Chelsea gæti unnið tvær Meistaradeildir í vor fyrst allra liða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 11:00 Pernille Harder og Mason Mount fagna marki fyrir sín lið. Chelsea er að gera frábæra hluti hjá bæði körlum og konum á þessu tímabili. Samsett/Getty Það er gaman að vera stuðningsmaður Chelsea þessa dagana því bæði lið félagsins eru að gera frábæra hluti og gætu hlaðið á sig titlum á næstu vikum. Það er ekki nóg með að karlaliðið sé komið bæði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þá á kvennaliðið möguleika á því að vinna fernuna í fyrsta sinn. Chelsea are the first team ever to have a men's and women's team make the Champions League final in the same season pic.twitter.com/QSEXWW8qah— B/R Football (@brfootball) May 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem sama félag á lið í úrslitum bæði Meistaradeildar karla og Meistaradeildar kvenna og það yrði því auðvitað mjög sögulegt ef bæði liðin fagna sigri og vinna þessa eftirsóttu titla í vor. Chelsea konurnar komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn á dögunum eftir að hafa slegið út Bayern München. Þær hafa þegar tryggt sér sigur í enska deildarbikarnum og eru á toppi ensku deildarinnar. Þá er liðið í átta liða úrslitum enska bikarsins. Liðið vann mikilvægan sigur í gær en Chelsea steig þá skref í átta að því að vinna ensku úrvalsdeildina með því að vinna 2-0 útisigur á Tottenham. Chelsea er með tveggja stiga forskot á Manchester City. Ástralinn Sam Kerr skoraði bæði mörkin og er markahæst í deildinni. Knattspyrnustýran Emma Hayes er búin að byggja upp frábært lið hjá Chelsea en síðustu misseri hefur liðið styrkt sig með afbragðs knattspyrnukonum eins og hinni dönsku Pernille Harder og auðvitað Sam Kerr. Oh to be a Chelsea fan right now...2021 Uefa Women's Champions League final - Secured.2021 Uefa Men's Champions League final - Secured.Emma Hayes and Thomas Tuchel leading Chelsea on the European stage. https://t.co/CYH9tNRTSE#bbcfootball #UCL #UWCL #CFC pic.twitter.com/UQxBSNhEJw— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) May 5, 2021 Thomas Tuchel hefur breytt öllu hjá karlaliðinu síðan að hann tók við af Frank Lampard en á aðeins nokkrum mánuðum hefur Chelsea breyst úr að því virtist miðlungsliði í lið sem vann sannfærandi sigur á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea getur unnið tvær Meistaradeildir í vor. Úrslitaleikur stelpnanna fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 16. maí næstkomandi þar sem liðið mætir Barcelona. Daginn áður mætir karlaliðið Leicester City á Wembley í úrslitaleik enska bikarsins en úrslitaleikur Meistaradeildar karla fer fram í Istanbul í Tyrklandi 29. maí þar sem Chelsea mætir Manchester City. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Sjá meira
Það er ekki nóg með að karlaliðið sé komið bæði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þá á kvennaliðið möguleika á því að vinna fernuna í fyrsta sinn. Chelsea are the first team ever to have a men's and women's team make the Champions League final in the same season pic.twitter.com/QSEXWW8qah— B/R Football (@brfootball) May 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem sama félag á lið í úrslitum bæði Meistaradeildar karla og Meistaradeildar kvenna og það yrði því auðvitað mjög sögulegt ef bæði liðin fagna sigri og vinna þessa eftirsóttu titla í vor. Chelsea konurnar komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn á dögunum eftir að hafa slegið út Bayern München. Þær hafa þegar tryggt sér sigur í enska deildarbikarnum og eru á toppi ensku deildarinnar. Þá er liðið í átta liða úrslitum enska bikarsins. Liðið vann mikilvægan sigur í gær en Chelsea steig þá skref í átta að því að vinna ensku úrvalsdeildina með því að vinna 2-0 útisigur á Tottenham. Chelsea er með tveggja stiga forskot á Manchester City. Ástralinn Sam Kerr skoraði bæði mörkin og er markahæst í deildinni. Knattspyrnustýran Emma Hayes er búin að byggja upp frábært lið hjá Chelsea en síðustu misseri hefur liðið styrkt sig með afbragðs knattspyrnukonum eins og hinni dönsku Pernille Harder og auðvitað Sam Kerr. Oh to be a Chelsea fan right now...2021 Uefa Women's Champions League final - Secured.2021 Uefa Men's Champions League final - Secured.Emma Hayes and Thomas Tuchel leading Chelsea on the European stage. https://t.co/CYH9tNRTSE#bbcfootball #UCL #UWCL #CFC pic.twitter.com/UQxBSNhEJw— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) May 5, 2021 Thomas Tuchel hefur breytt öllu hjá karlaliðinu síðan að hann tók við af Frank Lampard en á aðeins nokkrum mánuðum hefur Chelsea breyst úr að því virtist miðlungsliði í lið sem vann sannfærandi sigur á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea getur unnið tvær Meistaradeildir í vor. Úrslitaleikur stelpnanna fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 16. maí næstkomandi þar sem liðið mætir Barcelona. Daginn áður mætir karlaliðið Leicester City á Wembley í úrslitaleik enska bikarsins en úrslitaleikur Meistaradeildar karla fer fram í Istanbul í Tyrklandi 29. maí þar sem Chelsea mætir Manchester City.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Sjá meira