Körfubolti

Bjarni: Varnarleikur liðsins vann leikinn

Andri Már Eggertsson skrifar
Bjarni Magnússon ræðir við sitt lið.
Bjarni Magnússon ræðir við sitt lið. vísir/bára

Haukar tóku stórt skref með sigri í kvöld á Keflavík í átt að heimaleikja rétt í úrslitakeppninni. Haukar spiluðu mjög vel í kvöld og var Bjarni Magnússon þjálfari liðsins afar kátur með frammistöðuna.

„Við spiluðum frábæran varnarleik, það var allt annað að sjá til liðsins í fráköstunum og heilt yfir spiluðum við frábæra vörn í 35 mínútur sem varð til þess að við unnum leikinn,“ sagði Bjarni. 

Daniela Wallen Morillo leikmaður Keflavíkur fór á kostum í 1. leikhluta og gerði 13 af 16 stigum Keflavíkur. Daniela skoraði síðan ekki aftur fyrr en alveg undir lok leiksins.

„Ég hrósa sjaldan einstaklingum, en Elísabet Ýr Ægisdóttir kom inn á og spilaði mjög góða vörn á hana, við spiluðum vörnina bara eins og við vorum búnar að tala um,“ sagði Bjarni.

„Varnarlega spiluðum við mjög vel þar til það voru fimm mínútur eftir af leiknum þá slökuðum við mikið á og fórum við að hika talsvert meira en á endanum kláruðum við leikinn.“

Haukar fóru á kostum um miðjan fyrri hálfleik sem þeir héldu síðan sama plani í upphafi seinni hálfleiks og endaði áhlaup Hauka 16-0 og var Bjarni afar ánægður með þann hluta leiksins.

„Þriðji leikhluti hefur verið okkur til vandræða sem við höfum verið að reyna breyta, sem við gerðum í kvöld, sem varð svo bara til þess að við spiluðum verr í fjórða leikhluta en maður fær ekki allt í þessu lífi,“ sagði Bjarni léttur. 

Dómarar leiksins í kvöld voru mikið á milli tannana á báðum þjálfurunum í kvöld og þá sérstaklega Bjarna.

„Mér fannst vanta betri útskýringar um hvað þeir voru að leyfa í leiknum. Við fengum síðan mjög sérstaka óíþróttamannslega villu undir lok leiks sem var í engum takti við dómgsæluna fram að þessu tiltekna atviki,“ sagði Bjarni að lokum.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×