Krónan ákveðin blessun í krísunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 14:46 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/Vilhelm Sérstök umræða um efnahagsmál fór fram á Alþingi í dag að beiðni Jón Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar. Tekist var á um íslensku krónuna. Jón Steindór fór yfir stöðu efnahagsmála og vísaði til þess að í lok síðasta mánaðar hafi ríflega 25 þúsund manns verið atvinnulausir eða í minnkuðu starfshlutfalli. „Á sama tíma og þjóðin glímir við þetta mikla atvinnuleysi hækkar verðbólgan og hefur ekki verið hærri í rúm átta ár,“ sagði Jón og vísaði einnig til þess að skuldir ríkissjóðs hafi aukist verulega. „Gengisbreytingar einar leiddu á síðasta ári til aukningar upp á 45 milljarða króna. Lánin sem ríkisstjórnin hefur síðan tekið í erlendri mynt ýta undir þessa áhættu ríkissjóðs. Í verstu sviðsmyndinni mun þetta óhjákvæmilega bitna bæði á þjónustu við almenning og ráðstöfunarfé heimilanna.“ Hann sagði krónuna og gengissveiflur tengdar henni vandamálið. Hún vinni gegn markmiði um sjálfbæran hagvöxt byggðum á fjölbreyttum stoðum, nýsköpun og útflutningsgreinum. „Vextir á evrusvæðinu og í þeim ríkjum sem hafa tengt gjaldmiðil sinn við gengi evru eru langtum lægri en á Íslandi. Þetta þýðir meðal annars að íslenskur almenningur greiðir hærra verð fyrir lán sín. Fyrirtæki þurfa að standa straum af auknum kostnaði og ríkissjóður tekur ítrekaða áhættu með erlendri lántöku,“ sagði Jón. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist telja að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi vaxið á liðnum árum. Það hafi meðal annars skapað svigrúm fyrir lága vexti hér á landi. „Og svo má auðvitað spyrja: Hvernig ætli okkur hefði gengið að fara í gegnum þessa krísu sem við erum að fara í gegnum núna með gjaldmiðil sem væri ekki að endurspegla það áfall sem við urðum fyrir?“ spurði Bjarni og vísaði til þess að áfallið hér væri hlutfallslega mest í ferðaþjónustunni. „Það hefði ekkert litið öðruvísi út en við þekkjum annars staðar frá; það hefði verið stóraukið atvinnuleysi,“ sagði Bjarni. „Þá er enginn valkostur að sjá gjaldmiðilinn gefa aðeins eftir, sem er hans hlutverk við þær aðstæður og það er ákveðin blessun í því efni að hafa krónuna.“ Hann sagði einkennilegt að standa í miðri umræðu um nýjan gjaldmiðil á sama tíma og vextir séu í sögulegu lágmarki. Myndin sýnir þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs, ásamt verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Verðbólga hefur farið vaxandi frá því í byrjun árs 2020. Hún er í dag 4,6%.Seðlabankinn „Það er vissulega ákveðið áhyggjuefni að verðbólga sé núna í fjórum prósentum en það er engin óðaverðbólga á Íslandi og markaðirnir eru ekki að gera ráð fyrir neinni óðaverðbólgu. Þannig að okkur hefur farnast vel og við höfum tæki og tól til að bregðast við aðstæðum,“ sagði Bjarni. „Það er ekkert sem kemur okkur undan því að glíma við heimsfaraldur. En ef við höfum trú á framtíðinni og trú á þeim tækjum og tólum sem við höfum og beitum þeim rétt þá mun okkur áfram farnast vel.“ Alþingi Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Jón Steindór fór yfir stöðu efnahagsmála og vísaði til þess að í lok síðasta mánaðar hafi ríflega 25 þúsund manns verið atvinnulausir eða í minnkuðu starfshlutfalli. „Á sama tíma og þjóðin glímir við þetta mikla atvinnuleysi hækkar verðbólgan og hefur ekki verið hærri í rúm átta ár,“ sagði Jón og vísaði einnig til þess að skuldir ríkissjóðs hafi aukist verulega. „Gengisbreytingar einar leiddu á síðasta ári til aukningar upp á 45 milljarða króna. Lánin sem ríkisstjórnin hefur síðan tekið í erlendri mynt ýta undir þessa áhættu ríkissjóðs. Í verstu sviðsmyndinni mun þetta óhjákvæmilega bitna bæði á þjónustu við almenning og ráðstöfunarfé heimilanna.“ Hann sagði krónuna og gengissveiflur tengdar henni vandamálið. Hún vinni gegn markmiði um sjálfbæran hagvöxt byggðum á fjölbreyttum stoðum, nýsköpun og útflutningsgreinum. „Vextir á evrusvæðinu og í þeim ríkjum sem hafa tengt gjaldmiðil sinn við gengi evru eru langtum lægri en á Íslandi. Þetta þýðir meðal annars að íslenskur almenningur greiðir hærra verð fyrir lán sín. Fyrirtæki þurfa að standa straum af auknum kostnaði og ríkissjóður tekur ítrekaða áhættu með erlendri lántöku,“ sagði Jón. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist telja að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi vaxið á liðnum árum. Það hafi meðal annars skapað svigrúm fyrir lága vexti hér á landi. „Og svo má auðvitað spyrja: Hvernig ætli okkur hefði gengið að fara í gegnum þessa krísu sem við erum að fara í gegnum núna með gjaldmiðil sem væri ekki að endurspegla það áfall sem við urðum fyrir?“ spurði Bjarni og vísaði til þess að áfallið hér væri hlutfallslega mest í ferðaþjónustunni. „Það hefði ekkert litið öðruvísi út en við þekkjum annars staðar frá; það hefði verið stóraukið atvinnuleysi,“ sagði Bjarni. „Þá er enginn valkostur að sjá gjaldmiðilinn gefa aðeins eftir, sem er hans hlutverk við þær aðstæður og það er ákveðin blessun í því efni að hafa krónuna.“ Hann sagði einkennilegt að standa í miðri umræðu um nýjan gjaldmiðil á sama tíma og vextir séu í sögulegu lágmarki. Myndin sýnir þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs, ásamt verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Verðbólga hefur farið vaxandi frá því í byrjun árs 2020. Hún er í dag 4,6%.Seðlabankinn „Það er vissulega ákveðið áhyggjuefni að verðbólga sé núna í fjórum prósentum en það er engin óðaverðbólga á Íslandi og markaðirnir eru ekki að gera ráð fyrir neinni óðaverðbólgu. Þannig að okkur hefur farnast vel og við höfum tæki og tól til að bregðast við aðstæðum,“ sagði Bjarni. „Það er ekkert sem kemur okkur undan því að glíma við heimsfaraldur. En ef við höfum trú á framtíðinni og trú á þeim tækjum og tólum sem við höfum og beitum þeim rétt þá mun okkur áfram farnast vel.“
Alþingi Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira