Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2021 12:18 Nýjasti aðgerðapakkinn er að hluta til framlenging á núverandi aðgerðum vegna efnahagsáhrifa kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. Ný ferðagjöf verður auk þess gefin út fyrir komandi sumar til að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki. Verður hún að andvirði fimm þúsund króna líkt og í fyrra og gildir út sumarið. Lokunarstyrkir til fyrirtækja verða framlengdir út árið 2021 og mánaðarlegir viðspyrnustyrkir útvíkkaðir. Munu þeir nú gilda út nóvember og miðast nú við að lágmarks tekjufall sé 40% í stað 60%. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli fjögurra ráðherra sem kynntu aðgerðirnar við Tjörnina að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hlutabótaleiðin rennur sitt skeið Sem hluti af aðgerðunum mun hlutabótaleiðin renna inn í atvinnuátakið Hefjum störf. Verður fólki sem hefur þegið hlutabætur gert kleift að vinna áfram með stuðningi í allt að fjóra mánuði. Mun félags- og barnamálaráðherra undirrita reglugerð þess efnis í dag eða á mánudag. Rekstraraðilum verður veittur aukinn frestur til að greiða staðgreiðslu- og tryggingagjald auk þess sem hægt verður að hliðra endurgreiðslum stuðningslána enn frekar. Einstaklingum verður áfram gert kleift að taka út séreignasparnað sinn út þetta ár. Að sögn ríkisstjórnarinnar er markmiðið með aðgerðunum að styðja áfram við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við faraldurinn. Aftur verður boðið upp á sumarlán fyrir námsmenn fyrir skólaárið 2020 til 2021 vegna Covid-19 og námsmönnum gert mögulegt að fá viðbótarlán fyrir skólaárið 2021 til 2022 sem nemur 6% álagi á grunnframfærslu framfærslulána. Tímabilið sem nýta má sex mánaða tekjutengdar atvinnuleysisbætur verður framlengt til 1. febrúar 2022. 800 milljónir til í geðheilbrigðismál og félagslegan stuðning 600 milljónir króna viðbótarframlag verður veitt til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni til að mæta aukinni þörf vegna Covid-19. Þá verður veitt 200 milljóna króna viðbótarframlag til aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 gagnvart börnum, eldri borgurum, öryrkjum, fólki af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Fram kemur í tilkynningu að sem hluti af átaki í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna verða stofnuð geðheilbrigðisteymi barna á landsvísu, geðheilbrigðisþjónusta efld í framhaldsskólum og háskólum og endurhæfing efld vegna langvarandi eftirkasta Covid. Einnig verður Sjúkratryggingum falið að semja við aðila sem veita þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni og stutt við sveitarfélög og frjáls félagasamtök til eflingar á þjónustu fyrir börn og aðra hópa með alvarlegar geðraskanir. Fréttin hefur verið uppfærð. Tilkynning ríkisstjórnarinnar Nýr barnabótaauki og framlengd stuðningsúrræði Ýmsar efnahagsaðgerðir verða framlengdar eða innleiddar á næstu dögum og vikum, en þær eru helst eftirfarandi: Barnabótaauki: Greiddur verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021 til allra þeirra sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur. Úttekt séreignasparnaðar: Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að gildistími úrræðisins verði framlengdur út árið 2021 með sömu viðmiðunarfjárhæðum og skilmálum og giltu árið 2020. Lokunarstyrkir: Lagt er til framhald á úrræðinu, sem ella rennur út í lok júní. Þannig verði það framlengt út árið 2021 auk þess sem hámarksfjárhæð verði hækkuð. Viðspyrnustyrkir: Lagt er til að úrræðið verði framlengt út nóvember 2021, auk þess sem ný tekjufallsviðmið verði búin til. Samkvæmt gildandi reglum er lágmarks tekjufall 60%, en lagt er til að búinn verði til nýr flokkur fyrir tekjufall á bilinu 40-60%. Fyrir þá aðila verði mánaðarlegur styrkur á hvert stöðugildi 300 þúsund krónur á mánuði, en mánaðarlegir styrkir nemi áfram 400 þúsund krónum á stöðugildi fyrir tekjufall á bilinu 60-80% og 500 þúsund krónum í tilfelli 80-100% tekjufalls. Breytingin kemur til framkvæmda frá og með gildistöku laganna og gildir því um allt tímabilið frá nóvember 2020 og út nóvember 2021. Þá er lagt til að hámark styrks verði 260 milljónir króna, sem verði sameiginlegt hámark fyrir lokunarstyrki frá september 2020, tekjufallsstyrki, viðspyrnustyrki og ferðagjafir. Fyrir liggur frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um málið. Endurgreiðsla stuðningslána: Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt reglugerð þar sem lánastofnunum er heimilað að hliðra endurgreiðslutíma í allt að 12 mánuði til viðbótar. Frestun skattgreiðslna: Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp um framlengdan frest þeirra sem hafa fengið frest til greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds 2020 með gjalddaga í júní, júlí og ágúst 2021 geti sótt um að dreifa þeim greiðslum í 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur með fyrsta gjalddaga 1. júlí 2022. Grænir fjárfestingahvatar: Í nýsamþykktu frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra eru leiddir í lög hvatar til að auka einkafjárfestingu, með áherslu á græna umbreytingu. Um er að ræða tvær breytingar sem heimila flýtifyrningu og sérstakt fyrningarálag á árunum 2021-2025. Annars vegar er kveðið á um frestun skattgreiðslna fyrirtækja með hraðari fyrningu eigna sem býr til frekara svigrúm til fjárfestinga. Hins vegar er kveðið á um sérstaka ívilnun til að styðja við umhverfisvænar fjárfestingar og græna umbreytingu hjá fyrirtækjum, þar sem heimilað er að reikna sérstakt 15% fyrnanlegt álag á kaupverð grænna eigna. Öflugur stuðningur á vinnumarkaði Með fjölbreyttum stuðningsúrræðum á vinnumarkaði hefur tekist að verja afkomu og kjör heimila þrátt fyrir verulegt atvinnuleysi síðustu mánuði. Átakið Hefjum störf sem styður fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök til að fjölga störfum var kynnt nýverið og hefur nú þegar skilað góðum árangri Til að fylgja þessu eftir verða eftirfarandi úrræði innleidd: Styrkur til endurráðningar í fyrra starfshlutfall: Fyrirtækimeð ráðningarsamband við einstakling sem fær greiddar hlutabætur geta fengið styrk til endurráðningar í fyrra starfshlutfall.Styrkurinn miðast við hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi einstaklings, auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fjóra mánuði. Styrkur til langtímaatvinnulausra: Greiddur verður sérstakur styrkur til að styðja við þann hóp sem verið hefur án atvinnu frá því fyrir Covid og hefur ekki notið lengingar á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Styrkurinn nemur að hámarki 100.000 kr. og verður greiddur í hlutfalli við bótarétt til þeirra atvinnuleitenda sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur vegna aprílmánaðar og höfðu fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í fjórtán mánuði eða lengur þann 1.maí 2021. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur : Það tímabiliðsem nýta má sex mánaða tekjutengdar atvinnuleysisbætur verður framlengt til 1. febrúar 2022. Réttur til greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta var lengdur tímabundið úr þremur mánuðum í sex til að mæta tekjufalli vegna Covid 19 og upprunalega var gert ráð fyrir að heimilt yrði að nýta réttinn til 1. október 2021. Þetta tímabil verður nú framlengt til 1. febrúar 2022. Geðheilbrigðismál barna og ungmenna og félagslegur stuðningur Veitt verður 600 m.kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni til að mæta aukinni þörf vegna COVID-19. Stutt verður við sex samstarfsverkefni félags- og barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnuð verða geðheilbrigðisteymi barna á landsvísu, efld geðheilbrigðisþjónusta í framhaldsskólum og háskólum, efld endurhæfing vegna langvarandi eftirkasta Covid, Sjúkratryggingum falið að semja við aðila sem veita þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni og stutt við sveitarfélög og frjáls félagasamtök til eflingar á þjónustu fyrir börn og aðra hópa með alvarlegar geðraskanir. Veitt verður 200 m.kr. viðbótarframlag til aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 gagnvart börnum, eldri borgurum, öryrkjum, fólki af erlendum upprunaog öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Um er að ræða stuðningsaðgerðir sem m.a. vinna gegn heimilisofbeldi, styðja við bætta upplýsingafærni eldra fólks,heimilislausa, ungmenni sem hvorki eru þátttakendur á vinnumarkaði né í námi og aðgerðir sem bæta stöðu fólks sem býr við þroskaskerðingu og einhverfu. Gefið enn meira í gagnvart ferðaþjónustu Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýtt hafa efnahagsúrræði stjórnvalda undanfarið ár, enda hefur greinin orðið fyrir búsifjum umfram aðrar. Í nýjum aðgerðapakka stjórnvalda eru lagðar til tvenns konar sérhæfðar aðgerðir til viðbótar til að byggja enn frekar undir íslenska ferðaþjónustu: Ferðagjöf II: Gefin verður út ný ferðagjöf sem gildir út sumarið 2021, en ferðagjöfin verður með sama sniði og fyrra úrræði þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðatryggingasjóður: Með frumvarpi ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra er lagt til að rekinn verði samtryggingasjóður allra seljenda pakkaferða sem tryggi fullar endurgreiðslur í þeim tilvikum. Stofnun sjóðsins hefur mikið hagræði í för með sér fyrir ferðaskrifstofur á sama tíma og neytendavernd er aukin. Öflugur stuðningur við námsmenn Ákveðið hefur verið að styðja frekar við námsmenn á framhalds – og háskólastigi en heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagi námsmanna: Sumarlán: Á skólaárinu 2019 – 2020 var boðið upp á sumarlán fyrir námsmenn hjá Menntasjóði námsmanna. Lánað var niður í 1 ECTS einingu. Ákveðið er að sambærileg ráðstöfun verði í boði fyrir námsmenn vegna sumarannar skólaársins 2020 – 2021.Þá verður áfram gert ráð fyrir því að þeir námsmenn sem sækja um námslán og koma af atvinnumarkaði eða hafa ekki verið á námslánum síðustu 6 mánuði fái fimmfalt frítekjumark til lækkunar á launatekjum ársins sem hefðu annars skert lánið. Tímabundin hækkun grunnframfærslu námsmanna: Þá er vegna tímabundinna aðstæðna í þjóðfélaginu fyrirhugað að bjóða námsmönnum upp á viðbótarlán fyrir skólaárið 2021-2022. Lánið getur numið 6% álagi grunnframfærslu framfærslulána, nái áætlaðar tekjur námsmannsins ekki heimiluðu frítekjumarki (sem er í dag 1.410.000 krónur vegna tekna ársins 2020). Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Ný ferðagjöf verður auk þess gefin út fyrir komandi sumar til að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki. Verður hún að andvirði fimm þúsund króna líkt og í fyrra og gildir út sumarið. Lokunarstyrkir til fyrirtækja verða framlengdir út árið 2021 og mánaðarlegir viðspyrnustyrkir útvíkkaðir. Munu þeir nú gilda út nóvember og miðast nú við að lágmarks tekjufall sé 40% í stað 60%. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli fjögurra ráðherra sem kynntu aðgerðirnar við Tjörnina að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hlutabótaleiðin rennur sitt skeið Sem hluti af aðgerðunum mun hlutabótaleiðin renna inn í atvinnuátakið Hefjum störf. Verður fólki sem hefur þegið hlutabætur gert kleift að vinna áfram með stuðningi í allt að fjóra mánuði. Mun félags- og barnamálaráðherra undirrita reglugerð þess efnis í dag eða á mánudag. Rekstraraðilum verður veittur aukinn frestur til að greiða staðgreiðslu- og tryggingagjald auk þess sem hægt verður að hliðra endurgreiðslum stuðningslána enn frekar. Einstaklingum verður áfram gert kleift að taka út séreignasparnað sinn út þetta ár. Að sögn ríkisstjórnarinnar er markmiðið með aðgerðunum að styðja áfram við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við faraldurinn. Aftur verður boðið upp á sumarlán fyrir námsmenn fyrir skólaárið 2020 til 2021 vegna Covid-19 og námsmönnum gert mögulegt að fá viðbótarlán fyrir skólaárið 2021 til 2022 sem nemur 6% álagi á grunnframfærslu framfærslulána. Tímabilið sem nýta má sex mánaða tekjutengdar atvinnuleysisbætur verður framlengt til 1. febrúar 2022. 800 milljónir til í geðheilbrigðismál og félagslegan stuðning 600 milljónir króna viðbótarframlag verður veitt til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni til að mæta aukinni þörf vegna Covid-19. Þá verður veitt 200 milljóna króna viðbótarframlag til aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 gagnvart börnum, eldri borgurum, öryrkjum, fólki af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Fram kemur í tilkynningu að sem hluti af átaki í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna verða stofnuð geðheilbrigðisteymi barna á landsvísu, geðheilbrigðisþjónusta efld í framhaldsskólum og háskólum og endurhæfing efld vegna langvarandi eftirkasta Covid. Einnig verður Sjúkratryggingum falið að semja við aðila sem veita þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni og stutt við sveitarfélög og frjáls félagasamtök til eflingar á þjónustu fyrir börn og aðra hópa með alvarlegar geðraskanir. Fréttin hefur verið uppfærð. Tilkynning ríkisstjórnarinnar Nýr barnabótaauki og framlengd stuðningsúrræði Ýmsar efnahagsaðgerðir verða framlengdar eða innleiddar á næstu dögum og vikum, en þær eru helst eftirfarandi: Barnabótaauki: Greiddur verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021 til allra þeirra sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur. Úttekt séreignasparnaðar: Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að gildistími úrræðisins verði framlengdur út árið 2021 með sömu viðmiðunarfjárhæðum og skilmálum og giltu árið 2020. Lokunarstyrkir: Lagt er til framhald á úrræðinu, sem ella rennur út í lok júní. Þannig verði það framlengt út árið 2021 auk þess sem hámarksfjárhæð verði hækkuð. Viðspyrnustyrkir: Lagt er til að úrræðið verði framlengt út nóvember 2021, auk þess sem ný tekjufallsviðmið verði búin til. Samkvæmt gildandi reglum er lágmarks tekjufall 60%, en lagt er til að búinn verði til nýr flokkur fyrir tekjufall á bilinu 40-60%. Fyrir þá aðila verði mánaðarlegur styrkur á hvert stöðugildi 300 þúsund krónur á mánuði, en mánaðarlegir styrkir nemi áfram 400 þúsund krónum á stöðugildi fyrir tekjufall á bilinu 60-80% og 500 þúsund krónum í tilfelli 80-100% tekjufalls. Breytingin kemur til framkvæmda frá og með gildistöku laganna og gildir því um allt tímabilið frá nóvember 2020 og út nóvember 2021. Þá er lagt til að hámark styrks verði 260 milljónir króna, sem verði sameiginlegt hámark fyrir lokunarstyrki frá september 2020, tekjufallsstyrki, viðspyrnustyrki og ferðagjafir. Fyrir liggur frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um málið. Endurgreiðsla stuðningslána: Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt reglugerð þar sem lánastofnunum er heimilað að hliðra endurgreiðslutíma í allt að 12 mánuði til viðbótar. Frestun skattgreiðslna: Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp um framlengdan frest þeirra sem hafa fengið frest til greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds 2020 með gjalddaga í júní, júlí og ágúst 2021 geti sótt um að dreifa þeim greiðslum í 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur með fyrsta gjalddaga 1. júlí 2022. Grænir fjárfestingahvatar: Í nýsamþykktu frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra eru leiddir í lög hvatar til að auka einkafjárfestingu, með áherslu á græna umbreytingu. Um er að ræða tvær breytingar sem heimila flýtifyrningu og sérstakt fyrningarálag á árunum 2021-2025. Annars vegar er kveðið á um frestun skattgreiðslna fyrirtækja með hraðari fyrningu eigna sem býr til frekara svigrúm til fjárfestinga. Hins vegar er kveðið á um sérstaka ívilnun til að styðja við umhverfisvænar fjárfestingar og græna umbreytingu hjá fyrirtækjum, þar sem heimilað er að reikna sérstakt 15% fyrnanlegt álag á kaupverð grænna eigna. Öflugur stuðningur á vinnumarkaði Með fjölbreyttum stuðningsúrræðum á vinnumarkaði hefur tekist að verja afkomu og kjör heimila þrátt fyrir verulegt atvinnuleysi síðustu mánuði. Átakið Hefjum störf sem styður fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök til að fjölga störfum var kynnt nýverið og hefur nú þegar skilað góðum árangri Til að fylgja þessu eftir verða eftirfarandi úrræði innleidd: Styrkur til endurráðningar í fyrra starfshlutfall: Fyrirtækimeð ráðningarsamband við einstakling sem fær greiddar hlutabætur geta fengið styrk til endurráðningar í fyrra starfshlutfall.Styrkurinn miðast við hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi einstaklings, auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fjóra mánuði. Styrkur til langtímaatvinnulausra: Greiddur verður sérstakur styrkur til að styðja við þann hóp sem verið hefur án atvinnu frá því fyrir Covid og hefur ekki notið lengingar á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Styrkurinn nemur að hámarki 100.000 kr. og verður greiddur í hlutfalli við bótarétt til þeirra atvinnuleitenda sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur vegna aprílmánaðar og höfðu fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í fjórtán mánuði eða lengur þann 1.maí 2021. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur : Það tímabiliðsem nýta má sex mánaða tekjutengdar atvinnuleysisbætur verður framlengt til 1. febrúar 2022. Réttur til greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta var lengdur tímabundið úr þremur mánuðum í sex til að mæta tekjufalli vegna Covid 19 og upprunalega var gert ráð fyrir að heimilt yrði að nýta réttinn til 1. október 2021. Þetta tímabil verður nú framlengt til 1. febrúar 2022. Geðheilbrigðismál barna og ungmenna og félagslegur stuðningur Veitt verður 600 m.kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni til að mæta aukinni þörf vegna COVID-19. Stutt verður við sex samstarfsverkefni félags- og barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnuð verða geðheilbrigðisteymi barna á landsvísu, efld geðheilbrigðisþjónusta í framhaldsskólum og háskólum, efld endurhæfing vegna langvarandi eftirkasta Covid, Sjúkratryggingum falið að semja við aðila sem veita þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni og stutt við sveitarfélög og frjáls félagasamtök til eflingar á þjónustu fyrir börn og aðra hópa með alvarlegar geðraskanir. Veitt verður 200 m.kr. viðbótarframlag til aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 gagnvart börnum, eldri borgurum, öryrkjum, fólki af erlendum upprunaog öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Um er að ræða stuðningsaðgerðir sem m.a. vinna gegn heimilisofbeldi, styðja við bætta upplýsingafærni eldra fólks,heimilislausa, ungmenni sem hvorki eru þátttakendur á vinnumarkaði né í námi og aðgerðir sem bæta stöðu fólks sem býr við þroskaskerðingu og einhverfu. Gefið enn meira í gagnvart ferðaþjónustu Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýtt hafa efnahagsúrræði stjórnvalda undanfarið ár, enda hefur greinin orðið fyrir búsifjum umfram aðrar. Í nýjum aðgerðapakka stjórnvalda eru lagðar til tvenns konar sérhæfðar aðgerðir til viðbótar til að byggja enn frekar undir íslenska ferðaþjónustu: Ferðagjöf II: Gefin verður út ný ferðagjöf sem gildir út sumarið 2021, en ferðagjöfin verður með sama sniði og fyrra úrræði þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðatryggingasjóður: Með frumvarpi ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra er lagt til að rekinn verði samtryggingasjóður allra seljenda pakkaferða sem tryggi fullar endurgreiðslur í þeim tilvikum. Stofnun sjóðsins hefur mikið hagræði í för með sér fyrir ferðaskrifstofur á sama tíma og neytendavernd er aukin. Öflugur stuðningur við námsmenn Ákveðið hefur verið að styðja frekar við námsmenn á framhalds – og háskólastigi en heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagi námsmanna: Sumarlán: Á skólaárinu 2019 – 2020 var boðið upp á sumarlán fyrir námsmenn hjá Menntasjóði námsmanna. Lánað var niður í 1 ECTS einingu. Ákveðið er að sambærileg ráðstöfun verði í boði fyrir námsmenn vegna sumarannar skólaársins 2020 – 2021.Þá verður áfram gert ráð fyrir því að þeir námsmenn sem sækja um námslán og koma af atvinnumarkaði eða hafa ekki verið á námslánum síðustu 6 mánuði fái fimmfalt frítekjumark til lækkunar á launatekjum ársins sem hefðu annars skert lánið. Tímabundin hækkun grunnframfærslu námsmanna: Þá er vegna tímabundinna aðstæðna í þjóðfélaginu fyrirhugað að bjóða námsmönnum upp á viðbótarlán fyrir skólaárið 2021-2022. Lánið getur numið 6% álagi grunnframfærslu framfærslulána, nái áætlaðar tekjur námsmannsins ekki heimiluðu frítekjumarki (sem er í dag 1.410.000 krónur vegna tekna ársins 2020).
Nýr barnabótaauki og framlengd stuðningsúrræði Ýmsar efnahagsaðgerðir verða framlengdar eða innleiddar á næstu dögum og vikum, en þær eru helst eftirfarandi: Barnabótaauki: Greiddur verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021 til allra þeirra sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur. Úttekt séreignasparnaðar: Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að gildistími úrræðisins verði framlengdur út árið 2021 með sömu viðmiðunarfjárhæðum og skilmálum og giltu árið 2020. Lokunarstyrkir: Lagt er til framhald á úrræðinu, sem ella rennur út í lok júní. Þannig verði það framlengt út árið 2021 auk þess sem hámarksfjárhæð verði hækkuð. Viðspyrnustyrkir: Lagt er til að úrræðið verði framlengt út nóvember 2021, auk þess sem ný tekjufallsviðmið verði búin til. Samkvæmt gildandi reglum er lágmarks tekjufall 60%, en lagt er til að búinn verði til nýr flokkur fyrir tekjufall á bilinu 40-60%. Fyrir þá aðila verði mánaðarlegur styrkur á hvert stöðugildi 300 þúsund krónur á mánuði, en mánaðarlegir styrkir nemi áfram 400 þúsund krónum á stöðugildi fyrir tekjufall á bilinu 60-80% og 500 þúsund krónum í tilfelli 80-100% tekjufalls. Breytingin kemur til framkvæmda frá og með gildistöku laganna og gildir því um allt tímabilið frá nóvember 2020 og út nóvember 2021. Þá er lagt til að hámark styrks verði 260 milljónir króna, sem verði sameiginlegt hámark fyrir lokunarstyrki frá september 2020, tekjufallsstyrki, viðspyrnustyrki og ferðagjafir. Fyrir liggur frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um málið. Endurgreiðsla stuðningslána: Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt reglugerð þar sem lánastofnunum er heimilað að hliðra endurgreiðslutíma í allt að 12 mánuði til viðbótar. Frestun skattgreiðslna: Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp um framlengdan frest þeirra sem hafa fengið frest til greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds 2020 með gjalddaga í júní, júlí og ágúst 2021 geti sótt um að dreifa þeim greiðslum í 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur með fyrsta gjalddaga 1. júlí 2022. Grænir fjárfestingahvatar: Í nýsamþykktu frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra eru leiddir í lög hvatar til að auka einkafjárfestingu, með áherslu á græna umbreytingu. Um er að ræða tvær breytingar sem heimila flýtifyrningu og sérstakt fyrningarálag á árunum 2021-2025. Annars vegar er kveðið á um frestun skattgreiðslna fyrirtækja með hraðari fyrningu eigna sem býr til frekara svigrúm til fjárfestinga. Hins vegar er kveðið á um sérstaka ívilnun til að styðja við umhverfisvænar fjárfestingar og græna umbreytingu hjá fyrirtækjum, þar sem heimilað er að reikna sérstakt 15% fyrnanlegt álag á kaupverð grænna eigna. Öflugur stuðningur á vinnumarkaði Með fjölbreyttum stuðningsúrræðum á vinnumarkaði hefur tekist að verja afkomu og kjör heimila þrátt fyrir verulegt atvinnuleysi síðustu mánuði. Átakið Hefjum störf sem styður fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök til að fjölga störfum var kynnt nýverið og hefur nú þegar skilað góðum árangri Til að fylgja þessu eftir verða eftirfarandi úrræði innleidd: Styrkur til endurráðningar í fyrra starfshlutfall: Fyrirtækimeð ráðningarsamband við einstakling sem fær greiddar hlutabætur geta fengið styrk til endurráðningar í fyrra starfshlutfall.Styrkurinn miðast við hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi einstaklings, auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fjóra mánuði. Styrkur til langtímaatvinnulausra: Greiddur verður sérstakur styrkur til að styðja við þann hóp sem verið hefur án atvinnu frá því fyrir Covid og hefur ekki notið lengingar á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Styrkurinn nemur að hámarki 100.000 kr. og verður greiddur í hlutfalli við bótarétt til þeirra atvinnuleitenda sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur vegna aprílmánaðar og höfðu fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í fjórtán mánuði eða lengur þann 1.maí 2021. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur : Það tímabiliðsem nýta má sex mánaða tekjutengdar atvinnuleysisbætur verður framlengt til 1. febrúar 2022. Réttur til greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta var lengdur tímabundið úr þremur mánuðum í sex til að mæta tekjufalli vegna Covid 19 og upprunalega var gert ráð fyrir að heimilt yrði að nýta réttinn til 1. október 2021. Þetta tímabil verður nú framlengt til 1. febrúar 2022. Geðheilbrigðismál barna og ungmenna og félagslegur stuðningur Veitt verður 600 m.kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni til að mæta aukinni þörf vegna COVID-19. Stutt verður við sex samstarfsverkefni félags- og barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnuð verða geðheilbrigðisteymi barna á landsvísu, efld geðheilbrigðisþjónusta í framhaldsskólum og háskólum, efld endurhæfing vegna langvarandi eftirkasta Covid, Sjúkratryggingum falið að semja við aðila sem veita þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni og stutt við sveitarfélög og frjáls félagasamtök til eflingar á þjónustu fyrir börn og aðra hópa með alvarlegar geðraskanir. Veitt verður 200 m.kr. viðbótarframlag til aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 gagnvart börnum, eldri borgurum, öryrkjum, fólki af erlendum upprunaog öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Um er að ræða stuðningsaðgerðir sem m.a. vinna gegn heimilisofbeldi, styðja við bætta upplýsingafærni eldra fólks,heimilislausa, ungmenni sem hvorki eru þátttakendur á vinnumarkaði né í námi og aðgerðir sem bæta stöðu fólks sem býr við þroskaskerðingu og einhverfu. Gefið enn meira í gagnvart ferðaþjónustu Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýtt hafa efnahagsúrræði stjórnvalda undanfarið ár, enda hefur greinin orðið fyrir búsifjum umfram aðrar. Í nýjum aðgerðapakka stjórnvalda eru lagðar til tvenns konar sérhæfðar aðgerðir til viðbótar til að byggja enn frekar undir íslenska ferðaþjónustu: Ferðagjöf II: Gefin verður út ný ferðagjöf sem gildir út sumarið 2021, en ferðagjöfin verður með sama sniði og fyrra úrræði þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðatryggingasjóður: Með frumvarpi ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra er lagt til að rekinn verði samtryggingasjóður allra seljenda pakkaferða sem tryggi fullar endurgreiðslur í þeim tilvikum. Stofnun sjóðsins hefur mikið hagræði í för með sér fyrir ferðaskrifstofur á sama tíma og neytendavernd er aukin. Öflugur stuðningur við námsmenn Ákveðið hefur verið að styðja frekar við námsmenn á framhalds – og háskólastigi en heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagi námsmanna: Sumarlán: Á skólaárinu 2019 – 2020 var boðið upp á sumarlán fyrir námsmenn hjá Menntasjóði námsmanna. Lánað var niður í 1 ECTS einingu. Ákveðið er að sambærileg ráðstöfun verði í boði fyrir námsmenn vegna sumarannar skólaársins 2020 – 2021.Þá verður áfram gert ráð fyrir því að þeir námsmenn sem sækja um námslán og koma af atvinnumarkaði eða hafa ekki verið á námslánum síðustu 6 mánuði fái fimmfalt frítekjumark til lækkunar á launatekjum ársins sem hefðu annars skert lánið. Tímabundin hækkun grunnframfærslu námsmanna: Þá er vegna tímabundinna aðstæðna í þjóðfélaginu fyrirhugað að bjóða námsmönnum upp á viðbótarlán fyrir skólaárið 2021-2022. Lánið getur numið 6% álagi grunnframfærslu framfærslulána, nái áætlaðar tekjur námsmannsins ekki heimiluðu frítekjumarki (sem er í dag 1.410.000 krónur vegna tekna ársins 2020).
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira