Berglind sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2021 07:02 Berglind fer yfir lífið í samtali við Snæbjörn. Berglind Guðmundsdóttir er konan á bak við hina geysi vinsælu uppskriftasíðu Gulur, rauður, grænn & salt. Síðuna hefur hún rekið í nær tíu ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað landanum að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera Gulur, rauður, grænn & salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar Aldrei ein. Berglind er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum ræðir Snæbjörn við hana um þá ákvörðun að giftast sjálfri sér. Eitt sinn ákvað Berglind í hálfgerðu gríni að giftast sjálfri sér eftir að sonur hennar hafði spurt hana hvort hún myndi nokkurn tímann gifta sig aftur, fráskilin konan. Það var síðan á ferðalagi í Sikiley árið 2019 að henni dettur í hug að giftast sjálfri sér því þar var allt svo brúðkaupslegt. Þar græddi hún aukadag og tók þá ákvörðun að giftast sjálfri sér í alvöru. Hún fór með heit til sjálfrar síns og ákvað þann dag að velja sjálfa sig. Henni þótti þetta hálf vandræðalegt í upphafi en hefur þó aldrei beðist afsökunar á þessari ákvörðun né slegið henni upp í grín. Út frá því bjó hún til þættina Aldrei ein sem voru teknir upp í Sikiley. „Ég fer til Sikileyjar og er þá að flakka um eyjuna og áður en ég fer til Salina þar sem brúðkaupi á sér stað þá er sonur minn búinn að spyrja mig hvort ég ætli að giftast einhver tímann aftur. Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja en svara honum, kannski að ég giftist bara sjálfri mér,“ segir Berglind og heldur áfram. „Þaðan kemur þetta fyrst og honum finnst þetta mjög vandræðalegt. En ég þarf síðan að vera einum degi lengur í þessari ferð og þá var bara að vera segja mér, að ég yrði að giftast sjálfri mér. Þetta var þriggja vikna ferð og það eru ekki allir sem geta verið einir með sjálfum sér í þennan tíma.“ Berglind fer ítarlega yfir þessa sögu hér að neðan. Klippa: Sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Síðuna hefur hún rekið í nær tíu ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað landanum að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera Gulur, rauður, grænn & salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar Aldrei ein. Berglind er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum ræðir Snæbjörn við hana um þá ákvörðun að giftast sjálfri sér. Eitt sinn ákvað Berglind í hálfgerðu gríni að giftast sjálfri sér eftir að sonur hennar hafði spurt hana hvort hún myndi nokkurn tímann gifta sig aftur, fráskilin konan. Það var síðan á ferðalagi í Sikiley árið 2019 að henni dettur í hug að giftast sjálfri sér því þar var allt svo brúðkaupslegt. Þar græddi hún aukadag og tók þá ákvörðun að giftast sjálfri sér í alvöru. Hún fór með heit til sjálfrar síns og ákvað þann dag að velja sjálfa sig. Henni þótti þetta hálf vandræðalegt í upphafi en hefur þó aldrei beðist afsökunar á þessari ákvörðun né slegið henni upp í grín. Út frá því bjó hún til þættina Aldrei ein sem voru teknir upp í Sikiley. „Ég fer til Sikileyjar og er þá að flakka um eyjuna og áður en ég fer til Salina þar sem brúðkaupi á sér stað þá er sonur minn búinn að spyrja mig hvort ég ætli að giftast einhver tímann aftur. Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja en svara honum, kannski að ég giftist bara sjálfri mér,“ segir Berglind og heldur áfram. „Þaðan kemur þetta fyrst og honum finnst þetta mjög vandræðalegt. En ég þarf síðan að vera einum degi lengur í þessari ferð og þá var bara að vera segja mér, að ég yrði að giftast sjálfri mér. Þetta var þriggja vikna ferð og það eru ekki allir sem geta verið einir með sjálfum sér í þennan tíma.“ Berglind fer ítarlega yfir þessa sögu hér að neðan. Klippa: Sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira