Prófum læknanema frestað vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2021 18:09 Fólk bíður í röð eftir að komast í skimun í borginni Bangalore á Indlandi. EPA/JAGADEESH NV Prófum læknanema á Indlandi hefur verið frestað svo þeir geti tekið þátt í baráttunni við Covid-19 þar í landi. Heilbrigðiskerfi Indlands ræður ekki við faraldurinn en er mikill skortur á sjúkrarúmum og súrefni. Smituðum hefur fjölgað gífurlega hratt en undanfarna tólf daga hefur fjöldi þeirra sem greinst hafa smitaðir fyrir yfir þrjú hundruð þúsund á degi hverjum. Í dag var tilkynnt að 368.147 hefðu greinst smitaðir milli daga og 3.417 hefðu dáið. Í heildina hafa tæplega 20 milljónir smitast og um 219 þúsund dáið, svo vitað sé. Sérfræðingar segja mögulegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í landinu sé fimm til tíu sinnum hærri. Í frétt Reuters segir að fólk með Covid-19 sé að deyja á bílastæðum sjúkrahúsa vegna álagsins á heilbrigðiskerfinu. Skrifstofa Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í dag að prófum læknanema á síðasta ári yrði frestað. Þau gætu því verið til aðstoðar á sjúkrahúsum, undir eftirliti lækna. Í tilkynningunni kom fram að þeir sem myndu taka þátt fengju forgang í ríkisstörf. Þau muni einnig fá heiðursorðu frá forsætisráðherranum, eftir að hafa aðstoðar í minnst hundrað daga. All such professionals who sign up for minimum 100 days of Covid duty and complete it successfully will also be given the Prime Minister s Distinguished Covid National Service Samman from Government of India.— PMO India (@PMOIndia) May 3, 2021 AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Modis hafi verið harðlega gagnrýnd vegna bylgjunnar sem gengur nú yfir landið og hvernig brugðist hefur verið við henni. Flokkur hans tapaði ríkisþingskosningum Í Vestur-Bengal og öðrum ríkjum. Sjá einnig: Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Heilbrigðisráðuneyti Indlands tilkynnti í dag að hlutfall þeirra sem greinast smitaðir, miðað við fjölda prófa, hefði lækkað milli daga og er það í fyrsta sinn frá 15. apríl. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Smituðum hefur fjölgað gífurlega hratt en undanfarna tólf daga hefur fjöldi þeirra sem greinst hafa smitaðir fyrir yfir þrjú hundruð þúsund á degi hverjum. Í dag var tilkynnt að 368.147 hefðu greinst smitaðir milli daga og 3.417 hefðu dáið. Í heildina hafa tæplega 20 milljónir smitast og um 219 þúsund dáið, svo vitað sé. Sérfræðingar segja mögulegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í landinu sé fimm til tíu sinnum hærri. Í frétt Reuters segir að fólk með Covid-19 sé að deyja á bílastæðum sjúkrahúsa vegna álagsins á heilbrigðiskerfinu. Skrifstofa Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í dag að prófum læknanema á síðasta ári yrði frestað. Þau gætu því verið til aðstoðar á sjúkrahúsum, undir eftirliti lækna. Í tilkynningunni kom fram að þeir sem myndu taka þátt fengju forgang í ríkisstörf. Þau muni einnig fá heiðursorðu frá forsætisráðherranum, eftir að hafa aðstoðar í minnst hundrað daga. All such professionals who sign up for minimum 100 days of Covid duty and complete it successfully will also be given the Prime Minister s Distinguished Covid National Service Samman from Government of India.— PMO India (@PMOIndia) May 3, 2021 AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Modis hafi verið harðlega gagnrýnd vegna bylgjunnar sem gengur nú yfir landið og hvernig brugðist hefur verið við henni. Flokkur hans tapaði ríkisþingskosningum Í Vestur-Bengal og öðrum ríkjum. Sjá einnig: Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Heilbrigðisráðuneyti Indlands tilkynnti í dag að hlutfall þeirra sem greinast smitaðir, miðað við fjölda prófa, hefði lækkað milli daga og er það í fyrsta sinn frá 15. apríl.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14
Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32