Ég nánast tryllist þegar dómararnir ætluðu að setja ásetning á mig Atli Arason skrifar 30. apríl 2021 23:45 Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Bára Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR, var fremur óánægður í leikslok eftir 8 stiga tap í Keflavík. „Ég er svekktur, en er samt ánægður með viðbrögðin okkar eftir tapið í síðasta leik. Við spiluðum lengst af mjög vel, það voru kannski tveir hlutir sem skiptu sköpum í lokin. Það var annars vegar þessi 1-3-1 svæðisvörn sem Keflavík fór í með Deane fremstan. Það var mjög erfitt að eiga við það, við fengum nokkra galopna þrista sem við hittum ekki. Í öðru lagi þá hlupu þeir sama kerfið þarna 4-5 sinnum í röð þar sem Deane fékk stöðu djúpt inn í og kláraði yfir okkur. Þessir tveir hlutir eru svona það helsta sem skilja okkur að í kvöld. Þeir áttu skilið að vinna en ég er samt sem áður svekktur þar sem mér fannst við hafa tök á leiknum mestmegnis í dag.“ „Við vorum með ágætis forskot í lok þriðja leikhluta. Við vorum ekki nógu vel undirbúnir fyrir svæðisvörnina. Þau opnu skot sem við fengum hittum við svo bara ekki. Ég var með eitt eða tvö skot sem voru galopin og ég hitti ekki og það bara gerist stundum. Varnarlega vorum við aðeins og lengi að bregðast við þessu eina kerfi sem þeir spiluðu ítrekað og fengu úr góð skot. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að skoða en ég er samt sem áður ánægður með hvernig viðbrögðin okkar voru eftir tapið í síðasta leik. Þetta var mikil liðsheild í dag. Jakob var frábær, Brandon var frábær og allir voru að leggja eitthvað í púkkið. Ég er bjartsýnn fyrir næstu þremur leikjum,“ sagði Matthías KR-ingar voru 4 stigum yfir í hálfleik. Keflvíkingum gekk ekkert að setja niður þriggja stiga tilraunir sínar. Arnór Sveinsson nær að laga þá tölfræði aðeins undir lok annars leikhluta með tveimur þristum á loka mínútunni en alls voru Keflvíkingar með tvo þrista úr alls 13 tilraunum í fyrri hálfleik. Matthías Orri er 183 cm á hæð og með minnstu mönnum vallarins en Matthías endaði fyrri hálfleikinn með flest fráköst allra í leiknum, sex talsins. Matthías var spurður út í það hvers vegna hann, af öllum, var með flest fráköst allra í fyrri hálfleik. „Var það ég??“ spyr Matthías á móti furðulostinn og spyrill staðfestir. „Ég er bara ánægður með það, maður reynir að gera eitthvað meira en bara að skora,“ svarar Matthías og hlær. „Útskýringin á þessu er samt mjög einföld. Þeir voru að skjóta mikið af þristum og mikið af löngum tvistum. Fráköstin verða lengri og þá geta svona naggar eins og ég reynt að berjast aðeins um fráköstin.“ „Svo er það augljóst breyting í seinni hálfleik, þá ná þeir að þrýsta stóru mönnunum okkar meira undir körfuna. Þeir hættu að reyna að pósta upp á hliðina á körfuna og fóru meira að pósta beint upp á körfuna og þá var erfiðara fyrir okkur að hjálpa og þar að leiðandi verða fráköstin minni þar sem við eigum minni séns þar. Við hefðum getað brugðist við aðeins fyrr og hent Zarko inn á til að hjálpa okkur í frákasta baráttunni, því hann var frábær allavegana hluta af seinni hálfleiknum að frákasta. Keflavík gerir svo bara það sem þeir eru góðir í, að drita boltanum inn í teig og vera stórir.“ Matthías var svo villaður út í fjórða leikhluta fyrir það sem virtist litlar sakir. Eftir baráttu um boltann við Deane þar sem Matthías er á undan í boltann fær Matthías dæmda villu á sig. Matthías er þó ekki á því að pönkast of mikið á dómarann og bendir á að dómarar geta gert mistök alveg eins og hann. „Ég nánast tryllist þegar dómararnir ætluðu að setja ásetning á mig. Ég var augljóslega á undan í boltann, ég slæ boltann í burtu og við Deane lendum saman. Ég hefði haldið að þegar ég slæ boltann fyrst og svo lendum við saman þá er það villa á hann en ekki mig. Þetta var þessi aðeins óreyndari dómari sem dæmdi þetta og hann bara gerði mistök þarna. Dómarar geta gert mistök í leikjum alveg eins og ég og það verður bara að fyrirgefa þeim fyrir það en þetta var ansi dýrt á því það var frekar augljóst hvað gerðist. Meira að segja þið fjölmiðlar hinu megin á vellinum sjáið hvað gerist. Þetta voru mistök hjá honum og hann vonandi finnur það út hjá sjálfum sér, skoðar þetta og lagar það. Það var samt mjög dýrt að fá fimmtu villuna þarna og geta ekki hjálpað mínum mönnum til að klára þennan leik, þar sem við vorum inn í leiknum þegar þetta gerist,“ sagði Matthías. KR vantar enn þá tvö stig til að algjörlega gulltryggja sætið sitt í úrslitakeppninni. Næsti leikur þeirra er núna strax á sunnudag. „Við eigum Grindavík á sunnudaginn. Við ætlum að reyna að halda áfram þessum stíganda. Við ætlum að halda áfram að spila hraðan bolta, við erum búnir að vera skjóta dapurlega úr þriggja stiga tilraunum í síðustu tveimur leikjum fyrir þennan en ég veit ekki alveg hvernig þriggja stiga nýtingin endaði í dag en við erum samt að fá mjög góð skot. Mér líður eins og við séum búnir að snúa við horninu og núna er það bara fulla ferð áfram. Við erum að framkvæma margt mög vel í þessum leik og þeim síðasta þrátt fyrir að við vinnum ekki og mér líður eins og þetta sé alveg að smella saman. Það er mikill og hár andi í liðinu núna og við ætlum að halda því áfram,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira
„Ég er svekktur, en er samt ánægður með viðbrögðin okkar eftir tapið í síðasta leik. Við spiluðum lengst af mjög vel, það voru kannski tveir hlutir sem skiptu sköpum í lokin. Það var annars vegar þessi 1-3-1 svæðisvörn sem Keflavík fór í með Deane fremstan. Það var mjög erfitt að eiga við það, við fengum nokkra galopna þrista sem við hittum ekki. Í öðru lagi þá hlupu þeir sama kerfið þarna 4-5 sinnum í röð þar sem Deane fékk stöðu djúpt inn í og kláraði yfir okkur. Þessir tveir hlutir eru svona það helsta sem skilja okkur að í kvöld. Þeir áttu skilið að vinna en ég er samt sem áður svekktur þar sem mér fannst við hafa tök á leiknum mestmegnis í dag.“ „Við vorum með ágætis forskot í lok þriðja leikhluta. Við vorum ekki nógu vel undirbúnir fyrir svæðisvörnina. Þau opnu skot sem við fengum hittum við svo bara ekki. Ég var með eitt eða tvö skot sem voru galopin og ég hitti ekki og það bara gerist stundum. Varnarlega vorum við aðeins og lengi að bregðast við þessu eina kerfi sem þeir spiluðu ítrekað og fengu úr góð skot. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að skoða en ég er samt sem áður ánægður með hvernig viðbrögðin okkar voru eftir tapið í síðasta leik. Þetta var mikil liðsheild í dag. Jakob var frábær, Brandon var frábær og allir voru að leggja eitthvað í púkkið. Ég er bjartsýnn fyrir næstu þremur leikjum,“ sagði Matthías KR-ingar voru 4 stigum yfir í hálfleik. Keflvíkingum gekk ekkert að setja niður þriggja stiga tilraunir sínar. Arnór Sveinsson nær að laga þá tölfræði aðeins undir lok annars leikhluta með tveimur þristum á loka mínútunni en alls voru Keflvíkingar með tvo þrista úr alls 13 tilraunum í fyrri hálfleik. Matthías Orri er 183 cm á hæð og með minnstu mönnum vallarins en Matthías endaði fyrri hálfleikinn með flest fráköst allra í leiknum, sex talsins. Matthías var spurður út í það hvers vegna hann, af öllum, var með flest fráköst allra í fyrri hálfleik. „Var það ég??“ spyr Matthías á móti furðulostinn og spyrill staðfestir. „Ég er bara ánægður með það, maður reynir að gera eitthvað meira en bara að skora,“ svarar Matthías og hlær. „Útskýringin á þessu er samt mjög einföld. Þeir voru að skjóta mikið af þristum og mikið af löngum tvistum. Fráköstin verða lengri og þá geta svona naggar eins og ég reynt að berjast aðeins um fráköstin.“ „Svo er það augljóst breyting í seinni hálfleik, þá ná þeir að þrýsta stóru mönnunum okkar meira undir körfuna. Þeir hættu að reyna að pósta upp á hliðina á körfuna og fóru meira að pósta beint upp á körfuna og þá var erfiðara fyrir okkur að hjálpa og þar að leiðandi verða fráköstin minni þar sem við eigum minni séns þar. Við hefðum getað brugðist við aðeins fyrr og hent Zarko inn á til að hjálpa okkur í frákasta baráttunni, því hann var frábær allavegana hluta af seinni hálfleiknum að frákasta. Keflavík gerir svo bara það sem þeir eru góðir í, að drita boltanum inn í teig og vera stórir.“ Matthías var svo villaður út í fjórða leikhluta fyrir það sem virtist litlar sakir. Eftir baráttu um boltann við Deane þar sem Matthías er á undan í boltann fær Matthías dæmda villu á sig. Matthías er þó ekki á því að pönkast of mikið á dómarann og bendir á að dómarar geta gert mistök alveg eins og hann. „Ég nánast tryllist þegar dómararnir ætluðu að setja ásetning á mig. Ég var augljóslega á undan í boltann, ég slæ boltann í burtu og við Deane lendum saman. Ég hefði haldið að þegar ég slæ boltann fyrst og svo lendum við saman þá er það villa á hann en ekki mig. Þetta var þessi aðeins óreyndari dómari sem dæmdi þetta og hann bara gerði mistök þarna. Dómarar geta gert mistök í leikjum alveg eins og ég og það verður bara að fyrirgefa þeim fyrir það en þetta var ansi dýrt á því það var frekar augljóst hvað gerðist. Meira að segja þið fjölmiðlar hinu megin á vellinum sjáið hvað gerist. Þetta voru mistök hjá honum og hann vonandi finnur það út hjá sjálfum sér, skoðar þetta og lagar það. Það var samt mjög dýrt að fá fimmtu villuna þarna og geta ekki hjálpað mínum mönnum til að klára þennan leik, þar sem við vorum inn í leiknum þegar þetta gerist,“ sagði Matthías. KR vantar enn þá tvö stig til að algjörlega gulltryggja sætið sitt í úrslitakeppninni. Næsti leikur þeirra er núna strax á sunnudag. „Við eigum Grindavík á sunnudaginn. Við ætlum að reyna að halda áfram þessum stíganda. Við ætlum að halda áfram að spila hraðan bolta, við erum búnir að vera skjóta dapurlega úr þriggja stiga tilraunum í síðustu tveimur leikjum fyrir þennan en ég veit ekki alveg hvernig þriggja stiga nýtingin endaði í dag en við erum samt að fá mjög góð skot. Mér líður eins og við séum búnir að snúa við horninu og núna er það bara fulla ferð áfram. Við erum að framkvæma margt mög vel í þessum leik og þeim síðasta þrátt fyrir að við vinnum ekki og mér líður eins og þetta sé alveg að smella saman. Það er mikill og hár andi í liðinu núna og við ætlum að halda því áfram,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira