Innlent

Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ríki heims hafa tekið ólíka afstöðu gagnvart bólusetningu þungaðra kvenna.
Ríki heims hafa tekið ólíka afstöðu gagnvart bólusetningu þungaðra kvenna.

Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni á vef landlæknisembættisins.

Þar segir að ekki sér ráðlegt að bólusetja á fyrsta þriðjungi, þegar líffæramyndun sé í hámarki.

Í tilkynningunni segir að hér á landi hafi barnshafandi konur ekki verið tilgreindar í áhættuhópi vegna Covid-19. Erlendis sé þessu farið á ýmsan máta; sums staðar sé þunguðum konum forgangsraðað en í einstaka löndum séu þær ekki bólusettar.

„Mesta reynsla og góð er af notkun mRNA bóluefnanna fyrir barnshafandi konur þar sem þau voru fyrst á markað. Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um notkun Janssen bóluefnis hjá barnshafandi konum verða mRNA bóluefnin notuð fyrir þær hér á landi,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×