Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2021 20:01 Strati Hvartos og Caroline Fiorito, ferðalangar frá Los Angeles, voru spennt fyrir Íslandsferðinni. Vísir/Sigurjón Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Delta flýgur farþegum til landsins en félagið mun nú í maí hefja daglegt áætlunarflug milli Bandaríkjanna og Íslands. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði að koma ferðamannanna marki mögulega upphaf íslenska ferðasumarsins. Einhverra áhrifa virðist mögulega þegar farið að gæta í ferðaþjónustunni. „Ætli það hafi ekki selst jafnmikið síðustu viku og er búið að vera að seljast núna frá áramótum,“ sagði Hallgrímur Lárusson, bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni. Hann var mættur á Keflavíkurflugvöll í morgun til að sækja ferðamann sem kom með Delta-fluginu og aka honum á dvalarstað hans í Reykjavík. Hallgrímur Lárusson bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni.Vísir/Sigurjón Fréttastofa fylgdist með ferðamönnum streyma gegnum flugvöllinn í morgun. Flestir voru á því að Ísland væri öruggur valkostur í heimsfaraldri. „Við kusum Ísland því það virðist besti kosturinn nú í faraldrinum. Við teljum landið öruggasta staðinn að ferðast til. Einnig eru mjög fáir ferðamenn hér nú,“ sagði Strati Hvartos, ljósmyndari frá Los Angeles, sem stefnir á að vera hér á landi í tvær vikur ásamt kærustu sinni, leikmyndahönnuðinum Caroline Fiorito. Og allir sem fréttastofa ræddi við hlökkuðu til ferðalagsins um Ísland. Þær Yasmine Kim og Megan Newsom læknanemar voru mjög spenntar fyrir ferð sinni en þær stefndu á Suðurland. „Við vorum að ljúka læknanámi og þetta er því útskriftarferð,“ sagði Megan. Flugmaðurinn Rohan Bahtia var loks mættur í langþráð frí. „Við höfum beðið í eitt og hálft ár eftir því að komast til Íslands. Landið er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við erum glöð að vera komin.“ Koppa-fjölskyldan frá Bandaríkjunum; Sarah og Corey ásamt dætrum sínum þremur, þeim Sophiu, Ameliu og Annalise.Vísir/Sigurjón Tilhlökkunin gerði strax vart við sig í flugvélinni að sögn Koppa-fjölskyldunnar; Söruh, hjúkrunarfræðings, Corey, iðnaðarmanns, og dætra þeirra þriggja; Sophiu, Ameliu og Annalise. „Allir voru mjög spenntir að komast á annan stað en í Bandaríkjunum. Við hlökkum til að heimsækja annað land. Stemningin var mjög góð. Vélin var full,“ sagði Sarah. Elsta dóttirin Sophia kvaðst hlakka til ferðarinnar. Innt eftir því hverju hún væri spenntust fyrir sagði hún að það væru líklega fossarnir. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Delta flýgur farþegum til landsins en félagið mun nú í maí hefja daglegt áætlunarflug milli Bandaríkjanna og Íslands. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði að koma ferðamannanna marki mögulega upphaf íslenska ferðasumarsins. Einhverra áhrifa virðist mögulega þegar farið að gæta í ferðaþjónustunni. „Ætli það hafi ekki selst jafnmikið síðustu viku og er búið að vera að seljast núna frá áramótum,“ sagði Hallgrímur Lárusson, bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni. Hann var mættur á Keflavíkurflugvöll í morgun til að sækja ferðamann sem kom með Delta-fluginu og aka honum á dvalarstað hans í Reykjavík. Hallgrímur Lárusson bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni.Vísir/Sigurjón Fréttastofa fylgdist með ferðamönnum streyma gegnum flugvöllinn í morgun. Flestir voru á því að Ísland væri öruggur valkostur í heimsfaraldri. „Við kusum Ísland því það virðist besti kosturinn nú í faraldrinum. Við teljum landið öruggasta staðinn að ferðast til. Einnig eru mjög fáir ferðamenn hér nú,“ sagði Strati Hvartos, ljósmyndari frá Los Angeles, sem stefnir á að vera hér á landi í tvær vikur ásamt kærustu sinni, leikmyndahönnuðinum Caroline Fiorito. Og allir sem fréttastofa ræddi við hlökkuðu til ferðalagsins um Ísland. Þær Yasmine Kim og Megan Newsom læknanemar voru mjög spenntar fyrir ferð sinni en þær stefndu á Suðurland. „Við vorum að ljúka læknanámi og þetta er því útskriftarferð,“ sagði Megan. Flugmaðurinn Rohan Bahtia var loks mættur í langþráð frí. „Við höfum beðið í eitt og hálft ár eftir því að komast til Íslands. Landið er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við erum glöð að vera komin.“ Koppa-fjölskyldan frá Bandaríkjunum; Sarah og Corey ásamt dætrum sínum þremur, þeim Sophiu, Ameliu og Annalise.Vísir/Sigurjón Tilhlökkunin gerði strax vart við sig í flugvélinni að sögn Koppa-fjölskyldunnar; Söruh, hjúkrunarfræðings, Corey, iðnaðarmanns, og dætra þeirra þriggja; Sophiu, Ameliu og Annalise. „Allir voru mjög spenntir að komast á annan stað en í Bandaríkjunum. Við hlökkum til að heimsækja annað land. Stemningin var mjög góð. Vélin var full,“ sagði Sarah. Elsta dóttirin Sophia kvaðst hlakka til ferðarinnar. Innt eftir því hverju hún væri spenntust fyrir sagði hún að það væru líklega fossarnir.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Sjá meira