Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 19:21 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. Nú eru um tuttugu þúsund manns á atvinnuleysisskrá og þar af hafa tæplega sex þúsund verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Í átaki stjórnvalda Hefjum störf sem hleypt var af stokkunum í mars geta fyrirtæki og frjáls félagasamtök að uppfylltum ákveðnum skilyrðu ráðið til sín alla sem hafa verið skráðir atvinnulausir í fjórar vikur eða lengur. Greiðir ríkið þá fullar atvinnuleysisbætur, 307.430, með því fólki í sex mánuði. Með ráðningu fólks sem hefur verið atvinnulaust lengur en í tólf mánuði greiðir ríkið laun upp að rúmum 472 þúsund krónum í sex mánuði. Að auki er 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóði greitt með öllum. Unnur Sverrisdóttir segir átak stjórnvalda Hefjum störf hafa skilað árangri.Stöð 2/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar segir fjölda starfa hafa verið skráður hjá stofnuninni frá því átakið hófst. „Það eru fjögur þúsund og sjö hundruð störf. Þar af er búið að ráða í þrettán hundruð. Þetta lofar mjög góðu.“ Og ennþá að detta inn ný störf? „Já, já. Það detta inn ný störf á hverjum degi,“ segir Unnur. Átakið sé því að virka og bjartsýni að aukast í samfélaginu. Útlit sé fyrir að atvinnulausum muni fækka mikið eftir því sem líða á sumarið. „Mér finnst þetta lofa mjög góðu, öll þessi störf sem komin eru inn. Fólk er svona að skoða og ég skora á atvinnuleitendur að fylgjast vel með á Mínum síðum,“ segir Unnur. Þar geti atvinnuleitendur fundið störf og fyrirtæki og félagasamtök skráð inn laus störf. Nú séu sömu fyrirtækin og sögðu fólki upp í fyrra að ráða til sín fólk. „Þetta eru gististaðirnir. Þetta er verslunin, veitingastaðirnir, flutingafyrirtækin. Þetta er ferðaþjónustan og tengd störf,“ segir Unnur. Sama gæsin hefur verpt á sama stað við Vinnumálastofnun í nokkur ár. Sum árin hefur hún reynt að koma með unga sína inn í húsakynni stofnunarinnar.Stöð 2/Sigurjón Og svo mætti halda að dýraríkið leiti líka á náðir Vinnumálastofnunar. Í trjábeði fyrir utan stofnunina hefur gæs sest á hreiður og það ekki í fyrsta sinn og hefur áður reynt að komast inn með unga sína. Er hún að leita að atvinnu fyrir þá. Er hún að reyna að skrá þá atvinnulausa? „Það er kannski spurning að fara að gera það. Hún kemur hérna ár eftir ár og verpir. Þetta er alveg dásamlegur vorboði hérna,“ segir Unnur glöð í bragði. Vinnumarkaður Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Nú eru um tuttugu þúsund manns á atvinnuleysisskrá og þar af hafa tæplega sex þúsund verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Í átaki stjórnvalda Hefjum störf sem hleypt var af stokkunum í mars geta fyrirtæki og frjáls félagasamtök að uppfylltum ákveðnum skilyrðu ráðið til sín alla sem hafa verið skráðir atvinnulausir í fjórar vikur eða lengur. Greiðir ríkið þá fullar atvinnuleysisbætur, 307.430, með því fólki í sex mánuði. Með ráðningu fólks sem hefur verið atvinnulaust lengur en í tólf mánuði greiðir ríkið laun upp að rúmum 472 þúsund krónum í sex mánuði. Að auki er 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóði greitt með öllum. Unnur Sverrisdóttir segir átak stjórnvalda Hefjum störf hafa skilað árangri.Stöð 2/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar segir fjölda starfa hafa verið skráður hjá stofnuninni frá því átakið hófst. „Það eru fjögur þúsund og sjö hundruð störf. Þar af er búið að ráða í þrettán hundruð. Þetta lofar mjög góðu.“ Og ennþá að detta inn ný störf? „Já, já. Það detta inn ný störf á hverjum degi,“ segir Unnur. Átakið sé því að virka og bjartsýni að aukast í samfélaginu. Útlit sé fyrir að atvinnulausum muni fækka mikið eftir því sem líða á sumarið. „Mér finnst þetta lofa mjög góðu, öll þessi störf sem komin eru inn. Fólk er svona að skoða og ég skora á atvinnuleitendur að fylgjast vel með á Mínum síðum,“ segir Unnur. Þar geti atvinnuleitendur fundið störf og fyrirtæki og félagasamtök skráð inn laus störf. Nú séu sömu fyrirtækin og sögðu fólki upp í fyrra að ráða til sín fólk. „Þetta eru gististaðirnir. Þetta er verslunin, veitingastaðirnir, flutingafyrirtækin. Þetta er ferðaþjónustan og tengd störf,“ segir Unnur. Sama gæsin hefur verpt á sama stað við Vinnumálastofnun í nokkur ár. Sum árin hefur hún reynt að koma með unga sína inn í húsakynni stofnunarinnar.Stöð 2/Sigurjón Og svo mætti halda að dýraríkið leiti líka á náðir Vinnumálastofnunar. Í trjábeði fyrir utan stofnunina hefur gæs sest á hreiður og það ekki í fyrsta sinn og hefur áður reynt að komast inn með unga sína. Er hún að leita að atvinnu fyrir þá. Er hún að reyna að skrá þá atvinnulausa? „Það er kannski spurning að fara að gera það. Hún kemur hérna ár eftir ár og verpir. Þetta er alveg dásamlegur vorboði hérna,“ segir Unnur glöð í bragði.
Vinnumarkaður Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira