Anníe Mist: Það fallegasta í heiminum er að vera þú sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir er að reyna að tryggja sér þáttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í haust en hún hefur tíu sinnum keppt um heimsmeistaratitilinn. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir er brautryðjandi í sögu CrossFit á Íslandi og þeim árangri hefði hún ekki náð nema að hafa trú á sjálfri og á því að feta nýja slóð. Anníe Mist heldur áfram að tala kjark og þor í fylgjendur sína sem eru yfir 1,3 milljónir talsins á Instagram. Anníe leggur áherslu á það í síðustu færslu sinni að hversu mikilvægt það sé að læra að hvíla sig en hætta ekki. Anníe kom sjálf til baka eftir erfið bakmeiðsli og hún er núna að snúa aftur eftir að hafa eignast stúlkubarn í ágústmánuði síðastliðnum. Það hefur reynt á en um leið hefur hún enn á ný tekið að sér hlutverk fyrirmyndarinnar og leyft öllum heiminum að fylgjast náið með ferlinu. Anníe Mist hefur tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit og fimm sinnum komist á verðlaunpall á heimsleikunum. Núna hefur hún sett stefnuna á því að komast á sína elleftu heimsleika á ferlinum. Hún varð efst íslensku stelpnanna í átta manna úrslitunum en keppir á sínu undanúrslitamótin í júní. „Ef þú verður þreyttur, lærðu að hvíla þig en ekki að hætta,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í færslu á Instagram síðu sinni en þar skrifar um hluti sem enginn má gleyma. „Eina leiðin til að ná árangri er að vera stöðugur. Vöxtur er vöxtur, sama hve lítill hann er,“ skrifaði Anníe. „Samanburður við aðra stelur af þér ánægjunni,“ skrifaði Anníe eða „Comparison is the THIEF of joy,“ upp á ensku. Hún endar síðan með því að leggja áherslu á að hver og einn eigi að standa með sjálfum sér en ekki að reyna að vera einhver annar. „Það fallegasta í heimi er að vera þú sjálfur,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Anníe Mist heldur áfram að tala kjark og þor í fylgjendur sína sem eru yfir 1,3 milljónir talsins á Instagram. Anníe leggur áherslu á það í síðustu færslu sinni að hversu mikilvægt það sé að læra að hvíla sig en hætta ekki. Anníe kom sjálf til baka eftir erfið bakmeiðsli og hún er núna að snúa aftur eftir að hafa eignast stúlkubarn í ágústmánuði síðastliðnum. Það hefur reynt á en um leið hefur hún enn á ný tekið að sér hlutverk fyrirmyndarinnar og leyft öllum heiminum að fylgjast náið með ferlinu. Anníe Mist hefur tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit og fimm sinnum komist á verðlaunpall á heimsleikunum. Núna hefur hún sett stefnuna á því að komast á sína elleftu heimsleika á ferlinum. Hún varð efst íslensku stelpnanna í átta manna úrslitunum en keppir á sínu undanúrslitamótin í júní. „Ef þú verður þreyttur, lærðu að hvíla þig en ekki að hætta,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í færslu á Instagram síðu sinni en þar skrifar um hluti sem enginn má gleyma. „Eina leiðin til að ná árangri er að vera stöðugur. Vöxtur er vöxtur, sama hve lítill hann er,“ skrifaði Anníe. „Samanburður við aðra stelur af þér ánægjunni,“ skrifaði Anníe eða „Comparison is the THIEF of joy,“ upp á ensku. Hún endar síðan með því að leggja áherslu á að hver og einn eigi að standa með sjálfum sér en ekki að reyna að vera einhver annar. „Það fallegasta í heimi er að vera þú sjálfur,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira