Íslandsmótið í skák: Bróðirinn gæti setið uppi með skömmina Björn Þorfinnsson skrifar 30. apríl 2021 14:14 Jóhann Hjartarson og Bragi Þorfinnsson. Skák.is Það getur verið afar auðmýkjandi að sitja við skákborðið og þurfa að horfast í augu við hvað maður getur verið ógurlega vitlaus. Slíka stund upplifði ég sterkt í gær þegar ég mætti hinum unga Alexander Mai í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins í skák. Venjulega feta menn troðnar slóðir að minnsta kosti fyrstu tíu leikina í hverri skák. Eftir þriðja leik Alexanders kom upp staða sem að ég hef fengið upp mörg þúsund sinnum og þekki eins og lófann á mér. Í stað þess að leika strax leiknum sem ég þekki best og vel yfirleitt þá þyrmdi allt í einu yfir mig einhverri þunglyndislegri tilfinningu um hvað það væri óbærilegt að hjakkast alltaf í sömu hjólförunum. Ég ákvað því að leika nýjum leik, peði frá frá f7 til f5 bara til þess að reyna að gera lífið skemmtilegt. Illu heilli er þetta þó einn af lélegust leikjunum á borðinu og bíður upp á tapað tafl. Það fannst mér ekki eins skemmtilegt. Fljótlega var ég farinn að þrá aftur kunnuleg hjólför vanans. Hjörvar Steinn Grétarsson og Helgi Áss Grétarsson.Skák.is Thorfinnsson situr uppi með skömmina Eins og ég hef áður lýst í þessum pistlum þá er gríðarlegt fræðistarf unnið í skákinni. Hundruðir bóka skákbóka koma út árlega og um allan heim hafa skákkennarar og fyrirlesarar ágætlega upp úr því að kenna nemendum hvernig eigi að tefla og ekki síður hvað beri að varast. Eftir skákina var elskulegur Bragi bróðir minn fljótur að benda mér á það að samkvæmt hans skákgagnagrunni væri ég sá stigahæsti sem hefði valið þennan vitlausa leik. Síðan málaði hann upp þá mynd fyrir mig að sökum þess muni þessi skák verða um aldir allar einhverskonar sýnidæmi um hvað geti skeð þegar sterkir skákmenn taka heimskulegar og hvatvísar ákvarðanir í byrjunum skáka. „Hér lék Thorfinnsson f7-f5,“ gæti sjálfumglaður skákkennari í skákklúbb í Moskvu sagt við nemendahópinn og allir skella upp úr. Benti ég þá Braga Þorfinnssyni á að skákin yrði líklega merkt B.Thorfinnsson og því myndi hann líklega sitja upp með skömmina sem þekktari skákmaður af okkur tveim. Hljóðnaði þá bróðir minn. Aðdáunarverð barátta Alexanders Mér fannst aðdáunarvert hvernig Alexander hinn ungi brást við. Oft fipast menn þegar að andstæðingurinn lætur vaða á súðum með slíkum hætti en Alexander andaði rólega, hugsaði lengi vel og hófst síðan handa við að pakka mér saman. Hann vann af mér peð og sigldi skákinni út í endatafl sem var við fyrstu sýn vænlegt til sigurs. En endatöfl geta verið gríðarlega flókin eins ég hef oft sjálfur rekið mig á. Eiginlega einu mistök Alexanders voru þau að hann vandaði sig of mikið, eins einkennilega og það hljómar. Skyndilega átti hann bara nokkrar sekúndur eftir og þurfti að taka afar erfiðar ákvarðanir. Ég held að fáir geti gert sér í hugarlund þá pressu sem menn eru í á slíkum stundum. Fjölmargir leikir standa til boða, ein leið dugir mögulega til sigurs, önnur aðeins til jafnteflis en svo eru enn fleiri fúlir pyttir sem leiða til taps. Ákvörðunina verður að taka og þú lítur til hliðar og sérð klukkuna telja ógnarhratt niður – 10…9…8…7….6….leiktu. Hjörvar Steinn Grétarsson er kominn í dauðafæri.Skák.is Á síðustu stundu valdi Alexander eðlilegan mannlegan leik sem því miður leiddi til ósigurs eftir nokkrar nákvæma leiki frá mér. Mér leið eins og heimsins mesta illmenni því að skákmaðurinn ungi átti ekki skilið að falla í valinn. Það er alveg ótrúleg eldskírn sem Alexander er að ganga í gegnum í þessu ógnarsterka móti. Hann er í þeirri stöðu að vera langstigalægstur og er því með skotskífu á bakinu. Það ætla sér allir sigur í þessari skák til þess að berjast um verðlaunasætin. Hann hefur hins vegar sýnt að hann er hvorki sýnd veiði né gefinn. Hann er vel undirbúinn, nýtir tímann sinn og teflir af krafti. Skákirnar hafa tapast á örlítilli ónákvæmni hér og þar sem auðvelt verður að laga í framtíðinni. Vinningafjöldinn sem hann stendur uppi með í lok móts skiptir engu máli í stóra samhenginu. Aðalmálið er að reyna sig við sterkustu skákmenn landsins og draga lærdóm af hverri skák. Ég get ekki sagt að ég hlakki til þess að lúta í gras gegn Alexander í framtíðinni en það mun óhjákvæmilega gerast haldi hann áfram á sömu braut. Sviptingar á toppnum Gríðarlegar sviptingar áttu sér stað í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn þegar Bragi bróðir gerði sér lítið fyrir og hafði Jóhann Hjartarson undir í flókinni skák. Þessi ósigur ýtti Jóhann niður í annað sæti mótsins því á sama tíma bara Hjörvar Steinn sigurorð af Helga Áss eftir hörkuskák. Núna er komin upp sú staða að líklega verður það okkur Þorfinnssbræðrum að kenna ef Jóhann hampar ekki titlinum. Jóhann hefur yfirleitt haft góð tök á okkur bræðrum og því sýnir það bara hvað skákin getur verið óútreiknanleg að hann hafi þurft að sætta sig við tap gegn okkur báðum í einu og sama mótinu. Helgi Áss Grétarsson fylgist með skák Alexanders Oliver Mai og Björns Þorfinnssonar.Skák.is Vignir Vatnar tapaði síðan sinni skák gegn Guðmundi Kjartanssyni eftir rosalega baráttu. Vignir gat tryggt sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með jafntefli en hann var ekki á þeim buxunum. Markmiðið var sigur enda átti hann enn von á áfanga að stórmeistaratitli með því að vinna tvær síðustu skákirnar. Að endingu þurfti hann þó að berjast fyrir jafntefli lengi kvölds en rataði því miður ekki á einstigið sem leiddi til þess. Sigurbjörn Björnsson sýndi síðan rosalegan karakter með því að rífa sig upp úr feni vonbrigða og vinna sigur á Hannesi Hlífari. Hannes var í baráttu um gott verðlaunasæti og eygði enn tölfræðilega von á Íslandsmeistaratitlinum á meðan Sigurbjörn var í raun að bíða eftir því að mótið kláraðist. Það bjuggust því flestir við því að Hannes myndi vinna þessa skák en Hafnfirðingurinn var ekki á þeim buxunum. Síðasta umferð mótsins hefst kl.15.00 í dag og þá mætast eftirfarandi keppendur: Hjörvar Steinn – Sigurbjörn Björnsson Hannes Hlífar – Jóhann Hjartarson Björn Þorfinnsson – Helgi Áss Bragi Þorfinnsson – Vignir Vatnar Guðmundur Kjartansson – Alexander Mai Hjörvar getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri en ef keppendur verða jafnir og efstir þarf að tefla aukakeppni um titilinn. Þá er mikið undir í skák Braga bróður gegn Vigni Vatnari. Bragi á veika von um að komast í aukakeppni um titilinn með sigri en á móti þarf Vignir jafntefli til þess að fá sinn annan áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Hægt er að fylgjast með gangi mála á skak.is. Skák Tengdar fréttir Íslandsmótið í skák: Gleymdi af hvaða dýrategund þjálfarinn var Í gær þurfti ég að sætta mig við tap gegn ungstirninu Vigni Vatnari og þurfti að horfast í augu við þá súrsætu martröð allra þjálfara að nemandinn sé kannski að taka fram úr í getu. 29. apríl 2021 14:46 Íslandsmótið í skák: Blóðug barátta bræðra Ég get ekki sagt að ég hafi verið fullur tilhlökkunar að mæta að Braga bróður mínum á Íslandsmótinu 28. apríl 2021 13:00 Íslandsmótið í skák: Eyddu vasapeningunum í humarveislu Ég kalla hann eðludrenginn, vin minn og Íslandsmeistarann Guðmund Kjartansson. Ástæðan er sú að þegar tíminn styttist á klukkunni og pressan eykst þá á hann það til að breytast úr vinalegum og ljúfum skáksnillingi yfir í ógurlegt skriðdýr með kalt blóð. 27. apríl 2021 14:58 Íslandsmótið í skák: Moðreykur apaheilans felldi geithafurinn Þegar maður leitar á Google eftir orðinu „apaheili“ þá blasir við mynd af undirrituðum í einhverskonar danshreyfingu við skákborðið. 26. apríl 2021 13:46 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Venjulega feta menn troðnar slóðir að minnsta kosti fyrstu tíu leikina í hverri skák. Eftir þriðja leik Alexanders kom upp staða sem að ég hef fengið upp mörg þúsund sinnum og þekki eins og lófann á mér. Í stað þess að leika strax leiknum sem ég þekki best og vel yfirleitt þá þyrmdi allt í einu yfir mig einhverri þunglyndislegri tilfinningu um hvað það væri óbærilegt að hjakkast alltaf í sömu hjólförunum. Ég ákvað því að leika nýjum leik, peði frá frá f7 til f5 bara til þess að reyna að gera lífið skemmtilegt. Illu heilli er þetta þó einn af lélegust leikjunum á borðinu og bíður upp á tapað tafl. Það fannst mér ekki eins skemmtilegt. Fljótlega var ég farinn að þrá aftur kunnuleg hjólför vanans. Hjörvar Steinn Grétarsson og Helgi Áss Grétarsson.Skák.is Thorfinnsson situr uppi með skömmina Eins og ég hef áður lýst í þessum pistlum þá er gríðarlegt fræðistarf unnið í skákinni. Hundruðir bóka skákbóka koma út árlega og um allan heim hafa skákkennarar og fyrirlesarar ágætlega upp úr því að kenna nemendum hvernig eigi að tefla og ekki síður hvað beri að varast. Eftir skákina var elskulegur Bragi bróðir minn fljótur að benda mér á það að samkvæmt hans skákgagnagrunni væri ég sá stigahæsti sem hefði valið þennan vitlausa leik. Síðan málaði hann upp þá mynd fyrir mig að sökum þess muni þessi skák verða um aldir allar einhverskonar sýnidæmi um hvað geti skeð þegar sterkir skákmenn taka heimskulegar og hvatvísar ákvarðanir í byrjunum skáka. „Hér lék Thorfinnsson f7-f5,“ gæti sjálfumglaður skákkennari í skákklúbb í Moskvu sagt við nemendahópinn og allir skella upp úr. Benti ég þá Braga Þorfinnssyni á að skákin yrði líklega merkt B.Thorfinnsson og því myndi hann líklega sitja upp með skömmina sem þekktari skákmaður af okkur tveim. Hljóðnaði þá bróðir minn. Aðdáunarverð barátta Alexanders Mér fannst aðdáunarvert hvernig Alexander hinn ungi brást við. Oft fipast menn þegar að andstæðingurinn lætur vaða á súðum með slíkum hætti en Alexander andaði rólega, hugsaði lengi vel og hófst síðan handa við að pakka mér saman. Hann vann af mér peð og sigldi skákinni út í endatafl sem var við fyrstu sýn vænlegt til sigurs. En endatöfl geta verið gríðarlega flókin eins ég hef oft sjálfur rekið mig á. Eiginlega einu mistök Alexanders voru þau að hann vandaði sig of mikið, eins einkennilega og það hljómar. Skyndilega átti hann bara nokkrar sekúndur eftir og þurfti að taka afar erfiðar ákvarðanir. Ég held að fáir geti gert sér í hugarlund þá pressu sem menn eru í á slíkum stundum. Fjölmargir leikir standa til boða, ein leið dugir mögulega til sigurs, önnur aðeins til jafnteflis en svo eru enn fleiri fúlir pyttir sem leiða til taps. Ákvörðunina verður að taka og þú lítur til hliðar og sérð klukkuna telja ógnarhratt niður – 10…9…8…7….6….leiktu. Hjörvar Steinn Grétarsson er kominn í dauðafæri.Skák.is Á síðustu stundu valdi Alexander eðlilegan mannlegan leik sem því miður leiddi til ósigurs eftir nokkrar nákvæma leiki frá mér. Mér leið eins og heimsins mesta illmenni því að skákmaðurinn ungi átti ekki skilið að falla í valinn. Það er alveg ótrúleg eldskírn sem Alexander er að ganga í gegnum í þessu ógnarsterka móti. Hann er í þeirri stöðu að vera langstigalægstur og er því með skotskífu á bakinu. Það ætla sér allir sigur í þessari skák til þess að berjast um verðlaunasætin. Hann hefur hins vegar sýnt að hann er hvorki sýnd veiði né gefinn. Hann er vel undirbúinn, nýtir tímann sinn og teflir af krafti. Skákirnar hafa tapast á örlítilli ónákvæmni hér og þar sem auðvelt verður að laga í framtíðinni. Vinningafjöldinn sem hann stendur uppi með í lok móts skiptir engu máli í stóra samhenginu. Aðalmálið er að reyna sig við sterkustu skákmenn landsins og draga lærdóm af hverri skák. Ég get ekki sagt að ég hlakki til þess að lúta í gras gegn Alexander í framtíðinni en það mun óhjákvæmilega gerast haldi hann áfram á sömu braut. Sviptingar á toppnum Gríðarlegar sviptingar áttu sér stað í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn þegar Bragi bróðir gerði sér lítið fyrir og hafði Jóhann Hjartarson undir í flókinni skák. Þessi ósigur ýtti Jóhann niður í annað sæti mótsins því á sama tíma bara Hjörvar Steinn sigurorð af Helga Áss eftir hörkuskák. Núna er komin upp sú staða að líklega verður það okkur Þorfinnssbræðrum að kenna ef Jóhann hampar ekki titlinum. Jóhann hefur yfirleitt haft góð tök á okkur bræðrum og því sýnir það bara hvað skákin getur verið óútreiknanleg að hann hafi þurft að sætta sig við tap gegn okkur báðum í einu og sama mótinu. Helgi Áss Grétarsson fylgist með skák Alexanders Oliver Mai og Björns Þorfinnssonar.Skák.is Vignir Vatnar tapaði síðan sinni skák gegn Guðmundi Kjartanssyni eftir rosalega baráttu. Vignir gat tryggt sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með jafntefli en hann var ekki á þeim buxunum. Markmiðið var sigur enda átti hann enn von á áfanga að stórmeistaratitli með því að vinna tvær síðustu skákirnar. Að endingu þurfti hann þó að berjast fyrir jafntefli lengi kvölds en rataði því miður ekki á einstigið sem leiddi til þess. Sigurbjörn Björnsson sýndi síðan rosalegan karakter með því að rífa sig upp úr feni vonbrigða og vinna sigur á Hannesi Hlífari. Hannes var í baráttu um gott verðlaunasæti og eygði enn tölfræðilega von á Íslandsmeistaratitlinum á meðan Sigurbjörn var í raun að bíða eftir því að mótið kláraðist. Það bjuggust því flestir við því að Hannes myndi vinna þessa skák en Hafnfirðingurinn var ekki á þeim buxunum. Síðasta umferð mótsins hefst kl.15.00 í dag og þá mætast eftirfarandi keppendur: Hjörvar Steinn – Sigurbjörn Björnsson Hannes Hlífar – Jóhann Hjartarson Björn Þorfinnsson – Helgi Áss Bragi Þorfinnsson – Vignir Vatnar Guðmundur Kjartansson – Alexander Mai Hjörvar getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri en ef keppendur verða jafnir og efstir þarf að tefla aukakeppni um titilinn. Þá er mikið undir í skák Braga bróður gegn Vigni Vatnari. Bragi á veika von um að komast í aukakeppni um titilinn með sigri en á móti þarf Vignir jafntefli til þess að fá sinn annan áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Hægt er að fylgjast með gangi mála á skak.is.
Skák Tengdar fréttir Íslandsmótið í skák: Gleymdi af hvaða dýrategund þjálfarinn var Í gær þurfti ég að sætta mig við tap gegn ungstirninu Vigni Vatnari og þurfti að horfast í augu við þá súrsætu martröð allra þjálfara að nemandinn sé kannski að taka fram úr í getu. 29. apríl 2021 14:46 Íslandsmótið í skák: Blóðug barátta bræðra Ég get ekki sagt að ég hafi verið fullur tilhlökkunar að mæta að Braga bróður mínum á Íslandsmótinu 28. apríl 2021 13:00 Íslandsmótið í skák: Eyddu vasapeningunum í humarveislu Ég kalla hann eðludrenginn, vin minn og Íslandsmeistarann Guðmund Kjartansson. Ástæðan er sú að þegar tíminn styttist á klukkunni og pressan eykst þá á hann það til að breytast úr vinalegum og ljúfum skáksnillingi yfir í ógurlegt skriðdýr með kalt blóð. 27. apríl 2021 14:58 Íslandsmótið í skák: Moðreykur apaheilans felldi geithafurinn Þegar maður leitar á Google eftir orðinu „apaheili“ þá blasir við mynd af undirrituðum í einhverskonar danshreyfingu við skákborðið. 26. apríl 2021 13:46 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Íslandsmótið í skák: Gleymdi af hvaða dýrategund þjálfarinn var Í gær þurfti ég að sætta mig við tap gegn ungstirninu Vigni Vatnari og þurfti að horfast í augu við þá súrsætu martröð allra þjálfara að nemandinn sé kannski að taka fram úr í getu. 29. apríl 2021 14:46
Íslandsmótið í skák: Blóðug barátta bræðra Ég get ekki sagt að ég hafi verið fullur tilhlökkunar að mæta að Braga bróður mínum á Íslandsmótinu 28. apríl 2021 13:00
Íslandsmótið í skák: Eyddu vasapeningunum í humarveislu Ég kalla hann eðludrenginn, vin minn og Íslandsmeistarann Guðmund Kjartansson. Ástæðan er sú að þegar tíminn styttist á klukkunni og pressan eykst þá á hann það til að breytast úr vinalegum og ljúfum skáksnillingi yfir í ógurlegt skriðdýr með kalt blóð. 27. apríl 2021 14:58
Íslandsmótið í skák: Moðreykur apaheilans felldi geithafurinn Þegar maður leitar á Google eftir orðinu „apaheili“ þá blasir við mynd af undirrituðum í einhverskonar danshreyfingu við skákborðið. 26. apríl 2021 13:46