Fagfélögin og 1.maí Margrét Halldóra Arnarsdóttir skrifar 1. maí 2021 08:01 Verkalýðshreyfingar landsins hafa svo sannarlega verk að vinna hverju sinni. Við þurfum að vinna að því að verja það sem náðst hefur, á sama tíma og við vinnum að auknum réttindum og kjörum. Það er mikilvægt við þessi tímamót að við drögum lærdóma af reynslu liðinna ára og áratuga um leið og við tökumst á við nýjar áskoranir, setjum okkur ný verkefni og markmið til framtíðar. Þegar ég sé hverjir standa mér við hlið í þessari baráttu trúi ég ekki öðru en að við munum ná árangri saman. Fagfélögin í iðn- og tæknigreinum hafa unnið að því að sameina hagsmuni sína til þess að verða sterkari rödd út á við og sameinast um framtíðarsýn innan okkar geira. Við höfum náð fram ýmsu og þar má nefna, skref í átt að styttingu vinnuvikunnar, verkfæragjald utan taxta og það sem má alls ekki gleymast, sterkara andlit út á við. Í þeim verkefnum sem við stefnum að er mikilvægt að standa saman sem heild og láta í okkur heyra þegar gengið er á okkar réttindi og/eða virðingu sem iðnaðarmenn. Við þurfum að halda utan um að allt okkar launafólk, erlent jafnt sem íslenskt, njóti mannsæmandi launa og réttinda í samræmi við kjarasamninga. Það sem kjarasamningar og löggjöf gera, eru að tryggja félagsmönnum okkar m.a. föst laun, hvíldartíma og frídaga, veikinda- og slysarétt, uppsagnarrétt, orlof, fæðingar- og foreldraorlof. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Reglur um mannsæmandi aðbúnað og öryggi á vinnustað er eitthvað sem má ekki gleymast eða slaka á kröfum vegna. Rafiðnaðarmenn vinna við áhættusamar aðstæður og tryggja aðgang fólks í samfélaginu að rafmagni til þess að athafna sig í daglegu lífi við ótrúlegustu kringumstæður. Það þarf að leggja meiri áherslur á öryggi okkar félagsmanna við störf og er mikilvægt að við sofnum ekki á verðinum. Við verðum að passa að íslensk fyrirtæki virði reglur á íslenskum vinnumarkaði varðandi aðbúnað og hollustuhætti í störfum okkar. Við þurfum að passa upp á réttindi okkar allra, óháð þjóðerni. Ég er fullviss um að þetta verður áfram eitt brýnasta verkefni okkar, að verja okkar félagsmenn fyrir þeim hugsunarhætti sem sumir hafa þegar kemur að aðbúnaði iðnaðarmanna á verkstöðum. Það er mín von að bæði iðnnámið og þessi mikilvægu störf í iðnaði njóti þeirrar virðingar sem þau eiga skilið. Líkt og í fyrra förum við ekki í kröfugöngu sökum samkomubanns en við látum það ekki stoppa okkur í að koma skoðunum á framfæri og höldum áfram því ótrauð áfram. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingar landsins hafa svo sannarlega verk að vinna hverju sinni. Við þurfum að vinna að því að verja það sem náðst hefur, á sama tíma og við vinnum að auknum réttindum og kjörum. Það er mikilvægt við þessi tímamót að við drögum lærdóma af reynslu liðinna ára og áratuga um leið og við tökumst á við nýjar áskoranir, setjum okkur ný verkefni og markmið til framtíðar. Þegar ég sé hverjir standa mér við hlið í þessari baráttu trúi ég ekki öðru en að við munum ná árangri saman. Fagfélögin í iðn- og tæknigreinum hafa unnið að því að sameina hagsmuni sína til þess að verða sterkari rödd út á við og sameinast um framtíðarsýn innan okkar geira. Við höfum náð fram ýmsu og þar má nefna, skref í átt að styttingu vinnuvikunnar, verkfæragjald utan taxta og það sem má alls ekki gleymast, sterkara andlit út á við. Í þeim verkefnum sem við stefnum að er mikilvægt að standa saman sem heild og láta í okkur heyra þegar gengið er á okkar réttindi og/eða virðingu sem iðnaðarmenn. Við þurfum að halda utan um að allt okkar launafólk, erlent jafnt sem íslenskt, njóti mannsæmandi launa og réttinda í samræmi við kjarasamninga. Það sem kjarasamningar og löggjöf gera, eru að tryggja félagsmönnum okkar m.a. föst laun, hvíldartíma og frídaga, veikinda- og slysarétt, uppsagnarrétt, orlof, fæðingar- og foreldraorlof. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Reglur um mannsæmandi aðbúnað og öryggi á vinnustað er eitthvað sem má ekki gleymast eða slaka á kröfum vegna. Rafiðnaðarmenn vinna við áhættusamar aðstæður og tryggja aðgang fólks í samfélaginu að rafmagni til þess að athafna sig í daglegu lífi við ótrúlegustu kringumstæður. Það þarf að leggja meiri áherslur á öryggi okkar félagsmanna við störf og er mikilvægt að við sofnum ekki á verðinum. Við verðum að passa að íslensk fyrirtæki virði reglur á íslenskum vinnumarkaði varðandi aðbúnað og hollustuhætti í störfum okkar. Við þurfum að passa upp á réttindi okkar allra, óháð þjóðerni. Ég er fullviss um að þetta verður áfram eitt brýnasta verkefni okkar, að verja okkar félagsmenn fyrir þeim hugsunarhætti sem sumir hafa þegar kemur að aðbúnaði iðnaðarmanna á verkstöðum. Það er mín von að bæði iðnnámið og þessi mikilvægu störf í iðnaði njóti þeirrar virðingar sem þau eiga skilið. Líkt og í fyrra förum við ekki í kröfugöngu sökum samkomubanns en við látum það ekki stoppa okkur í að koma skoðunum á framfæri og höldum áfram því ótrauð áfram. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar