa reitinn eins og þeir vildu. Svarið var að ekki yrði framkvæmd lokaúttekt á sérafnotareitunum en skilmálaeftirlit sent á svæðið ef aðrir íbúar kvörtuðu. „Þetta eru auðvitað fráleit afskipti af heimilum fólks. Kerfið verður að vera sveigjanlegt,“ hefur Fréttablaðið eftir Hildi. Í umræðunni hefur margoft verið bent á að vafasamt verði að teljast að gróður muni þrífast vel í skugga skjólveggja. Spurður að því hvort hann sé á leiðinni að kaupa sér runna svarar Guðmundur: „Ég veit það ekki. Við ætlum að meta þetta. Sjáum bara til hvað gerist.“ Hann segist furða sig á þeirri stöðu sem upp er komin.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira