Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2021 16:49 Stemmningunni í Laugardalshöll í dag hefur verið líkt við pylsupartý enda voru karlmenn í miklum meirihluta eftir því sem leið á daginn. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni. Stemmningunni í Laugardalshöll í dag hefur verið lýst sem pylsupartýi vegna þess að langflestir sem fengu sprautu í dag eru karlmenn. Ástæðan er sú að konur yngri en 55 ára fá ekki bóluefni AstraZeneca sem er bóluefnið sem notað var í dag. „Þetta var Svandís og strákarnir,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var á meðal þeirra sem bólusett voru fyrir hádegi. Eftir hádegi má segja að karlarnir hafi átt sviðið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk sprautu með bóluefni AstraZeneca í dag.Vísir/vilhelm Ragnheiður Ósk var að blanda í síðustu sprauturnar nú á fimmta tímanum og á leiðinni niður í Laugardalshöll. Þar verða þau þar til sprauta númer 12800 hefur verið gefin á eftir. „Þetta er langstærsti dagurinn,“ segir Ragnheiður Ósk en aldrei hafa fleiri verið bólusettir. Nú síðdegis var röðin inn í Laugardalshöll orðin lengri en nokkru sinni fyrr eins og sjá má á myndinni að ofan. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið rosalega vel, eins og smurð vél.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk sprautu í morgun og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sömuleiðis síðar í dag. Astra komið á sinn stað. Gaman að sjá framkvæmdina í Laugardalshöll, allt til fyrirmyndar. Það birtir til.Posted by Bjarni Benediktsson on Thursday, May 6, 2021 Á morgun verður rólegra að gera í Laugardalshöll en þá verða um þrjú þúsund manns með undirliggjandi sjúkdóma sprautaðir með bóluefni Moderna. Mikil stemmning var í Laugardalshöllinni í dag eins og undanfarna daga en Daddi disco þeytir skífum með hressandi tónlist allan liðlangan daginn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. maí 2021 12:30 Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 „Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6. maí 2021 10:13 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Stemmningunni í Laugardalshöll í dag hefur verið lýst sem pylsupartýi vegna þess að langflestir sem fengu sprautu í dag eru karlmenn. Ástæðan er sú að konur yngri en 55 ára fá ekki bóluefni AstraZeneca sem er bóluefnið sem notað var í dag. „Þetta var Svandís og strákarnir,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var á meðal þeirra sem bólusett voru fyrir hádegi. Eftir hádegi má segja að karlarnir hafi átt sviðið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk sprautu með bóluefni AstraZeneca í dag.Vísir/vilhelm Ragnheiður Ósk var að blanda í síðustu sprauturnar nú á fimmta tímanum og á leiðinni niður í Laugardalshöll. Þar verða þau þar til sprauta númer 12800 hefur verið gefin á eftir. „Þetta er langstærsti dagurinn,“ segir Ragnheiður Ósk en aldrei hafa fleiri verið bólusettir. Nú síðdegis var röðin inn í Laugardalshöll orðin lengri en nokkru sinni fyrr eins og sjá má á myndinni að ofan. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið rosalega vel, eins og smurð vél.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk sprautu í morgun og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sömuleiðis síðar í dag. Astra komið á sinn stað. Gaman að sjá framkvæmdina í Laugardalshöll, allt til fyrirmyndar. Það birtir til.Posted by Bjarni Benediktsson on Thursday, May 6, 2021 Á morgun verður rólegra að gera í Laugardalshöll en þá verða um þrjú þúsund manns með undirliggjandi sjúkdóma sprautaðir með bóluefni Moderna. Mikil stemmning var í Laugardalshöllinni í dag eins og undanfarna daga en Daddi disco þeytir skífum með hressandi tónlist allan liðlangan daginn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. maí 2021 12:30 Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 „Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6. maí 2021 10:13 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. maí 2021 12:30
Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47
„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6. maí 2021 10:13