Fótbolti

Evrópu­meistararnir mæta á Laugar­dals­völl í fyrsta leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið hefur undankeppn HM 2023 á því að mæta Evrópumeisturum Hollands.
Íslenska kvennalandsliðið hefur undankeppn HM 2023 á því að mæta Evrópumeisturum Hollands. Matteo Ciambelli/Getty Images

Leikjaniðurröðun fyrir undankeppni HM kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023 hefur nú verið staðfest. Evrópumeistarar Hollands koma hingað til lands í fyrstu umferð.

Íslands er í C-riðli ásamt Hollandi, Tékklandi, Hvíta-Rússlandi og Kýpur. Ísland var í öðrum styrkleikaflokki og Holland því eina þjóðin sem er fyrir fram talin sterkari en íslenska liðið.

Reikna má með að hin 24 ára gamla Vivianne Miedema. Hún hefur spilað með Arsenal síðan 2017 og skorað 66 mörk í 60 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hún á að baki 95 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 71 mark. 

Evrópumeistarar Hollands koma hingað til lands þann 21. september á þessu ári. Raunar er það þannig að Ísland hefur leik á þremur heimaleikjum en Tékkland mætir á Laugardalsvöll þann 22. október og fjórum dögum síðar Kýpur.

Lokaleikur Íslands er svo gegn Hollandi ytra en hér að neðan má sjá leikjaniðurröðun Íslands.

Leik­ir Íslands

Ísland - Hol­land, 21. sept­em­ber 2021

Ísland - Tékk­land, 22. októ­ber 2021

Ísland - Kýp­ur, 26. októ­ber 2021

Kýp­ur - Ísland, 30. nóvember 2021

Hvíta Rúss­land - Ísland, 7. apríl 2022

Tékk­land - Ísland, 12. apríl 2022

Ísland - Hvíta Rúss­land, 2. september 2022

Hol­land - Ísland, 6. september 2022




Fleiri fréttir

Sjá meira


×