Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. maí 2021 06:00 Parið Kara og Viktor kynntust á OnlyFans í fyrra og urðu þau fljótt ástfangin. Nú vinna þau saman að síðu Köru á OnlyFans sem heitir LoveTwisted og eru stórtæk í framleiðslu á kynferðislegu efni. Vísir/Vilhelm „Ég er að gera þetta af ástríðu, ég geri þetta af því ég vil þetta. Ég var að gera þetta áður og eina sem er breytt er að núna fæ ég borgað fyrir þetta,“ segir Kara í viðtali við Vísi. Klukkan er 9:30 á þriðjudagsmorgni og sólin skín inn um gluggann á reisulegu einbýlishúsi í rólegu úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Hér býr sex manna fjölskylda. Það eru hljóðfæri og barnadót í bjartri stofunni, skipulagðir og snyrtilegir leikfangakassar með föndurdóti, litum og blöðum. Afslappað og heimilislegt. Parið Viktor og Kara eru vinaleg og yfirveguð. Það eina vandræðalega er ég sjálf, sitjandi með kaffibolla að reyna að finna leið til að byrja þetta viðtal. Viðtal við íslenskt fjölskyldufólk sem vinnur við það að framleiða og selja erótískt efni og klám á síðunni OnlyFans sem mikið hefur verið í umfjöllun síðustu daga. Við byrjum á því að ræða hvernig þetta byrjaði, hvernig og hvenær þau kynntust. Hittast á OnlyFans fimmtán árum síðar „Við kynntumst sem sagt í gegnum OnlyFans,“ segir Kara hálf hlæjandi. Hún er sjálfsörugg, ófeimin og virkar ekki stressuð. „Ég er búin að vera á OnlyFans síðan í júní í fyrra en byrja ekki að vinna þar fyrr en í ágúst. Fyrst var ég bara að skoða og pæla.“ Voru saman í grunnskóla en hittust svo ekki í fimmtán ár fyrr en þau kynntust óvænt í gegnum OnlyFans. Ástin kviknaði fljótt byrjuðu Viktor og Kara að búa fljótlega eftir að þau kynnast. Viktor á tvö börn og Kara sömuleiðis svo nú eru þau sex í heimili. „Ég var fylgjandi hjá henni á OnlyFans þegar hún óskar eftir ljósmyndara. Ég svara henni og upp frá því byrjum við að spjalla,“ segir Viktor. Áður en þau hittust skoðaði Viktor betur myndir af henni og sá þá að þarna var stelpa sem hann þekkti. „Ég þekkti einhvern vangasvip, þó svo að ég sæi ekki andlit hennar,“ segir Viktor og brosir til kærustu sinnar sem brosir á móti. Það sést greinilega að hér er ástfangið par. Þegar Kara talar horfir Viktor á hana aðdáunaraugum. Við vorum ekki búin að sjást í fimmtán ár en við vorum saman í grunnskóla. Ég vissi ekkert hver hann var þegar við byrjuðum að spjalla. Ég var mjög stressuð að fara að hitta einhvern sem ég þekkti ekki svo að það var mikill léttir þegar ég komst að því að þetta væri hann, segir Kara. Hefur lengi birt kynferðislegt efni á netinu Kara segist hafa hugsað sig um í nokkra mánuði áður en hún tók skrefið og byrjaði að deila efni á OnlyFans. Á þessum tíma var hún nýbyrjuð í sálfræði í háskólanum en segist ekki hafa getað hugsað sér að halda náminu áfram vegna heimsfaraldursins og þeirra takmarka sem fylgdu honum. „Mig langar ennþá í sálfræðinám. Mig langar líka í kynjafræði eða kynlífsráðgjöf, það er einhver sterk köllun þarna. Það má tala um þetta allt. Það er fólk að horfa á alls konar, það er fólk að gera alls konar. Þetta er eðlilegt þó að fólk þori ekki alltaf að tjá sig um þetta,“ segir Kara. Ég spyr hvort ákvörðunin um að stíga þetta skref hafi verið fjárhagslegs eðlis. Var þetta kannski örþrifaráð eða eitthvað sem hún taldi sig þurfa að gera? Hún brosir, átti von á þessari spurningu. „Auðvitað spilaði það eitthvað inn í. Í mínu tilviki er það samt ekki aðalmálið því ég hef lengi birt svona myndir af mér og finnst það gaman.“ Fyrst var ég inni á síðu á Reddit þar sem fólk getur til dæmis deilt kynferðislegum myndum með heiminum, nafnlaust. Svo gerðist eitthvað þegar vinur minn benti mér á að ég gæti raunverulega grætt á þessu. „Ég vissi þarna ekki af neinni stelpu sem var inni á OnlyFans hér á landi, þetta var ekki uppi á yfirborðinu.“ „Þetta er bara heimagert klám“ Þegar Viktor og Kara svo kynnast er hún búin að vera virk á OnlyFans í rúma þrjá mánuði. Fljótlega fara þau að framleiða efni fyrir síðuna saman. Þegar þau tala um síðuna er eins og þau séu að tala um fyrirtækið sitt, sameiginlegan rekstur sem þau eru greinilega stolt af. Enginn afsakandi tónn, engin skömm. Það koma margar spurningar upp í hugann. Ég spyr út í efnið á síðunni. Kara byrjaði með OnlyFans síðuna sína í fyrrahaust undir nafninu LoveTwisted. Eftir að Viktor kom inn í líf hennar byrjuðu þau í sameiningu að framleiða efni fyrir síðuna. LoveTwisted/OnlyFans „Síðan mín er eiginlega orðin síðan okkar. Við birtum myndir, klippur og svo erum við með myndbönd sem sumir gætu kallað klámmyndbönd eða erótísk myndbönd. Fyrir mér er þetta svolítið það sama. Þetta er bara heimagert klám,“ segir Kara. Við tölum um orðið klám, orð sem Kara virðist ekki hafa miklar áhyggjur af og skammast sín ekki fyrir að nota. Hún segir það mikilvægt að fólk gerir sér grein fyrir því hvað þetta er áður en það dæmir. Þetta er ekki efni sem þú sérð inni á klámsíðum eins og til dæmis Pornhub. Það er enginn milliliður, engin þvingun og ég stjórna þessu. Þetta er bara alvöru. Þetta eru lafandi brjóst, smá bumba og bólur á rassinum. Það er stutt í húmorinn. Mörkin í sambandinu skýr Djarfar myndir og kynferðisleg myndbönd af Köru eru aðalfókus síðunnar. Ég velti fyrir mér hvernig tilfinning það sé að vera í ástarsambandi í þessari aðstöðu. Hvernig ætli það sé fyrir Viktor að fólk geti séð ástina hans á þennan hátt? Mér finnst þetta frábært. Ég hef sömu skoðun á þessu og sömu viðhorf og Kara. Línan okkar er miklu innar en þetta. Hann virðist öruggur. Eins erfitt og mér reynist að skilja það, þá trúi ég honum. Þetta virðist ekki trufla hann, þvert á móti greini ég stolt. „Mörkin okkar eru skýr. Þegar við kynntust sáum við hversu rosalega vel við pössum saman, á einhverju ótrúlegu leveli sem við höfum ekki upplifað áður. Við fórum á einhverja hraðbraut og komumst rosalega langt á skömmum tíma,“ segir Viktor. Foreldrar og fjölskylda upplýst um síðuna Mér er litið á skipulagðan leikfangakassann á gólfinu, hugsa til fjölskyldulífsins. Hvað með fjölskylduna ykkar, vita þetta allir? „Foreldrar mínir vita af þessu, líka systkini mín. Ég á á slatta af systkinum, öll yngri og maður er svona ákveðin fyrirmynd, eða hitt þó,“ segir Kara og heldur áfram: Ég sagði pabba og konunni hans frá þessu og pabbi sagði bara: „You do what you gotta do!“ Hann var bara ógeðslega pepp í þetta! Kara og Viktor hlæja og ég líka, hálfgerðum taugaveiklunarhlátri. Þegar Kara sér undrunarsvipinn á mér segir hún að þarna hafi hún ekki alveg verið búin að útskýra nákvæmlega hvers eðlis þetta væri. Fjölskylda og vinir Köru og Viktors eru meðvituð um starf þeirra á OnlyFans. Kara segir fjölskyldu sína hafa tekið fréttunum furðu vel. LoveTwisted/OnlyFans „Ég sagði kannski meira að þetta væri einskonar módelstarf. Ég sagði ekki alveg að ég væri einhver klámstjarna. Þó að ég sé ekki að segja þeim beint frá því, þá vita þau það alveg.“ „Fjölskyldan mín er ekki eins opin með þetta eins og fjölskylda Köru og við höfum mikinn skilning á því að þetta sé viðkvæmt fyrir fjölskyldur okkar. Við erum bæði í góðum samskiptum við fjölskylduna og þau sjá að við erum búin að blómstra síðan við kynntust. Börnin okkar eru sátt bæði við okkur og hvort annað,“ segir Viktor. Búin að framleiða saman yfir hundrað myndbönd Á síðunni er listi yfir myndbönd sem þau hafa framleitt sem eru nú hátt í hundrað talsins. Myndböndin geta fylgjendur síðunnar ekki séð nema borga aukalega. Kara: „Þau kosta frá sjö dollurum upp í sjötíu. Allt eftir því hvað myndbandið er langt en það getur verið allt frá tuttugu sekúndum upp í þrjátíu mínútur.“ Kara er að hennar sögn ein af þeim „stærstu“ á Íslandi á OnlyFans og segir hún fylgjendahóp sinn stöðugan. Ég spyr út í tekjurnar og Viktor svarar: Við byggjum ekki í þessu húsi nema að það væri fyrir þessar tekjur. Hún er með töluvert hærri tekjur en ég en auðvitað er þetta rokkandi á milli mánaða. „Þessar tekjur eru allar gefnar upp til skatts og við erum með endurskoðanda að vinna fyrir okkur til að halda utan um þetta allt,“ segir Kara. Viktor og Kara segja tekjurnar sem þau hafa uppúr OnlyFans síðunni góðar og hafa þau sjálf framleitt yfir hundrað kynferðisleg myndbönd síðan í desember. Íslendingar langstærsti fylgjendahópurinn Kara segir fylgjendahópinn að mestu leyti vera Íslendinga en markmiðið sé þó að komast út fyrir íslenskan markað. „Erlendur markaður er eins og annað fyrirtæki. Hér á Íslandi ertu með lítinn markað sem er tilbúinn að borga meira fyrir íslenskt efni, íslenskt tal og íslenskar stunur. Þegar við förum út fyrir íslenska markaðinn er verðið miklu minna og er því mjög flókið að ætla sér að verða stór bæði á Íslandi og erlendis.“ Spjallið færist út í viðskipta- og markaðspælingar og augljóst að parið hefur eytt miklum tíma í það að „greina markaðinn“. Tilfinningin er eins og að tala við ungt fólk sem hafi verið að stofna sprotafyrirtæki. Þau tala um efnisframleiðslu, markaðsplönin, áætlanir og drauminn um erlendan markað. Mjög vinsælt að fylgjendur vilji spjalla Kara segir marga vilja spjalla líka. „Það er frekar algengt og margir sem sækjast eftir því að fá að tala við mig.“ Kostar það eitthvað? „Ég hef ekki verið að taka mikið fyrir það en sumir á OnlyFans eru með stillt þannig að fólk þarf að borga til þessa að geta sent þeim skilaboð.“ Ég hef alltaf haft gaman af því að tala og ef fólk vill tala um kynferðislegar langir eða segja mér frá einhverju, er ég mjög opin. Stundum vill fólk eitthvað meira, eins og það sem fólk kallar sexting. Þá rukka ég fyrir það. Sprotafyrirtækjatilfinningin hverfur eins og dögg fyrir sólu. Er mikið um þetta, að menn óski eftir slíku spjalli? „Já, frekar. Þá eru þeir að leitast eftir því að ég verði „þeirra“ í smá tíma, kannski bara í fimm mínútur.“ Ég horfi strax á Viktor og reyni að greina það hvernig honum líði að tala um þetta. Hann virðist rólegur. Hvernig líður þér með þetta? „Allt í góðu, upp að vissu marki,“ svarar hann. Hefur aldrei komið upp afbrýðisemi? „Jú, jú...“ Hann hikar og Kara grípur inn í: „Ekki beint afbrýðisemi myndi ég segja. Þetta er vinnan mín og okkar. Við erum að gera þetta í sameiningu.“ Algengasta áreitið að karlmenn óski eftir því að hittast Hefur þú aldrei lent í neinu sem þér finnst óþægilegt? „Jú, það hefur gerst og ég hef lokað á þrjá eða fjóra aðila. Ein af algengustu spurningum sem ég fæ er hvort að ég bjóði ekki upp á hittinga en ég tek það mjög skýrt fram á síðunni minni að ég geri það ekki,“ segir Kara. Kara segir mesta áreitið sem hún fái vera það þegar karlmenn óski ítrekað eftir þvi að hitta hana og sækjast eftir einhverju meira sem hún segir aldrei hafa komið til greina. Skjáskot af síðu LoveTwisted á OnlyFans Þetta er mesta áreitið að mínu mati. Þetta finnst mér hættulegt. Sérstaklega fyrir stelpur sem eru mjög ungar því þeir eru að bjóða upphæðir sem sumar geta kannski ekki sagt nei við. Hvað er upphæðir er verið að bjóða? „Það er misjafnt. Hæst hefur mér verið boðið hundrað þúsund.“ Er þetta eitthvað sem þið hafið rætt um sem möguleika? Kara er fljót að svara og hristir hausinn. „Þetta er alveg off limits hjá okkur. Kannski finnst fólki fyndið að við skulum segja þetta því við hittumst í gegnum síðuna. Það var öðruvísi og ekki í þeim tilgangi að stunda kynlíf. Ég vissi hver hann var áður en ég hitti hann.“ Hefur þú aldrei óttast áreiti eða verið hrædd um að lenda í einhverju alvarlegu? „Ekki þegar ég er bara að fara út í búð eða eitthvað svoleiðis. Sérstaklega ekki þegar ég var ekki búin að sína andlitið mitt á síðunni,“ segir Kara og er hugsi. „Ég hef alveg hugsað um þetta, hvort að þessi staða geti komið upp,“ segir Viktor en þarna hefur andrúmsloftið breyst og orðið þyngra. Kara segir það hafa verið mjög frelsandi að stíga það skref að sína andlit sitt á OnlyFans og koma úr felum. Hún segist ekki skammast sín fyrir starf sitt heldur sé hún stolt. „Þarna hrynur lífið mitt“ Var það stór ákvörðun að sýna andlit á síðunni? „Ekki fyrir mér – Mér fannst það í rauninni bara geggjað og segja bara hér er ég,“ segir Kara. „Ekki fyrir mér heldur, ég hvatti hana til þess. Þetta gerðist í raun út af hefndarklámi,“ segir Viktor. Viktor segir frá síðu þar sem karlmenn, að mestum hluta, birta myndir af fáklæddum eða nöktum íslenskum stelpum og nafngreina þær. „Mynd af mér birtist þarna inni. Ég var nafngreind fullu nafni og settur inn linkur á Facebook-síðuna mína,“ segir Kara og er greinilega mikið niðri fyrir. Hún gerir hlé á máli sínu og heldur svo áfram. Í þessu innleggi var sagt að ég væri að selja mig. Ég væri mjög ódýr og góð. Í kjölfarið fékk Kara fjöldan allan af vinabeiðnum og skilaboðum. Karlmenn að biðja hana um að hitta sig. Hún segir áfallið hafa verið mikið. „Þarna hrynur líf mitt – ég hugsaði bara að það væri búið. Mig langar alls ekki að vera nefnd á þessari síðu. Þetta er ógeðslegasta síða sem fyrir finnst. Ég skil ekki að lögreglan geti ekki gert meira í því að loka henni.“ Þessi atburður varð til þess að Kara segist hafa ákveðið að snúa vörn í sókn og hætta að fela sig og „koma út úr skápnum“ eins og hún orðaði það. „Ég ákvað að uppfæra starfstitilinn minn á Facebook síðunni minni og núna stendur að ég starfi sem Content creator hjá OnlyFans. Ég á þennan líkama og ég birti þetta efni sjálf.“ Kara var nafngreind inni á síðu sem hefur verið mikið í umræðunni vegna hefndarkláms. Hún segir einhvern einstakling hafa nafnlaust birt fullt nafn hennar og hlekk á Facebook síðu hennar. Til að snúa vörn í sókn ákvað Kara að sýna andlit sitt á OnlyFans og opinberlega gefa það upp að hún væri að vinna hjá OnlyFans. Skjáskot OnlyFans og fjölskyldulífið Kara og Viktor vilja að fólk viti að þau skammist sín ekki fyrir það sem þau gera. Þetta sé þeirra meðvitaða ákvörðun, þeirra val, þeirra löngun og þeirra starf. Aftur verður mér litið í kringum mig. Púsluspil, leikföng, barnastóll. Garður fullur af barnaútileikföngum. Óttist þið ekkert að börnin viti við hvað þið starfið? Hvernig líður ykkur með það? Hvernig útskýrið þið þetta fyrir börnunum? Hafið þið gert það? Kara horfir á mig róleg en brosandi. Ég hugsaði upphátt, spurningarnar komu allar út í einu. Ég afsaka mig. Þetta eru góðar spurningar og ég skil að þú viljir fá svör við þeim. Þetta er flókið, allar þessar pælingar: Hvernig getur hún verið inn á Onlyfans að selja kynlífsmyndbönd og samt verið fjögurra barna móðir? Hvað með börnin og allt þetta? „Ókei, hvað með börnin? Í fyrsta lagi þá kemur þetta börnunum okkar ekki við. En þetta er jú internetið og það sem fer á internetið verður á internetinu. Síðan mín er lokuð og þú þarft að borga þig inn til þess að skoða efnið. Þú getur ekki halað niður efni en þú getur afritað með ólöglegum hætti. Dreifing á efninu er alltaf möguleg og ef það kemst til barnanna...“ Kara hikar og horfir á Viktor. „Það er alltaf þessi áhætta.“ Kara segist ung hafa byrjað á því að taka myndir af sér og deila á netið. Hún segir þessa vinnu það sem henni langi að vera gera og forsendurnar því réttar. Hún sé sjálf við stjórn og sé fullkomlega meðvituð um hvað hún sé að gera og afhverju. Óvenjulegt, flókið og erfitt Hvernig er sú tilfinning að hugsa til þess að börnin muni einhvern tíma sjá efnið? „Sú tilfinning er óhugnanleg, ég viðurkenni það. En á sama tíma er ég mjög opin og vil geta rætt svona.“ Kara hikar aftur og núna í fyrsta skipti fer hún úr jafnvægi. Viktor tekur við: „Fólk er með allskonar efni í símanum sínum í dag, allskonar myndir. Það eru ábyggilega meiri líkur á því að börn komist í símann hjá foreldrum sínum heldur en okkar börn í þetta efni á lokaðri síðu. Við pössum rosalega vel upp á allt svona.“ „Það er ekki langt í að við þurfum að eiga samtal við elsta strákinn okkar um kynlíf. Kynlíf er eðlilegur hlutur, þetta á ekki að vera feimnismál. Það þurfa allir foreldrar að ræða um kynlíf við börnin sín á einhverjum tímapunkti,“ segir Viktor. Ég bendi á að það sé eitt að tala við börnin sín um kynlíf og annað að segja barninu sínu frá því að foreldrar þess starfi við það að framleiða og selja kynlífstengt efni. Kara tekur undir og segir að eðlilega sé þetta óvenjulegt, flókið og erfitt. Við erum bara að reyna að læra inn á hvernig er best að segja börnunum frá þessu þegar að því kemur. Fyrir mitt leyti er engin ein rétt leið en margar rangar. Óttist þið ekki að börn ykkar geti orðið fyrir áreiti? „Það er árið 2021 sem betur fer. Við erum á uppleið með svona málefni og umræðu,“ segir Kara. En hefur þú aldrei óttast þetta? „Jú, ég hef óttast það. Auðvitað! Það óttast allir um börnin sín. Óttast um einelti eða líðan barna sinna. Það er alltaf eitthvað sem mun koma upp varðandi það að börn getið orðið fyrir áreiti vegna foreldra sinna, hvers eðlis sem það er. Eru foreldrarnir á lélegum bíl? Í einhverju starfi sem þykir öðruvísi? Það geta verið allskonar hlutir.“ „Það mun ábyggilega koma sá tími, vonandi ekki samt, að einhver vinur barnanna segi: Ég sá mömmu þína hérna,“ segir Viktor og horfir á Köru. „Já, en á þeim tíma myndi ég vilja vera búin að útskýra forsendurnar og að þetta sé vinnan mín,“ segir Kara. Bæði segjast hafa fundi fyrir auknu sjálfstrausti eftir að þau byrjuðu að deila kynferðislegu efni af sér á síðunni OnlyFans. Viktor segir Köru sérstaklega hafa fengið meira sjálfsálit því hún fái miki hrósi frá fylgjendum sínum. „Þetta er alvöru vinna“ Við tölum um vinnu, kynlífsvinnu. Er hægt að kalla kynlífsvinnu vinnu? Kara segir að mestu máli skipti að hún sé ekki að fara í þetta af neyð. „Þetta er mitt val. Ég hefði aldrei farið út þetta af neyð. Ég var ung þegar ég byrjaði að taka svona myndir af mér og deila þeim. Þetta höfðar til mín og ég hef þessa löngun, sama hvað þú vilt svo sem kalla hana. Löngun í athyglina, ég er með þessa sýniþörf,“ segir Kara. „Við höfum fundið það bæði, sérstaklega Kara, að sjálfsálitið okkar hefur aukist eftir að við byrjuðum á þessu. Kara fær mjög mikið hrós,“ segir Viktor. Ég geri þetta af ástríðu, af því að ég vil þetta. Ég var að gera þetta hvort sem er og núna fæ ég borgað fyrir þetta. Mér finnst þetta skemmtilegt. Hvort sem ég tek myndir sjálf eða fer í myndatöku. „Það er rosalega gaman að eiga svona alvöru professional myndir af sér. Við höfum meira að segja selt myndir í ramma til fólks. Tilhugsunin um það að ég sé hálfnakin á vegg hjá einhverjum er góð, mér finnst það ógeðslega töff.“ Ertu stolt af vinnunni þinni? „Já, ég er það. Þetta er alvöru vinna,“ segir Kara. Viktor segir mikinn tíma fara í vinnslu efnisins. „Þetta er ekki bara að taka upp símann, taka nokkrar myndir og ýta á send. Við erum að framleiða efni, klippa, laga og svara fólki. Við erum með heimasíðu, grafík, texta og pælum virkilega mikið í þessu. Þetta er okkar heimur.“ Hafa bæði misst vinatengsl Kara og Viktor segjast bæði vera miklar kynverur og því sé vinnan stór hluti af lífi þeirra. „Ég geri mér ekki upp fullnægingu eða er eitthvað að þykjast njóta. Og það er einmitt eitt það vinsælasta á síðunni okkar er það hvað fólk elskar fullnægingarnar mínar. Ég hef stundum hugsað það að fólk sem er kannski ekki miklar kynverur sjálft eigi kannski erfiðara með að skilja þennan heim. Ég skil að þetta sé viðkvæmt, þetta er klámframleiðsla.“ VInnan er stór hluti af lífi Köru og Viktors og segjast þau bæði vera miklar kynverur og hafi sömu langanir og viðhorf þegar kemur að því að deila kynferðislegu efni með öðru fólki. LoveTwisted/OnlyFans Hafið þið aldrei verið hrædd um orðsporið ykkar? „Ég óttaðist það kannski áður en núna veit ég bara betur. Ég er fullkomlega meðvituð um hvað ég er að gera,“ segir Kara. Hafiði aldrei óttast útskúfun úr hópum? „Ég hef misst vini og misst ákveðin tengsl við sumt fólk, sem er auðvitað erfitt og sorglegt. Mér finnst það mjög leiðinlegt,“ segir Kara. „Þarna er bara ákveðin þröngsýni. Fólk er ekki að sjá hvað þetta er fyrir okkur. Fólk trúir því ekki að þetta sé okkar val, að við séum hamingjusöm,“ segir Viktor. „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Ég er að vinna við það sem ég vil gera. Ég er líka móðir og mér finnst það dásamlegt,“ segir Kara. Viktor segir vinnuna við síðuna fara fram í annarri hverri viku. „Þegar börnin okkar eru hjá okkur þá erum við bara að sinna þeim. Hina vikuna sinnum við síðunni.“ Finnst of ungar stelpur inni á OnlyFans Hvað eru margar íslenskar stelpur á OnlyFans? „Ég hugsa að þær séu orðnar yfir hundrað. Sumar eru ekki lengi þarna inni, prófa þetta og hætta fljótlega. Hætta kannski þegar þær byrja í sambandi eða þegar þær gera sér grein fyrir því hvað þetta er tímafrekt og mikil vinna. Ég veit að ég er ein af þeim stærstu hér á landi,“ segir Kara. Ertu sjálf búin að kynnast mörgum íslenskum stelpum í gegnum síðuna? Já, nokkrum. Stelpur hafa leitað til mín með ráð og annað. Mér finnst bara alltof ungt að stelpur undir 22 ára séu á OnlyFans. Ég hefði ekki viljað fara út í þetta átján ára. Ég veit ekki hvert það hefði leitt mig. „Forsendurnar þurfa að vera réttar. Þær verða að vita hvar þær standa og af hverju þær eru að gera þetta. Í okkar tilviki, þá værum við að gera þetta hvort sem við fengjum pening fyrir þetta eða ekki,“ segir Viktor. Kara segir allavega hundrað íslenskar stelpur vera inni á OnlyFans en sjálfri finnst henni of ungt þegar stelpur eru undir 22 ára og inni á síðunni. Kara er sjálf rúmlega þrítug. LoveTwisted/OnlyFans Hver er ykkar skoðun á því þegar það er talað um að fólk sem fari út í þetta sé yfirleitt með brotna sjálfsmynd? Viktor: Þetta er í sjálfu sér alveg eins og hver sem er sem deilir efni á samfélagsmiðlum. Af hverju ertu að gera það? Af hverju ertu að deila þessu efni svo að fólk sjái? Þú ert að sækjast eftir ákveðinni athygli, viðurkenningu og hrósi. Hvort sem það er mynd af þér við eldgosið, sjálfa eða mynd af þér og barninu þínu. „Þetta er í raun það sama. Efnið sem við deilum er fyrir bara lokaðan hóp og það er annað efni. Fyrir mér er eini munurinn eðli efnisins.“ Dýrmætt að þurfa ekki að vera í felum Hvað með vini ykkar, taliði um þetta við þá? „Já, við gerum það. Við hlæjum að þessu og gerum grín,“ segir Kara. „Það er rosalega dýrmætt að þurfa ekki að vera í felum. Fólk er mikið að spyrja og mér finnst gott að geta rætt þetta. Fyrst ræddi ég þetta ekki og sýndi ekki andlitið. Um leið og ég opnaði mig um þetta og tengdi mína persónu við síðuna upplifði ég létti og frelsi. Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna sem vinn við að deila og framleiða kynferðislegt efni.“ „Orðið klámstjarna er auðvitað svolítið gildishlaðið og hefur haft neikvæðar tengingar eins og við mansal. En það er auðvitað ekki þannig í hennar tilviki. Merking orðsins er samt að breytast með tímanum hugsa ég,“ segir Viktor. T'íminn er allt í einu runnin frá okkur. Svörum við ótal spurningum hefur verið svarað en samt langar mig að spyrja meira, vita meira. Kara hlær þegar ég spyr hana að lokum hvort að hún vilji láta titla sig sem klámstjörnu. „Já, af hverju ekki?“ Að geta talað opinskátt við vini um vinnu sína á OnlyFans segja Kara og Viktor vera mjög dýrmætt og freslandi. Helgarviðtal Kynlíf Ástin og lífið Samfélagsmiðlar OnlyFans Tengdar fréttir OnlyFans ekki „easy money heldur vinna“ Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni. 26. apríl 2021 19:50 Ekki réttlátt að refsa fyrir birtingu á eigin klámmyndum Þingmaður Pírata segir ekki réttlátt að refsa fólki fyrir að birta af sér klámfengið efni. 7. október 2020 13:34 Hátt í tuttugu íslenskar konur selja aðgang að myndum af sér Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. 10. september 2020 19:10 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Einhleypan: Toni Fons heillast af hugrekki og húmor Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Klukkan er 9:30 á þriðjudagsmorgni og sólin skín inn um gluggann á reisulegu einbýlishúsi í rólegu úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Hér býr sex manna fjölskylda. Það eru hljóðfæri og barnadót í bjartri stofunni, skipulagðir og snyrtilegir leikfangakassar með föndurdóti, litum og blöðum. Afslappað og heimilislegt. Parið Viktor og Kara eru vinaleg og yfirveguð. Það eina vandræðalega er ég sjálf, sitjandi með kaffibolla að reyna að finna leið til að byrja þetta viðtal. Viðtal við íslenskt fjölskyldufólk sem vinnur við það að framleiða og selja erótískt efni og klám á síðunni OnlyFans sem mikið hefur verið í umfjöllun síðustu daga. Við byrjum á því að ræða hvernig þetta byrjaði, hvernig og hvenær þau kynntust. Hittast á OnlyFans fimmtán árum síðar „Við kynntumst sem sagt í gegnum OnlyFans,“ segir Kara hálf hlæjandi. Hún er sjálfsörugg, ófeimin og virkar ekki stressuð. „Ég er búin að vera á OnlyFans síðan í júní í fyrra en byrja ekki að vinna þar fyrr en í ágúst. Fyrst var ég bara að skoða og pæla.“ Voru saman í grunnskóla en hittust svo ekki í fimmtán ár fyrr en þau kynntust óvænt í gegnum OnlyFans. Ástin kviknaði fljótt byrjuðu Viktor og Kara að búa fljótlega eftir að þau kynnast. Viktor á tvö börn og Kara sömuleiðis svo nú eru þau sex í heimili. „Ég var fylgjandi hjá henni á OnlyFans þegar hún óskar eftir ljósmyndara. Ég svara henni og upp frá því byrjum við að spjalla,“ segir Viktor. Áður en þau hittust skoðaði Viktor betur myndir af henni og sá þá að þarna var stelpa sem hann þekkti. „Ég þekkti einhvern vangasvip, þó svo að ég sæi ekki andlit hennar,“ segir Viktor og brosir til kærustu sinnar sem brosir á móti. Það sést greinilega að hér er ástfangið par. Þegar Kara talar horfir Viktor á hana aðdáunaraugum. Við vorum ekki búin að sjást í fimmtán ár en við vorum saman í grunnskóla. Ég vissi ekkert hver hann var þegar við byrjuðum að spjalla. Ég var mjög stressuð að fara að hitta einhvern sem ég þekkti ekki svo að það var mikill léttir þegar ég komst að því að þetta væri hann, segir Kara. Hefur lengi birt kynferðislegt efni á netinu Kara segist hafa hugsað sig um í nokkra mánuði áður en hún tók skrefið og byrjaði að deila efni á OnlyFans. Á þessum tíma var hún nýbyrjuð í sálfræði í háskólanum en segist ekki hafa getað hugsað sér að halda náminu áfram vegna heimsfaraldursins og þeirra takmarka sem fylgdu honum. „Mig langar ennþá í sálfræðinám. Mig langar líka í kynjafræði eða kynlífsráðgjöf, það er einhver sterk köllun þarna. Það má tala um þetta allt. Það er fólk að horfa á alls konar, það er fólk að gera alls konar. Þetta er eðlilegt þó að fólk þori ekki alltaf að tjá sig um þetta,“ segir Kara. Ég spyr hvort ákvörðunin um að stíga þetta skref hafi verið fjárhagslegs eðlis. Var þetta kannski örþrifaráð eða eitthvað sem hún taldi sig þurfa að gera? Hún brosir, átti von á þessari spurningu. „Auðvitað spilaði það eitthvað inn í. Í mínu tilviki er það samt ekki aðalmálið því ég hef lengi birt svona myndir af mér og finnst það gaman.“ Fyrst var ég inni á síðu á Reddit þar sem fólk getur til dæmis deilt kynferðislegum myndum með heiminum, nafnlaust. Svo gerðist eitthvað þegar vinur minn benti mér á að ég gæti raunverulega grætt á þessu. „Ég vissi þarna ekki af neinni stelpu sem var inni á OnlyFans hér á landi, þetta var ekki uppi á yfirborðinu.“ „Þetta er bara heimagert klám“ Þegar Viktor og Kara svo kynnast er hún búin að vera virk á OnlyFans í rúma þrjá mánuði. Fljótlega fara þau að framleiða efni fyrir síðuna saman. Þegar þau tala um síðuna er eins og þau séu að tala um fyrirtækið sitt, sameiginlegan rekstur sem þau eru greinilega stolt af. Enginn afsakandi tónn, engin skömm. Það koma margar spurningar upp í hugann. Ég spyr út í efnið á síðunni. Kara byrjaði með OnlyFans síðuna sína í fyrrahaust undir nafninu LoveTwisted. Eftir að Viktor kom inn í líf hennar byrjuðu þau í sameiningu að framleiða efni fyrir síðuna. LoveTwisted/OnlyFans „Síðan mín er eiginlega orðin síðan okkar. Við birtum myndir, klippur og svo erum við með myndbönd sem sumir gætu kallað klámmyndbönd eða erótísk myndbönd. Fyrir mér er þetta svolítið það sama. Þetta er bara heimagert klám,“ segir Kara. Við tölum um orðið klám, orð sem Kara virðist ekki hafa miklar áhyggjur af og skammast sín ekki fyrir að nota. Hún segir það mikilvægt að fólk gerir sér grein fyrir því hvað þetta er áður en það dæmir. Þetta er ekki efni sem þú sérð inni á klámsíðum eins og til dæmis Pornhub. Það er enginn milliliður, engin þvingun og ég stjórna þessu. Þetta er bara alvöru. Þetta eru lafandi brjóst, smá bumba og bólur á rassinum. Það er stutt í húmorinn. Mörkin í sambandinu skýr Djarfar myndir og kynferðisleg myndbönd af Köru eru aðalfókus síðunnar. Ég velti fyrir mér hvernig tilfinning það sé að vera í ástarsambandi í þessari aðstöðu. Hvernig ætli það sé fyrir Viktor að fólk geti séð ástina hans á þennan hátt? Mér finnst þetta frábært. Ég hef sömu skoðun á þessu og sömu viðhorf og Kara. Línan okkar er miklu innar en þetta. Hann virðist öruggur. Eins erfitt og mér reynist að skilja það, þá trúi ég honum. Þetta virðist ekki trufla hann, þvert á móti greini ég stolt. „Mörkin okkar eru skýr. Þegar við kynntust sáum við hversu rosalega vel við pössum saman, á einhverju ótrúlegu leveli sem við höfum ekki upplifað áður. Við fórum á einhverja hraðbraut og komumst rosalega langt á skömmum tíma,“ segir Viktor. Foreldrar og fjölskylda upplýst um síðuna Mér er litið á skipulagðan leikfangakassann á gólfinu, hugsa til fjölskyldulífsins. Hvað með fjölskylduna ykkar, vita þetta allir? „Foreldrar mínir vita af þessu, líka systkini mín. Ég á á slatta af systkinum, öll yngri og maður er svona ákveðin fyrirmynd, eða hitt þó,“ segir Kara og heldur áfram: Ég sagði pabba og konunni hans frá þessu og pabbi sagði bara: „You do what you gotta do!“ Hann var bara ógeðslega pepp í þetta! Kara og Viktor hlæja og ég líka, hálfgerðum taugaveiklunarhlátri. Þegar Kara sér undrunarsvipinn á mér segir hún að þarna hafi hún ekki alveg verið búin að útskýra nákvæmlega hvers eðlis þetta væri. Fjölskylda og vinir Köru og Viktors eru meðvituð um starf þeirra á OnlyFans. Kara segir fjölskyldu sína hafa tekið fréttunum furðu vel. LoveTwisted/OnlyFans „Ég sagði kannski meira að þetta væri einskonar módelstarf. Ég sagði ekki alveg að ég væri einhver klámstjarna. Þó að ég sé ekki að segja þeim beint frá því, þá vita þau það alveg.“ „Fjölskyldan mín er ekki eins opin með þetta eins og fjölskylda Köru og við höfum mikinn skilning á því að þetta sé viðkvæmt fyrir fjölskyldur okkar. Við erum bæði í góðum samskiptum við fjölskylduna og þau sjá að við erum búin að blómstra síðan við kynntust. Börnin okkar eru sátt bæði við okkur og hvort annað,“ segir Viktor. Búin að framleiða saman yfir hundrað myndbönd Á síðunni er listi yfir myndbönd sem þau hafa framleitt sem eru nú hátt í hundrað talsins. Myndböndin geta fylgjendur síðunnar ekki séð nema borga aukalega. Kara: „Þau kosta frá sjö dollurum upp í sjötíu. Allt eftir því hvað myndbandið er langt en það getur verið allt frá tuttugu sekúndum upp í þrjátíu mínútur.“ Kara er að hennar sögn ein af þeim „stærstu“ á Íslandi á OnlyFans og segir hún fylgjendahóp sinn stöðugan. Ég spyr út í tekjurnar og Viktor svarar: Við byggjum ekki í þessu húsi nema að það væri fyrir þessar tekjur. Hún er með töluvert hærri tekjur en ég en auðvitað er þetta rokkandi á milli mánaða. „Þessar tekjur eru allar gefnar upp til skatts og við erum með endurskoðanda að vinna fyrir okkur til að halda utan um þetta allt,“ segir Kara. Viktor og Kara segja tekjurnar sem þau hafa uppúr OnlyFans síðunni góðar og hafa þau sjálf framleitt yfir hundrað kynferðisleg myndbönd síðan í desember. Íslendingar langstærsti fylgjendahópurinn Kara segir fylgjendahópinn að mestu leyti vera Íslendinga en markmiðið sé þó að komast út fyrir íslenskan markað. „Erlendur markaður er eins og annað fyrirtæki. Hér á Íslandi ertu með lítinn markað sem er tilbúinn að borga meira fyrir íslenskt efni, íslenskt tal og íslenskar stunur. Þegar við förum út fyrir íslenska markaðinn er verðið miklu minna og er því mjög flókið að ætla sér að verða stór bæði á Íslandi og erlendis.“ Spjallið færist út í viðskipta- og markaðspælingar og augljóst að parið hefur eytt miklum tíma í það að „greina markaðinn“. Tilfinningin er eins og að tala við ungt fólk sem hafi verið að stofna sprotafyrirtæki. Þau tala um efnisframleiðslu, markaðsplönin, áætlanir og drauminn um erlendan markað. Mjög vinsælt að fylgjendur vilji spjalla Kara segir marga vilja spjalla líka. „Það er frekar algengt og margir sem sækjast eftir því að fá að tala við mig.“ Kostar það eitthvað? „Ég hef ekki verið að taka mikið fyrir það en sumir á OnlyFans eru með stillt þannig að fólk þarf að borga til þessa að geta sent þeim skilaboð.“ Ég hef alltaf haft gaman af því að tala og ef fólk vill tala um kynferðislegar langir eða segja mér frá einhverju, er ég mjög opin. Stundum vill fólk eitthvað meira, eins og það sem fólk kallar sexting. Þá rukka ég fyrir það. Sprotafyrirtækjatilfinningin hverfur eins og dögg fyrir sólu. Er mikið um þetta, að menn óski eftir slíku spjalli? „Já, frekar. Þá eru þeir að leitast eftir því að ég verði „þeirra“ í smá tíma, kannski bara í fimm mínútur.“ Ég horfi strax á Viktor og reyni að greina það hvernig honum líði að tala um þetta. Hann virðist rólegur. Hvernig líður þér með þetta? „Allt í góðu, upp að vissu marki,“ svarar hann. Hefur aldrei komið upp afbrýðisemi? „Jú, jú...“ Hann hikar og Kara grípur inn í: „Ekki beint afbrýðisemi myndi ég segja. Þetta er vinnan mín og okkar. Við erum að gera þetta í sameiningu.“ Algengasta áreitið að karlmenn óski eftir því að hittast Hefur þú aldrei lent í neinu sem þér finnst óþægilegt? „Jú, það hefur gerst og ég hef lokað á þrjá eða fjóra aðila. Ein af algengustu spurningum sem ég fæ er hvort að ég bjóði ekki upp á hittinga en ég tek það mjög skýrt fram á síðunni minni að ég geri það ekki,“ segir Kara. Kara segir mesta áreitið sem hún fái vera það þegar karlmenn óski ítrekað eftir þvi að hitta hana og sækjast eftir einhverju meira sem hún segir aldrei hafa komið til greina. Skjáskot af síðu LoveTwisted á OnlyFans Þetta er mesta áreitið að mínu mati. Þetta finnst mér hættulegt. Sérstaklega fyrir stelpur sem eru mjög ungar því þeir eru að bjóða upphæðir sem sumar geta kannski ekki sagt nei við. Hvað er upphæðir er verið að bjóða? „Það er misjafnt. Hæst hefur mér verið boðið hundrað þúsund.“ Er þetta eitthvað sem þið hafið rætt um sem möguleika? Kara er fljót að svara og hristir hausinn. „Þetta er alveg off limits hjá okkur. Kannski finnst fólki fyndið að við skulum segja þetta því við hittumst í gegnum síðuna. Það var öðruvísi og ekki í þeim tilgangi að stunda kynlíf. Ég vissi hver hann var áður en ég hitti hann.“ Hefur þú aldrei óttast áreiti eða verið hrædd um að lenda í einhverju alvarlegu? „Ekki þegar ég er bara að fara út í búð eða eitthvað svoleiðis. Sérstaklega ekki þegar ég var ekki búin að sína andlitið mitt á síðunni,“ segir Kara og er hugsi. „Ég hef alveg hugsað um þetta, hvort að þessi staða geti komið upp,“ segir Viktor en þarna hefur andrúmsloftið breyst og orðið þyngra. Kara segir það hafa verið mjög frelsandi að stíga það skref að sína andlit sitt á OnlyFans og koma úr felum. Hún segist ekki skammast sín fyrir starf sitt heldur sé hún stolt. „Þarna hrynur lífið mitt“ Var það stór ákvörðun að sýna andlit á síðunni? „Ekki fyrir mér – Mér fannst það í rauninni bara geggjað og segja bara hér er ég,“ segir Kara. „Ekki fyrir mér heldur, ég hvatti hana til þess. Þetta gerðist í raun út af hefndarklámi,“ segir Viktor. Viktor segir frá síðu þar sem karlmenn, að mestum hluta, birta myndir af fáklæddum eða nöktum íslenskum stelpum og nafngreina þær. „Mynd af mér birtist þarna inni. Ég var nafngreind fullu nafni og settur inn linkur á Facebook-síðuna mína,“ segir Kara og er greinilega mikið niðri fyrir. Hún gerir hlé á máli sínu og heldur svo áfram. Í þessu innleggi var sagt að ég væri að selja mig. Ég væri mjög ódýr og góð. Í kjölfarið fékk Kara fjöldan allan af vinabeiðnum og skilaboðum. Karlmenn að biðja hana um að hitta sig. Hún segir áfallið hafa verið mikið. „Þarna hrynur líf mitt – ég hugsaði bara að það væri búið. Mig langar alls ekki að vera nefnd á þessari síðu. Þetta er ógeðslegasta síða sem fyrir finnst. Ég skil ekki að lögreglan geti ekki gert meira í því að loka henni.“ Þessi atburður varð til þess að Kara segist hafa ákveðið að snúa vörn í sókn og hætta að fela sig og „koma út úr skápnum“ eins og hún orðaði það. „Ég ákvað að uppfæra starfstitilinn minn á Facebook síðunni minni og núna stendur að ég starfi sem Content creator hjá OnlyFans. Ég á þennan líkama og ég birti þetta efni sjálf.“ Kara var nafngreind inni á síðu sem hefur verið mikið í umræðunni vegna hefndarkláms. Hún segir einhvern einstakling hafa nafnlaust birt fullt nafn hennar og hlekk á Facebook síðu hennar. Til að snúa vörn í sókn ákvað Kara að sýna andlit sitt á OnlyFans og opinberlega gefa það upp að hún væri að vinna hjá OnlyFans. Skjáskot OnlyFans og fjölskyldulífið Kara og Viktor vilja að fólk viti að þau skammist sín ekki fyrir það sem þau gera. Þetta sé þeirra meðvitaða ákvörðun, þeirra val, þeirra löngun og þeirra starf. Aftur verður mér litið í kringum mig. Púsluspil, leikföng, barnastóll. Garður fullur af barnaútileikföngum. Óttist þið ekkert að börnin viti við hvað þið starfið? Hvernig líður ykkur með það? Hvernig útskýrið þið þetta fyrir börnunum? Hafið þið gert það? Kara horfir á mig róleg en brosandi. Ég hugsaði upphátt, spurningarnar komu allar út í einu. Ég afsaka mig. Þetta eru góðar spurningar og ég skil að þú viljir fá svör við þeim. Þetta er flókið, allar þessar pælingar: Hvernig getur hún verið inn á Onlyfans að selja kynlífsmyndbönd og samt verið fjögurra barna móðir? Hvað með börnin og allt þetta? „Ókei, hvað með börnin? Í fyrsta lagi þá kemur þetta börnunum okkar ekki við. En þetta er jú internetið og það sem fer á internetið verður á internetinu. Síðan mín er lokuð og þú þarft að borga þig inn til þess að skoða efnið. Þú getur ekki halað niður efni en þú getur afritað með ólöglegum hætti. Dreifing á efninu er alltaf möguleg og ef það kemst til barnanna...“ Kara hikar og horfir á Viktor. „Það er alltaf þessi áhætta.“ Kara segist ung hafa byrjað á því að taka myndir af sér og deila á netið. Hún segir þessa vinnu það sem henni langi að vera gera og forsendurnar því réttar. Hún sé sjálf við stjórn og sé fullkomlega meðvituð um hvað hún sé að gera og afhverju. Óvenjulegt, flókið og erfitt Hvernig er sú tilfinning að hugsa til þess að börnin muni einhvern tíma sjá efnið? „Sú tilfinning er óhugnanleg, ég viðurkenni það. En á sama tíma er ég mjög opin og vil geta rætt svona.“ Kara hikar aftur og núna í fyrsta skipti fer hún úr jafnvægi. Viktor tekur við: „Fólk er með allskonar efni í símanum sínum í dag, allskonar myndir. Það eru ábyggilega meiri líkur á því að börn komist í símann hjá foreldrum sínum heldur en okkar börn í þetta efni á lokaðri síðu. Við pössum rosalega vel upp á allt svona.“ „Það er ekki langt í að við þurfum að eiga samtal við elsta strákinn okkar um kynlíf. Kynlíf er eðlilegur hlutur, þetta á ekki að vera feimnismál. Það þurfa allir foreldrar að ræða um kynlíf við börnin sín á einhverjum tímapunkti,“ segir Viktor. Ég bendi á að það sé eitt að tala við börnin sín um kynlíf og annað að segja barninu sínu frá því að foreldrar þess starfi við það að framleiða og selja kynlífstengt efni. Kara tekur undir og segir að eðlilega sé þetta óvenjulegt, flókið og erfitt. Við erum bara að reyna að læra inn á hvernig er best að segja börnunum frá þessu þegar að því kemur. Fyrir mitt leyti er engin ein rétt leið en margar rangar. Óttist þið ekki að börn ykkar geti orðið fyrir áreiti? „Það er árið 2021 sem betur fer. Við erum á uppleið með svona málefni og umræðu,“ segir Kara. En hefur þú aldrei óttast þetta? „Jú, ég hef óttast það. Auðvitað! Það óttast allir um börnin sín. Óttast um einelti eða líðan barna sinna. Það er alltaf eitthvað sem mun koma upp varðandi það að börn getið orðið fyrir áreiti vegna foreldra sinna, hvers eðlis sem það er. Eru foreldrarnir á lélegum bíl? Í einhverju starfi sem þykir öðruvísi? Það geta verið allskonar hlutir.“ „Það mun ábyggilega koma sá tími, vonandi ekki samt, að einhver vinur barnanna segi: Ég sá mömmu þína hérna,“ segir Viktor og horfir á Köru. „Já, en á þeim tíma myndi ég vilja vera búin að útskýra forsendurnar og að þetta sé vinnan mín,“ segir Kara. Bæði segjast hafa fundi fyrir auknu sjálfstrausti eftir að þau byrjuðu að deila kynferðislegu efni af sér á síðunni OnlyFans. Viktor segir Köru sérstaklega hafa fengið meira sjálfsálit því hún fái miki hrósi frá fylgjendum sínum. „Þetta er alvöru vinna“ Við tölum um vinnu, kynlífsvinnu. Er hægt að kalla kynlífsvinnu vinnu? Kara segir að mestu máli skipti að hún sé ekki að fara í þetta af neyð. „Þetta er mitt val. Ég hefði aldrei farið út þetta af neyð. Ég var ung þegar ég byrjaði að taka svona myndir af mér og deila þeim. Þetta höfðar til mín og ég hef þessa löngun, sama hvað þú vilt svo sem kalla hana. Löngun í athyglina, ég er með þessa sýniþörf,“ segir Kara. „Við höfum fundið það bæði, sérstaklega Kara, að sjálfsálitið okkar hefur aukist eftir að við byrjuðum á þessu. Kara fær mjög mikið hrós,“ segir Viktor. Ég geri þetta af ástríðu, af því að ég vil þetta. Ég var að gera þetta hvort sem er og núna fæ ég borgað fyrir þetta. Mér finnst þetta skemmtilegt. Hvort sem ég tek myndir sjálf eða fer í myndatöku. „Það er rosalega gaman að eiga svona alvöru professional myndir af sér. Við höfum meira að segja selt myndir í ramma til fólks. Tilhugsunin um það að ég sé hálfnakin á vegg hjá einhverjum er góð, mér finnst það ógeðslega töff.“ Ertu stolt af vinnunni þinni? „Já, ég er það. Þetta er alvöru vinna,“ segir Kara. Viktor segir mikinn tíma fara í vinnslu efnisins. „Þetta er ekki bara að taka upp símann, taka nokkrar myndir og ýta á send. Við erum að framleiða efni, klippa, laga og svara fólki. Við erum með heimasíðu, grafík, texta og pælum virkilega mikið í þessu. Þetta er okkar heimur.“ Hafa bæði misst vinatengsl Kara og Viktor segjast bæði vera miklar kynverur og því sé vinnan stór hluti af lífi þeirra. „Ég geri mér ekki upp fullnægingu eða er eitthvað að þykjast njóta. Og það er einmitt eitt það vinsælasta á síðunni okkar er það hvað fólk elskar fullnægingarnar mínar. Ég hef stundum hugsað það að fólk sem er kannski ekki miklar kynverur sjálft eigi kannski erfiðara með að skilja þennan heim. Ég skil að þetta sé viðkvæmt, þetta er klámframleiðsla.“ VInnan er stór hluti af lífi Köru og Viktors og segjast þau bæði vera miklar kynverur og hafi sömu langanir og viðhorf þegar kemur að því að deila kynferðislegu efni með öðru fólki. LoveTwisted/OnlyFans Hafið þið aldrei verið hrædd um orðsporið ykkar? „Ég óttaðist það kannski áður en núna veit ég bara betur. Ég er fullkomlega meðvituð um hvað ég er að gera,“ segir Kara. Hafiði aldrei óttast útskúfun úr hópum? „Ég hef misst vini og misst ákveðin tengsl við sumt fólk, sem er auðvitað erfitt og sorglegt. Mér finnst það mjög leiðinlegt,“ segir Kara. „Þarna er bara ákveðin þröngsýni. Fólk er ekki að sjá hvað þetta er fyrir okkur. Fólk trúir því ekki að þetta sé okkar val, að við séum hamingjusöm,“ segir Viktor. „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Ég er að vinna við það sem ég vil gera. Ég er líka móðir og mér finnst það dásamlegt,“ segir Kara. Viktor segir vinnuna við síðuna fara fram í annarri hverri viku. „Þegar börnin okkar eru hjá okkur þá erum við bara að sinna þeim. Hina vikuna sinnum við síðunni.“ Finnst of ungar stelpur inni á OnlyFans Hvað eru margar íslenskar stelpur á OnlyFans? „Ég hugsa að þær séu orðnar yfir hundrað. Sumar eru ekki lengi þarna inni, prófa þetta og hætta fljótlega. Hætta kannski þegar þær byrja í sambandi eða þegar þær gera sér grein fyrir því hvað þetta er tímafrekt og mikil vinna. Ég veit að ég er ein af þeim stærstu hér á landi,“ segir Kara. Ertu sjálf búin að kynnast mörgum íslenskum stelpum í gegnum síðuna? Já, nokkrum. Stelpur hafa leitað til mín með ráð og annað. Mér finnst bara alltof ungt að stelpur undir 22 ára séu á OnlyFans. Ég hefði ekki viljað fara út í þetta átján ára. Ég veit ekki hvert það hefði leitt mig. „Forsendurnar þurfa að vera réttar. Þær verða að vita hvar þær standa og af hverju þær eru að gera þetta. Í okkar tilviki, þá værum við að gera þetta hvort sem við fengjum pening fyrir þetta eða ekki,“ segir Viktor. Kara segir allavega hundrað íslenskar stelpur vera inni á OnlyFans en sjálfri finnst henni of ungt þegar stelpur eru undir 22 ára og inni á síðunni. Kara er sjálf rúmlega þrítug. LoveTwisted/OnlyFans Hver er ykkar skoðun á því þegar það er talað um að fólk sem fari út í þetta sé yfirleitt með brotna sjálfsmynd? Viktor: Þetta er í sjálfu sér alveg eins og hver sem er sem deilir efni á samfélagsmiðlum. Af hverju ertu að gera það? Af hverju ertu að deila þessu efni svo að fólk sjái? Þú ert að sækjast eftir ákveðinni athygli, viðurkenningu og hrósi. Hvort sem það er mynd af þér við eldgosið, sjálfa eða mynd af þér og barninu þínu. „Þetta er í raun það sama. Efnið sem við deilum er fyrir bara lokaðan hóp og það er annað efni. Fyrir mér er eini munurinn eðli efnisins.“ Dýrmætt að þurfa ekki að vera í felum Hvað með vini ykkar, taliði um þetta við þá? „Já, við gerum það. Við hlæjum að þessu og gerum grín,“ segir Kara. „Það er rosalega dýrmætt að þurfa ekki að vera í felum. Fólk er mikið að spyrja og mér finnst gott að geta rætt þetta. Fyrst ræddi ég þetta ekki og sýndi ekki andlitið. Um leið og ég opnaði mig um þetta og tengdi mína persónu við síðuna upplifði ég létti og frelsi. Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna sem vinn við að deila og framleiða kynferðislegt efni.“ „Orðið klámstjarna er auðvitað svolítið gildishlaðið og hefur haft neikvæðar tengingar eins og við mansal. En það er auðvitað ekki þannig í hennar tilviki. Merking orðsins er samt að breytast með tímanum hugsa ég,“ segir Viktor. T'íminn er allt í einu runnin frá okkur. Svörum við ótal spurningum hefur verið svarað en samt langar mig að spyrja meira, vita meira. Kara hlær þegar ég spyr hana að lokum hvort að hún vilji láta titla sig sem klámstjörnu. „Já, af hverju ekki?“ Að geta talað opinskátt við vini um vinnu sína á OnlyFans segja Kara og Viktor vera mjög dýrmætt og freslandi.
Helgarviðtal Kynlíf Ástin og lífið Samfélagsmiðlar OnlyFans Tengdar fréttir OnlyFans ekki „easy money heldur vinna“ Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni. 26. apríl 2021 19:50 Ekki réttlátt að refsa fyrir birtingu á eigin klámmyndum Þingmaður Pírata segir ekki réttlátt að refsa fólki fyrir að birta af sér klámfengið efni. 7. október 2020 13:34 Hátt í tuttugu íslenskar konur selja aðgang að myndum af sér Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. 10. september 2020 19:10 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Einhleypan: Toni Fons heillast af hugrekki og húmor Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
OnlyFans ekki „easy money heldur vinna“ Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni. 26. apríl 2021 19:50
Ekki réttlátt að refsa fyrir birtingu á eigin klámmyndum Þingmaður Pírata segir ekki réttlátt að refsa fólki fyrir að birta af sér klámfengið efni. 7. október 2020 13:34
Hátt í tuttugu íslenskar konur selja aðgang að myndum af sér Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. 10. september 2020 19:10