Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2021 10:36 Alma Möller landlæknir var bólusett með bóluefni Pfizer klukkan tíu í morgun. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. Fjöldi fólks var bólusettur í dag í Laugardalshöll og náði röðin alla leið út Engjaveginn, þar sem Laugardalhöll stendur, og að hringtorginu á Reykjavegi þegar mest lét. Til stendur að bólusetja um 40 þúsund manns á landsvísu í þessari viku. Heimir Már Pétursson ræddi við Ölmu þegar hún mætti í Laugardalshöll í dag. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og segir hann stemninguna hafa verið mjög góða í Laugardalshöll þegar Alma gekk inn í salinn. Það var klappað fyrir Ölmu þegar hún hlaut bólusetninguna.Vísir/Vilhelm Klappað var fyrir henni í framhaldinu eins og gert var þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætti á dögunum. „Hægt að færa rök fyrir því að hjarðónæmi náist fyrr með því að taka úrtak úr öllum aldurshópum,“ sagði Alma áður en að hún var bólusett. „Þetta gengur stórkostlega vel og eina er að það er takmarkað framboð af bóluefninu.“ Röðin fyrir utan Laugardalshöll í morgun náði langar leiðir en tíu þúsund voru boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm Í vikunni verða samtals 14 þúsund bólusettir með bóluefninu frá Pfizer, 6.500 verða bólusettir með bóluefninu frá Janssen, 15 þúsund verða bólusettir með bóluefni AstraZeneca og á höfuðborgarsvæðinu verða fjögur þúsund bólusettir með bóluefni Moderna að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Alma hlaut fyrsta skammt bóluefnis Pfizer gegn Covid-19 í morgun.Vísir/Vilhelm Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk. 28. apríl 2021 19:46 Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fjöldi fólks var bólusettur í dag í Laugardalshöll og náði röðin alla leið út Engjaveginn, þar sem Laugardalhöll stendur, og að hringtorginu á Reykjavegi þegar mest lét. Til stendur að bólusetja um 40 þúsund manns á landsvísu í þessari viku. Heimir Már Pétursson ræddi við Ölmu þegar hún mætti í Laugardalshöll í dag. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og segir hann stemninguna hafa verið mjög góða í Laugardalshöll þegar Alma gekk inn í salinn. Það var klappað fyrir Ölmu þegar hún hlaut bólusetninguna.Vísir/Vilhelm Klappað var fyrir henni í framhaldinu eins og gert var þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætti á dögunum. „Hægt að færa rök fyrir því að hjarðónæmi náist fyrr með því að taka úrtak úr öllum aldurshópum,“ sagði Alma áður en að hún var bólusett. „Þetta gengur stórkostlega vel og eina er að það er takmarkað framboð af bóluefninu.“ Röðin fyrir utan Laugardalshöll í morgun náði langar leiðir en tíu þúsund voru boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm Í vikunni verða samtals 14 þúsund bólusettir með bóluefninu frá Pfizer, 6.500 verða bólusettir með bóluefninu frá Janssen, 15 þúsund verða bólusettir með bóluefni AstraZeneca og á höfuðborgarsvæðinu verða fjögur þúsund bólusettir með bóluefni Moderna að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Alma hlaut fyrsta skammt bóluefnis Pfizer gegn Covid-19 í morgun.Vísir/Vilhelm
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk. 28. apríl 2021 19:46 Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk. 28. apríl 2021 19:46
Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00
Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15