Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 19:21 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. Nú eru um tuttugu þúsund manns á atvinnuleysisskrá og þar af hafa tæplega sex þúsund verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Í átaki stjórnvalda Hefjum störf sem hleypt var af stokkunum í mars geta fyrirtæki og frjáls félagasamtök að uppfylltum ákveðnum skilyrðu ráðið til sín alla sem hafa verið skráðir atvinnulausir í fjórar vikur eða lengur. Greiðir ríkið þá fullar atvinnuleysisbætur, 307.430, með því fólki í sex mánuði. Með ráðningu fólks sem hefur verið atvinnulaust lengur en í tólf mánuði greiðir ríkið laun upp að rúmum 472 þúsund krónum í sex mánuði. Að auki er 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóði greitt með öllum. Unnur Sverrisdóttir segir átak stjórnvalda Hefjum störf hafa skilað árangri.Stöð 2/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar segir fjölda starfa hafa verið skráður hjá stofnuninni frá því átakið hófst. „Það eru fjögur þúsund og sjö hundruð störf. Þar af er búið að ráða í þrettán hundruð. Þetta lofar mjög góðu.“ Og ennþá að detta inn ný störf? „Já, já. Það detta inn ný störf á hverjum degi,“ segir Unnur. Átakið sé því að virka og bjartsýni að aukast í samfélaginu. Útlit sé fyrir að atvinnulausum muni fækka mikið eftir því sem líða á sumarið. „Mér finnst þetta lofa mjög góðu, öll þessi störf sem komin eru inn. Fólk er svona að skoða og ég skora á atvinnuleitendur að fylgjast vel með á Mínum síðum,“ segir Unnur. Þar geti atvinnuleitendur fundið störf og fyrirtæki og félagasamtök skráð inn laus störf. Nú séu sömu fyrirtækin og sögðu fólki upp í fyrra að ráða til sín fólk. „Þetta eru gististaðirnir. Þetta er verslunin, veitingastaðirnir, flutingafyrirtækin. Þetta er ferðaþjónustan og tengd störf,“ segir Unnur. Sama gæsin hefur verpt á sama stað við Vinnumálastofnun í nokkur ár. Sum árin hefur hún reynt að koma með unga sína inn í húsakynni stofnunarinnar.Stöð 2/Sigurjón Og svo mætti halda að dýraríkið leiti líka á náðir Vinnumálastofnunar. Í trjábeði fyrir utan stofnunina hefur gæs sest á hreiður og það ekki í fyrsta sinn og hefur áður reynt að komast inn með unga sína. Er hún að leita að atvinnu fyrir þá. Er hún að reyna að skrá þá atvinnulausa? „Það er kannski spurning að fara að gera það. Hún kemur hérna ár eftir ár og verpir. Þetta er alveg dásamlegur vorboði hérna,“ segir Unnur glöð í bragði. Vinnumarkaður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Nú eru um tuttugu þúsund manns á atvinnuleysisskrá og þar af hafa tæplega sex þúsund verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Í átaki stjórnvalda Hefjum störf sem hleypt var af stokkunum í mars geta fyrirtæki og frjáls félagasamtök að uppfylltum ákveðnum skilyrðu ráðið til sín alla sem hafa verið skráðir atvinnulausir í fjórar vikur eða lengur. Greiðir ríkið þá fullar atvinnuleysisbætur, 307.430, með því fólki í sex mánuði. Með ráðningu fólks sem hefur verið atvinnulaust lengur en í tólf mánuði greiðir ríkið laun upp að rúmum 472 þúsund krónum í sex mánuði. Að auki er 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóði greitt með öllum. Unnur Sverrisdóttir segir átak stjórnvalda Hefjum störf hafa skilað árangri.Stöð 2/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar segir fjölda starfa hafa verið skráður hjá stofnuninni frá því átakið hófst. „Það eru fjögur þúsund og sjö hundruð störf. Þar af er búið að ráða í þrettán hundruð. Þetta lofar mjög góðu.“ Og ennþá að detta inn ný störf? „Já, já. Það detta inn ný störf á hverjum degi,“ segir Unnur. Átakið sé því að virka og bjartsýni að aukast í samfélaginu. Útlit sé fyrir að atvinnulausum muni fækka mikið eftir því sem líða á sumarið. „Mér finnst þetta lofa mjög góðu, öll þessi störf sem komin eru inn. Fólk er svona að skoða og ég skora á atvinnuleitendur að fylgjast vel með á Mínum síðum,“ segir Unnur. Þar geti atvinnuleitendur fundið störf og fyrirtæki og félagasamtök skráð inn laus störf. Nú séu sömu fyrirtækin og sögðu fólki upp í fyrra að ráða til sín fólk. „Þetta eru gististaðirnir. Þetta er verslunin, veitingastaðirnir, flutingafyrirtækin. Þetta er ferðaþjónustan og tengd störf,“ segir Unnur. Sama gæsin hefur verpt á sama stað við Vinnumálastofnun í nokkur ár. Sum árin hefur hún reynt að koma með unga sína inn í húsakynni stofnunarinnar.Stöð 2/Sigurjón Og svo mætti halda að dýraríkið leiti líka á náðir Vinnumálastofnunar. Í trjábeði fyrir utan stofnunina hefur gæs sest á hreiður og það ekki í fyrsta sinn og hefur áður reynt að komast inn með unga sína. Er hún að leita að atvinnu fyrir þá. Er hún að reyna að skrá þá atvinnulausa? „Það er kannski spurning að fara að gera það. Hún kemur hérna ár eftir ár og verpir. Þetta er alveg dásamlegur vorboði hérna,“ segir Unnur glöð í bragði.
Vinnumarkaður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira