Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2021 10:57 Modi forsætisráðherra lét skegg sitt vaxa sítt til að koma sér í mjúkinn hjá kjósendum í Vestur-Bengal. Stuðningsmenn hans líktu honum við dáðasta son ríkisins, Nóbelsverðlaunaskáldið Rabindranath Tagore. Vísir/EPA Flokkur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tapaði ríkisþingskosningum í Vestur-Bengal þrátt fyrir að hann hefði lagt ofurkapp á það í kosningabaráttunni. Modi var jafnvel sakaður um að láta kosningarnar sig meiru varða en kórónuveirufaraldurinn sem geisar nú stjórnlaust víða um landið. Kosningarnar í Vestur-Bengal og fjórum öðrum ríkjum fóru fram í skugga ófremdarástands vegna faraldursins. Fleiri en 300.000 manns hafa nú greinst smitaðir af veirunni á hverjum einasta degi í tíu daga í röð. Í gær var slegið met um dauðsföll á einum degi þegar greint var frá 3.689 dauðsföllum. Svo svart er ástandið að sjúkrahús skortir fleiri pláss og súrefni til að gefa sjúklingum í andnauð. Að minnsta kosti tólf sjúklingar létust þegar súrefni kláraðist á sjúkrahúsi í Delí í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir stöðu faraldursins háði BJP-flokkur Modi forsætisráðherra umfangsmikla kosningabaráttu í Vestur-Bengal. Modi sjálfur ferðaðist ítrekað þangað á kosningafundi. Fjöldafundirnar og kosningarnar hafa verið tengdar við fjölgun smitaðra þar og Modi hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að vanrækja skyldur sínar sem forsætisráðherra með tíðum ferðum sínum til að vinna hugi og hjörtu Bengala. BJP-flokkur Modi hélt fjölda kosningafunda í aðdraganda ríkisþingkosninganna. Þeir hafa meðal annars verið tengdir við fjölgun kórónuveirusmita undanfarnar vikur.Vísir/EPA Allt kom þó fyrir ekki og fór Mamata Banjeree, sitjandi ríkisstjóri Vestur-Bengal, og flokkur hennar með sigur af hólmi. Banjeree hefur verið harður gagnrýnandi Modi. Sigur hennar kom stjórnmálaskýrendum á óvart í ljósi þess hversu miklu flokkur Modi tjaldaði til í kosningabaráttunni, bæði tíma og peningum, að því er BBC segir frá. Banjeree sagði að úrslitin í Vestur-Bengal hefðu bjargað Indlandi og að hún ætlaði að gerast baráttuna við faraldurinn að helsta forgangsmáli sínu. Sjálf tapaði hún þó sæti sínu á ríkisþinginu fyrir fyrrverandi aðstoðarmanni sem gekk til liðs við BJP. Segist Banjeree ætla að skjóta úrslitum til dómstóla. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Kosningarnar í Vestur-Bengal og fjórum öðrum ríkjum fóru fram í skugga ófremdarástands vegna faraldursins. Fleiri en 300.000 manns hafa nú greinst smitaðir af veirunni á hverjum einasta degi í tíu daga í röð. Í gær var slegið met um dauðsföll á einum degi þegar greint var frá 3.689 dauðsföllum. Svo svart er ástandið að sjúkrahús skortir fleiri pláss og súrefni til að gefa sjúklingum í andnauð. Að minnsta kosti tólf sjúklingar létust þegar súrefni kláraðist á sjúkrahúsi í Delí í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir stöðu faraldursins háði BJP-flokkur Modi forsætisráðherra umfangsmikla kosningabaráttu í Vestur-Bengal. Modi sjálfur ferðaðist ítrekað þangað á kosningafundi. Fjöldafundirnar og kosningarnar hafa verið tengdar við fjölgun smitaðra þar og Modi hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að vanrækja skyldur sínar sem forsætisráðherra með tíðum ferðum sínum til að vinna hugi og hjörtu Bengala. BJP-flokkur Modi hélt fjölda kosningafunda í aðdraganda ríkisþingkosninganna. Þeir hafa meðal annars verið tengdir við fjölgun kórónuveirusmita undanfarnar vikur.Vísir/EPA Allt kom þó fyrir ekki og fór Mamata Banjeree, sitjandi ríkisstjóri Vestur-Bengal, og flokkur hennar með sigur af hólmi. Banjeree hefur verið harður gagnrýnandi Modi. Sigur hennar kom stjórnmálaskýrendum á óvart í ljósi þess hversu miklu flokkur Modi tjaldaði til í kosningabaráttunni, bæði tíma og peningum, að því er BBC segir frá. Banjeree sagði að úrslitin í Vestur-Bengal hefðu bjargað Indlandi og að hún ætlaði að gerast baráttuna við faraldurinn að helsta forgangsmáli sínu. Sjálf tapaði hún þó sæti sínu á ríkisþinginu fyrir fyrrverandi aðstoðarmanni sem gekk til liðs við BJP. Segist Banjeree ætla að skjóta úrslitum til dómstóla.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14