Gaupi fór yfir óvæntu úrslitin i kvennakörfunni í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 17:01 Ariel Hearn var frábær með Fjölnisliðinu í sigrinum á Haukum. Vísir/Elín Björg Svipmyndir frá heilli umferð sem var spiluð í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi þar sem lið Hauka og Keflavíkur misstígu sig bæði. Fjölniskonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar í gærkvöldi með sigri á Haukum og Blikar skelltu óvænt Keflavíkurkonum. Valskonur juku forskot sitt á toppnum og Snæfell vann lykilsigur í baráttu fyrir lífi sínu í deildinni. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, fór yfir úrslitin í umferðinni í gær og tók saman samantekt um leikina fjóra. Það má sjá þessa samantekt hans hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir átjándu umferð Domino´s deildar kvenna Fjölnir vann 73-65 sigur á Haukum og tryggði sér ekki aðeins sæti í úrslitakeppninni heldur endaði Grafarvogsliðið þar einnig sex leikja sigurgöngu Hafnarfjarðarliðsins. Haukakonur höfðu ekki tapað leik frá 24. febrúar. Ariel Hearn var frábær í Fjölnisliðinu með 29 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar en Lina Pikciuté var með 14 stig og 17 fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði mest fyrir Hauka eða 19 stig en Alyesha Lovett var með 16 stig. Snæfell fór langt með að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni með 77-61 sigri á KR í botnslagnum. Snæfell er nú með tveggja stiga forystu á KR og er að auki með betri innbyrðis stöðu. Haiden Palmer var frábær með 39 stig, 9 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði síðan 16 stig. Annika Holopainen var með 16 stig fyrir KR og Perla Jóhannsdóttir skoraði 14 stig. Breiðabliksliðið sýndi mikinn styrk með 73-66 sigri á Keflavík. Hlutirnir hafa ekki alveg fallið með Blikastúlkum á tímabilinu en liðið sýndi hvað í því býr með sigri á liðinu í öðru sæti deildarinnar. Iva Georgieva skoraði 28 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig og 16 fráköst og þá var bandaríski leikstjórnandinn Jessica Kay Loera með 16 stoðsendingar auk 9 frákast og 8 stiga. Daniela Wallen var með 19 stig, 19 fráköst og 6 stolna bolta og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 18 stig. Valskonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar eftir sannfærandi 80-63 sigur á Skallagrími. Það voru margar að skila í Valsliðinu í þessum leik. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 14 stig og 9 fráköst, Kiana Johnson skoraði 13 stig og gaf 8 stoðsendingar og þær Hallveig Jónsdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru báðar með 10 stig. Keira Robinson skoraði 17 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir var með 16 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Fjölniskonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar í gærkvöldi með sigri á Haukum og Blikar skelltu óvænt Keflavíkurkonum. Valskonur juku forskot sitt á toppnum og Snæfell vann lykilsigur í baráttu fyrir lífi sínu í deildinni. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, fór yfir úrslitin í umferðinni í gær og tók saman samantekt um leikina fjóra. Það má sjá þessa samantekt hans hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir átjándu umferð Domino´s deildar kvenna Fjölnir vann 73-65 sigur á Haukum og tryggði sér ekki aðeins sæti í úrslitakeppninni heldur endaði Grafarvogsliðið þar einnig sex leikja sigurgöngu Hafnarfjarðarliðsins. Haukakonur höfðu ekki tapað leik frá 24. febrúar. Ariel Hearn var frábær í Fjölnisliðinu með 29 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar en Lina Pikciuté var með 14 stig og 17 fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði mest fyrir Hauka eða 19 stig en Alyesha Lovett var með 16 stig. Snæfell fór langt með að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni með 77-61 sigri á KR í botnslagnum. Snæfell er nú með tveggja stiga forystu á KR og er að auki með betri innbyrðis stöðu. Haiden Palmer var frábær með 39 stig, 9 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði síðan 16 stig. Annika Holopainen var með 16 stig fyrir KR og Perla Jóhannsdóttir skoraði 14 stig. Breiðabliksliðið sýndi mikinn styrk með 73-66 sigri á Keflavík. Hlutirnir hafa ekki alveg fallið með Blikastúlkum á tímabilinu en liðið sýndi hvað í því býr með sigri á liðinu í öðru sæti deildarinnar. Iva Georgieva skoraði 28 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig og 16 fráköst og þá var bandaríski leikstjórnandinn Jessica Kay Loera með 16 stoðsendingar auk 9 frákast og 8 stiga. Daniela Wallen var með 19 stig, 19 fráköst og 6 stolna bolta og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 18 stig. Valskonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar eftir sannfærandi 80-63 sigur á Skallagrími. Það voru margar að skila í Valsliðinu í þessum leik. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 14 stig og 9 fráköst, Kiana Johnson skoraði 13 stig og gaf 8 stoðsendingar og þær Hallveig Jónsdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru báðar með 10 stig. Keira Robinson skoraði 17 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir var með 16 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira