Stjórnvöld hafa reist háa múra, okkar er að brjóta þá niður! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2021 16:00 Til hamingju með daginn! Við búum að sterkri verkalýðsforystu, þar sem formenn margra félaga eru áberandi í kröfu sinni um afkomuöryggi sinna félagsmanna og hika ekki við að benda á þann ójöfnuð sem við búum við í dag. Þar sem auðugir hafa óhófleg völd á meðan hluti vinnuaflsins berst við að lifa á lágmarkslaunum, atvinnulausir súpa af skál fátæktar og fólk sem fallið hefur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa, er skammtað eins naumt og hægt er til að tóra en ekki að lifa. Þrepaskipting misréttis kristallast í þessari mynd. Stjórnvöldum eru mislagðar hendur þegar kemur að því að verja þá sem minnst hafa. Einum ráðherranna dettur ekkert betra í hug en að telja þjóðinni trú um að öryrkjar og fatlað fólk sé efnahagsleg ógn við þjóðarbúið og lyftir þar með fordómum gagnvart langveiku og fötluðu fólki. Aldraðir fá sömu útreið, þau sem búa á hjúkrunarheimilum, eru of dýr í rekstri, of dýr fyrir samfélagið sem þau sjálf skópu. Forysta ÖBÍ hefur í áratugi bent á misréttið sem stjórnvöld beita öryrkjum og fötluðu fólki. Nýjast bera að nefna að nú fær fatlað fólk ekki örorkumat, það á nefnilega að fækka öryrkjum. Almannatryggingakerfið sem á að grípa fólk sem ekkert annað hefur, stendur ekki lengur undir því hlutverki heldur skolar fólki út úr kerfinu, í allsleysið. ÖBÍ hefur barist fyrir því að fatlað fólk hafi aðgang að samfélaginu, að fólk sem orðið hefur fyrir slysum, veikindum eða fæðst fatlað, sé viðurkennt sem hluti af fjölbreytileika samfélagsins og hafi jöfn tækifæri til þátttöku í því. Til þess að það geti gerst verður fólk að hafa aðgang að efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttlæti! Verkefni stjórnvalda er að skapa fötluðu fólki tækifæri til að vera á vinnumarkaði, hafi það getu til þess. Kominn er tími til að þeir múrar sem reistir hafa verið milli fatlaðs fólks og þátttöku þess í samfélaginu verði teknir niður, þar eru skerðingar efstar á blaði. Íslendingar eiga heimsmet í að beita fatlað fólk skerðingum og skattlagningum, engin önnur þjóð beitir þennan samfélagshóp jafn grimmilegum aðgerðum. Afraksturinn er að hluti fatlaðs fólks býr við ævivarandi skort, fátækt sem eltir það inn í ellina, kúgað, niðurbrotið og vonlaust. ÖBÍ hefur mætt skilningi verkalýðsforystunnar, enda bent á að stærstur hluti þess fólks sem kemur nýr inn á örorku á hverju ári hefur verið á vinnumarkaði jafnvel í áratugi en missir öll réttindi við það að fatlast eða veikjast. Þar eru t.d. konur yfir fimmtugt stór hópur og karlar um sextugt, verkamenn, húsasmiðir og aðrir sem stundað hafa líkamlega erfiða vinnu. Þetta er kannski ekki hópurinn sem á afturkvæmt á vinnumarkað en þetta er hópurinn sem fær skilaboðin um að þau séu baggi á samfélaginu, þegar þau fá framfærslu sína sem ekki nær 230.000 kr. inn á reikningin um hver mánaðarmót. Þakklætið fyrir áratuga starf í þágu atvinnulífs og þjóðar! Það er nóg til er slagorð dagsins og það er satt, það er nóg til! Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt, fötlun er ekki skömm þess sem hana ber! Verið stolt og krefjist réttlætis. Ykkar er samfélagið eins og þeirra sem sitja við allsnægtarborðið! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn! Við búum að sterkri verkalýðsforystu, þar sem formenn margra félaga eru áberandi í kröfu sinni um afkomuöryggi sinna félagsmanna og hika ekki við að benda á þann ójöfnuð sem við búum við í dag. Þar sem auðugir hafa óhófleg völd á meðan hluti vinnuaflsins berst við að lifa á lágmarkslaunum, atvinnulausir súpa af skál fátæktar og fólk sem fallið hefur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa, er skammtað eins naumt og hægt er til að tóra en ekki að lifa. Þrepaskipting misréttis kristallast í þessari mynd. Stjórnvöldum eru mislagðar hendur þegar kemur að því að verja þá sem minnst hafa. Einum ráðherranna dettur ekkert betra í hug en að telja þjóðinni trú um að öryrkjar og fatlað fólk sé efnahagsleg ógn við þjóðarbúið og lyftir þar með fordómum gagnvart langveiku og fötluðu fólki. Aldraðir fá sömu útreið, þau sem búa á hjúkrunarheimilum, eru of dýr í rekstri, of dýr fyrir samfélagið sem þau sjálf skópu. Forysta ÖBÍ hefur í áratugi bent á misréttið sem stjórnvöld beita öryrkjum og fötluðu fólki. Nýjast bera að nefna að nú fær fatlað fólk ekki örorkumat, það á nefnilega að fækka öryrkjum. Almannatryggingakerfið sem á að grípa fólk sem ekkert annað hefur, stendur ekki lengur undir því hlutverki heldur skolar fólki út úr kerfinu, í allsleysið. ÖBÍ hefur barist fyrir því að fatlað fólk hafi aðgang að samfélaginu, að fólk sem orðið hefur fyrir slysum, veikindum eða fæðst fatlað, sé viðurkennt sem hluti af fjölbreytileika samfélagsins og hafi jöfn tækifæri til þátttöku í því. Til þess að það geti gerst verður fólk að hafa aðgang að efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttlæti! Verkefni stjórnvalda er að skapa fötluðu fólki tækifæri til að vera á vinnumarkaði, hafi það getu til þess. Kominn er tími til að þeir múrar sem reistir hafa verið milli fatlaðs fólks og þátttöku þess í samfélaginu verði teknir niður, þar eru skerðingar efstar á blaði. Íslendingar eiga heimsmet í að beita fatlað fólk skerðingum og skattlagningum, engin önnur þjóð beitir þennan samfélagshóp jafn grimmilegum aðgerðum. Afraksturinn er að hluti fatlaðs fólks býr við ævivarandi skort, fátækt sem eltir það inn í ellina, kúgað, niðurbrotið og vonlaust. ÖBÍ hefur mætt skilningi verkalýðsforystunnar, enda bent á að stærstur hluti þess fólks sem kemur nýr inn á örorku á hverju ári hefur verið á vinnumarkaði jafnvel í áratugi en missir öll réttindi við það að fatlast eða veikjast. Þar eru t.d. konur yfir fimmtugt stór hópur og karlar um sextugt, verkamenn, húsasmiðir og aðrir sem stundað hafa líkamlega erfiða vinnu. Þetta er kannski ekki hópurinn sem á afturkvæmt á vinnumarkað en þetta er hópurinn sem fær skilaboðin um að þau séu baggi á samfélaginu, þegar þau fá framfærslu sína sem ekki nær 230.000 kr. inn á reikningin um hver mánaðarmót. Þakklætið fyrir áratuga starf í þágu atvinnulífs og þjóðar! Það er nóg til er slagorð dagsins og það er satt, það er nóg til! Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt, fötlun er ekki skömm þess sem hana ber! Verið stolt og krefjist réttlætis. Ykkar er samfélagið eins og þeirra sem sitja við allsnægtarborðið! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun