Fótbolti

Jafntefli hefði ekki verið ósanngjörn úrslit úr þessum leik

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar þjálfari Keflavíkur, og Blair.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar þjálfari Keflavíkur, og Blair.

Nýliðar Pepsi-Max deildarinnar, Keflavík sóttu Víking heim í fyrsta leik beggja liða í Pepsi Max- deildinni í kvöld. 

„Ég er svekktur að við töpuðum þessu. Mér fannst það óþarfi. Við fengum okkar færi og hefðum átt að nýta þau betur, við erum vanir að nýta þau betur,“ sagði Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur eftir tap á móti Víking í kvöld.

Keflvíkingar áttu erfitt með að halda boltanum bróðurpart leiksins.

„Við hefðum mátt halda honum betur. Vera aðeins þolinmóðari í að byggja upp sóknirnar okkar. Við ætluðum að skora tvö í hverri sókn, það á stundum við um svona ungt og reynslulítið lið. Við þurfum að bæta okkur leik frá leik þannig við hlökkum til næsta leiks.“

Keflavík eiga Stjörnuna í næstum umferð og ýmislegt sem hægt er að bæta frá þessum leik.

„Við þurfum að halda boltanum meira innan liðsins og spila okkar leik. Mér fannst við óþolinmóðir í dag og við vorum of mikið í löngum sendingum.“

„Við byrjuðum leikinn ekki vel og við getum líka skoðað það en alltaf þegar maður tapar þá felst í því eitthver lærdómur. Við skoðum leikinn og reyna að læra af honum og gera betur í næsta leik,“ sagði Sigurður að lokum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×