Menning

Út­gáfu­styrkja­beiðnir aldrei verið fleiri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Umsóknir um styrki til bókaútgáfu hafa aldrei verið fleiri.
Umsóknir um styrki til bókaútgáfu hafa aldrei verið fleiri. Getty

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 28 milljónum í útgáfustyrki til 55 bókmenntaverka. Alls bárust 116 umsóknir um rúmar 130 milljónir króna og hafa þær aldrei verið fleiri.

Á síðasta ári bárust 69 umsóknir um útgáfustyrki og hefur því umsóknum fjölgað um 68 prósent milli ára.

„Það má því álykta að mikil gróska sé í útgáfu íslenskra ritverka og von sé á spennandi verkum um bókmenntir, náttúru, byggingarlist, sagnfræði, hönnun, þjóðmál, tungumál og margt fleira á næstunni,“ segir í tilkynningu á vef miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Hægt er að skoða þau verk sem hlutu útgáfustyrk í ár hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.