Körfubolti

Sjáðu flautuþrist Kristins og sigurkörfu Hattar á Akureyri

Sindri Sverrisson skrifar
Grindvíkingar fögnuðu dísætum sigri gegn ÍR í gærkvöld.
Grindvíkingar fögnuðu dísætum sigri gegn ÍR í gærkvöld. Stöð 2 Sport

Dramatíkin var allsráðandi í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöld þar sem sigrar unnust á síðustu sekúndunum.

Mest var dramatíkin í Grindavík þar sem heimamenn náðu að kreista út dýrmætan sigur gegn ÍR, 79-76. Kristinn Pálsson skoraði sigurkörfuna um leið og flautan gall. Hann var þó ekki viss um að skotið myndi rata rétta leið eftir að hann sleppti boltanum.

„Ég stökk aðeins á hliðina þannig að hann var hálfur ofan í þegar ég sá hann. Svo sá ég hann fara niður og bara hljóp af stað. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera.“

Klippa: Flautukarfa Kristins gegn Tindastóli

Á Akureyri tryggði Koparborgarbúinn Michael Mallory liði Hattar sigur annan leikinn í röð. Takist Egilsstaðaliðinu að halda sér uppi í fyrsta sinn í sögu félagsins verður nafn Mallory ritað stóru letri í sögubókum þess.

Mallory skoraði sigurkörfuna þegar aðeins 3,8 sekúndur voru eftir og Eysteinn Bjarni Ævarsson stal svo boltanum eftir innkast Þórsara sem náðu því ekki að svara fyrir sig.

Klippa: Sigurkarfa Mallorys gegn Þór

Umferðinni í Dominos-deildinni lýkur með leikjum Þórs Þ. og Vals, og Keflavíkur og KR, í kvöld. Keflavík getur orðið deildarmeistari og er leikurinn við KR í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem umferðin verður svo gerð upp í Dominos Körfuboltakvöldi.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Kristinn: Ég sagði við Danna að ég væri tilbúinn

Kristinn Pálsson var hetja Grindvíkinga í Domino´s deildinni í kvöld þegar hann tryggði liðinu sigur á ÍR með magnaðri flautukörfu. Sigurinn færir Grindvíkinga skrefi nær úrslitakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×