Sjöfaldur NBA meistari útskrifaðist úr háskóla um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 13:31 Robert Horry stoltur við hlið móður sinnar sem er með prófskírteinið hans. Twitter/@RKHorry Körfuboltastjarnan Robert Horry stóð við loforðið sem hann gaf móður sinni og fór aftur í skóla til að útskrifast. Stjörnuleikmenn í NBA-deildinni þurfa ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni þegar ferlinum lýkur en einn þeirra vildi klára það sem hann byrjaði á fyrir þremur áratugum. Robert Horry fékk meira en 53 milljónir dollara í laun á körfuboltaferli sínum, meira en sex milljarða íslenskra króna, en hann átti magnaðan feril í NBA deildinni í körfubolta þar sem hann vann titilinn með þremur liðum og setti niður mörg mikilvæg skot á úrslitastundu. Horry kláraði hins vegar ekki háskólanámið áður en hann fór í atvinnumennsku í NBA-deildinni. Look mama I made it #RTR pic.twitter.com/Tdk5oQmgrH— Robert Horry (@RKHorry) May 2, 2021 Horry var í Alabama háskólanum frá 1988 til 1992 en náði ekki að útskrifast. Hann ákvað að drífa sig í því að klára námið og útskrifaðist um helgina. Hann setti inn myndir á samfélagsmiðla sína og skrifaði undir: Mamma, ég kláraði þetta. Houston Rockets valdi hann númer ellefu í nýliðavalinu 1992 og hann var fljótur að kynnast því að verða meistari. Horry varð sjö sinnum NBA meistari með Houston Rockets (1994 og 1995), Los Angeles Lakers (2000, 2001, og 2002) og San Antonio Spurs (2005 og 2007) og fékk gælunafnið „Big Shot Bob“ fyrir öll stóru skotin sem hann setti niður í úrslitakeppninni með þessum liðum. Horry lék alls 1107 deildarleiki á NBA ferlinum sem endaði tímabilið 2007-08. Hann spilaði líka 244 leiki í úrslitakeppninni. How It Started...How It s Going #RollTide pic.twitter.com/rkBl5cCW2I— Robert Horry (@RKHorry) May 2, 2021 NBA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira
Stjörnuleikmenn í NBA-deildinni þurfa ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni þegar ferlinum lýkur en einn þeirra vildi klára það sem hann byrjaði á fyrir þremur áratugum. Robert Horry fékk meira en 53 milljónir dollara í laun á körfuboltaferli sínum, meira en sex milljarða íslenskra króna, en hann átti magnaðan feril í NBA deildinni í körfubolta þar sem hann vann titilinn með þremur liðum og setti niður mörg mikilvæg skot á úrslitastundu. Horry kláraði hins vegar ekki háskólanámið áður en hann fór í atvinnumennsku í NBA-deildinni. Look mama I made it #RTR pic.twitter.com/Tdk5oQmgrH— Robert Horry (@RKHorry) May 2, 2021 Horry var í Alabama háskólanum frá 1988 til 1992 en náði ekki að útskrifast. Hann ákvað að drífa sig í því að klára námið og útskrifaðist um helgina. Hann setti inn myndir á samfélagsmiðla sína og skrifaði undir: Mamma, ég kláraði þetta. Houston Rockets valdi hann númer ellefu í nýliðavalinu 1992 og hann var fljótur að kynnast því að verða meistari. Horry varð sjö sinnum NBA meistari með Houston Rockets (1994 og 1995), Los Angeles Lakers (2000, 2001, og 2002) og San Antonio Spurs (2005 og 2007) og fékk gælunafnið „Big Shot Bob“ fyrir öll stóru skotin sem hann setti niður í úrslitakeppninni með þessum liðum. Horry lék alls 1107 deildarleiki á NBA ferlinum sem endaði tímabilið 2007-08. Hann spilaði líka 244 leiki í úrslitakeppninni. How It Started...How It s Going #RollTide pic.twitter.com/rkBl5cCW2I— Robert Horry (@RKHorry) May 2, 2021
NBA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira