Prófum læknanema frestað vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2021 18:09 Fólk bíður í röð eftir að komast í skimun í borginni Bangalore á Indlandi. EPA/JAGADEESH NV Prófum læknanema á Indlandi hefur verið frestað svo þeir geti tekið þátt í baráttunni við Covid-19 þar í landi. Heilbrigðiskerfi Indlands ræður ekki við faraldurinn en er mikill skortur á sjúkrarúmum og súrefni. Smituðum hefur fjölgað gífurlega hratt en undanfarna tólf daga hefur fjöldi þeirra sem greinst hafa smitaðir fyrir yfir þrjú hundruð þúsund á degi hverjum. Í dag var tilkynnt að 368.147 hefðu greinst smitaðir milli daga og 3.417 hefðu dáið. Í heildina hafa tæplega 20 milljónir smitast og um 219 þúsund dáið, svo vitað sé. Sérfræðingar segja mögulegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í landinu sé fimm til tíu sinnum hærri. Í frétt Reuters segir að fólk með Covid-19 sé að deyja á bílastæðum sjúkrahúsa vegna álagsins á heilbrigðiskerfinu. Skrifstofa Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í dag að prófum læknanema á síðasta ári yrði frestað. Þau gætu því verið til aðstoðar á sjúkrahúsum, undir eftirliti lækna. Í tilkynningunni kom fram að þeir sem myndu taka þátt fengju forgang í ríkisstörf. Þau muni einnig fá heiðursorðu frá forsætisráðherranum, eftir að hafa aðstoðar í minnst hundrað daga. All such professionals who sign up for minimum 100 days of Covid duty and complete it successfully will also be given the Prime Minister s Distinguished Covid National Service Samman from Government of India.— PMO India (@PMOIndia) May 3, 2021 AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Modis hafi verið harðlega gagnrýnd vegna bylgjunnar sem gengur nú yfir landið og hvernig brugðist hefur verið við henni. Flokkur hans tapaði ríkisþingskosningum Í Vestur-Bengal og öðrum ríkjum. Sjá einnig: Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Heilbrigðisráðuneyti Indlands tilkynnti í dag að hlutfall þeirra sem greinast smitaðir, miðað við fjölda prófa, hefði lækkað milli daga og er það í fyrsta sinn frá 15. apríl. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Smituðum hefur fjölgað gífurlega hratt en undanfarna tólf daga hefur fjöldi þeirra sem greinst hafa smitaðir fyrir yfir þrjú hundruð þúsund á degi hverjum. Í dag var tilkynnt að 368.147 hefðu greinst smitaðir milli daga og 3.417 hefðu dáið. Í heildina hafa tæplega 20 milljónir smitast og um 219 þúsund dáið, svo vitað sé. Sérfræðingar segja mögulegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í landinu sé fimm til tíu sinnum hærri. Í frétt Reuters segir að fólk með Covid-19 sé að deyja á bílastæðum sjúkrahúsa vegna álagsins á heilbrigðiskerfinu. Skrifstofa Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í dag að prófum læknanema á síðasta ári yrði frestað. Þau gætu því verið til aðstoðar á sjúkrahúsum, undir eftirliti lækna. Í tilkynningunni kom fram að þeir sem myndu taka þátt fengju forgang í ríkisstörf. Þau muni einnig fá heiðursorðu frá forsætisráðherranum, eftir að hafa aðstoðar í minnst hundrað daga. All such professionals who sign up for minimum 100 days of Covid duty and complete it successfully will also be given the Prime Minister s Distinguished Covid National Service Samman from Government of India.— PMO India (@PMOIndia) May 3, 2021 AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Modis hafi verið harðlega gagnrýnd vegna bylgjunnar sem gengur nú yfir landið og hvernig brugðist hefur verið við henni. Flokkur hans tapaði ríkisþingskosningum Í Vestur-Bengal og öðrum ríkjum. Sjá einnig: Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Heilbrigðisráðuneyti Indlands tilkynnti í dag að hlutfall þeirra sem greinast smitaðir, miðað við fjölda prófa, hefði lækkað milli daga og er það í fyrsta sinn frá 15. apríl.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14
Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32