Körfubolti

NBA dagsins: Svona komst Porter í sögubækurnar, Antetokounmpo meiddist og Durant í ham

Sindri Sverrisson skrifar
Hinn hárprúði Kevin Porter yngri skoraði heil 50 stig gegn einu af betri liðum vesturdeildarinnar.
Hinn hárprúði Kevin Porter yngri skoraði heil 50 stig gegn einu af betri liðum vesturdeildarinnar. AP/Mark Mulligan

Kevin Durant fór á kostum í sigri Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þó að botnlið Houston Rockets hafi ekki að neinu að keppa lét Kevin Porter sig ekki muna um að skora 50 stig gegn Milwaukee Bucks.

Svipmyndir úr sigri Houston og sigri Brooklyn á Indiana Pacers má sjá hér að neðan í NBA dagsins, þar sem einnig eru tíu bestu tilþrif næturinnar.

Klippa: NBA dagsins 30. apríl

Durant skoraði 42 stig og átti 10 stoðsendingar í 130-113 sigri Brooklyn. „Hvað er hægt að segja? Ég nýt þeirra forréttinda að þjálfa Kevin Durant. Maður setur hann inn í leikinn og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn.

Brooklyn er því áfram á toppi austurdeildar með einu tapi minna en Philadelphia 76ers. Það styttist hins vegar í tvo erfiða leiki í röð gegn Milwaukee sem er í 3. sætinu og getur blandað sér í baráttuna um efsta sætið með því að vinna þá leiki.

Óvíst er hins vegar hvort að Giannis Antetokounmpo verði með Milwaukee gegn Brooklyn en hann meiddist strax á fyrstu mínútu í leiknum gegn Houston.

Porter, sem er aðeins tvítugur, setti niður 50 stig og gaf 11 stoðsendingar en yngri leikmaður hefur ekki skorað svo mörg stig í einum NBA-leik samhliða því að gefa að minnsta kosti 10 stoðsendingar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×