Handbolti

GOG komið í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli og félagar í GOG eru mættir í undanúrslit dönsku úrslitakeppninnar í handbolta.
Viktor Gísli og félagar í GOG eru mættir í undanúrslit dönsku úrslitakeppninnar í handbolta. GOG

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar hans eru komnir í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan átta marka sigur, 36-28, á SönderjyskE í kvöld.

Viktor Gísli stóð að venju vaktina í marki GOG og átti mjög fínan leik. Varði hann alls 11 skot og var með 37 prósent markvörslu. Hinum megin á vellinum átti Sveinn Jóhannsson stórleik en hann var markahæstur með sjö mörk í liði SönderjyskE.

Það dugði ekki til og GOG vann átta marka sigur, 36-28. Viktor Gísli og liðsfélagar hans eru þar með komnir í undanúrslit.

Ágúst Elí Björgvinsson var einnig í eldlínunni í kvöld er Kolding tapaði gegn Bjerringbro/Silkeborg. Lokatölur 27-23 þar sem Ágúst Elí varði fimm skot í marki Kolding.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×