Nokkur hundruð þegar fengið bóluefni Janssen á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2021 20:24 Til að mynda hófst bólusetning með bóluefni Janssen á Suðurnesjum í vikunni. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Þótt bólusetning með bóluefni Janssen hefjist ekki á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í næstu viku er heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni þegar komnar með skammta af bóluefninu. Til að mynda hófst bólusetning með bóluefni Janssen á Suðurnesjum í vikunni. Samkvæmt tölulegum upplýsingum á covid.is fengu 376 bóluefni Jansen í gær og virðist sem það séu fyrstu skammtar bóluefnisins sem hafa verið í notaðir hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru um þrjú hundruð einstaklingar bólusettir með bóluefni Jansen í þessari viku. Ekki hafa ennþá verið birtar tölur yfir fjölda bólusetninga sem fram fóru í dag en ætla má að sú tölfræði verði uppfærð á covid.is í fyrramálið. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að 2.400 skammta hafi þegar borist til landsins og að annar skammtur væri væntanlegur í þessari viku. Jansen bóluefnið er frábrugðið öðrum bóluefnum við kórónuveirunni að því leyti að það er aðeins gefið einu sinni. Bóluefni Pfizer, Moderna og AstraZeneca er gefið tvisvar. Áætlað er að í þessari viku muni um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni þar sem notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. Vikan er sú stærsta í bólusetningum vegna covid-19 frá upphafi. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37 Blóðtappar skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun Janssen bóluefnisins Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út að blóðtappar skuli vera skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni. Telur EMA að hugsanleg tengsl séu milli bólusetningar með efninu og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa, líkt og í tilfelli bóluefnis AstraZeneca. 20. apríl 2021 14:39 Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Samkvæmt tölulegum upplýsingum á covid.is fengu 376 bóluefni Jansen í gær og virðist sem það séu fyrstu skammtar bóluefnisins sem hafa verið í notaðir hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru um þrjú hundruð einstaklingar bólusettir með bóluefni Jansen í þessari viku. Ekki hafa ennþá verið birtar tölur yfir fjölda bólusetninga sem fram fóru í dag en ætla má að sú tölfræði verði uppfærð á covid.is í fyrramálið. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að 2.400 skammta hafi þegar borist til landsins og að annar skammtur væri væntanlegur í þessari viku. Jansen bóluefnið er frábrugðið öðrum bóluefnum við kórónuveirunni að því leyti að það er aðeins gefið einu sinni. Bóluefni Pfizer, Moderna og AstraZeneca er gefið tvisvar. Áætlað er að í þessari viku muni um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni þar sem notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. Vikan er sú stærsta í bólusetningum vegna covid-19 frá upphafi.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37 Blóðtappar skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun Janssen bóluefnisins Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út að blóðtappar skuli vera skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni. Telur EMA að hugsanleg tengsl séu milli bólusetningar með efninu og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa, líkt og í tilfelli bóluefnis AstraZeneca. 20. apríl 2021 14:39 Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37
Blóðtappar skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun Janssen bóluefnisins Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út að blóðtappar skuli vera skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni. Telur EMA að hugsanleg tengsl séu milli bólusetningar með efninu og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa, líkt og í tilfelli bóluefnis AstraZeneca. 20. apríl 2021 14:39
Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24