Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 29. apríl 2021 11:59 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkun vísutölu neysluverðs vera langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. Vísir/Egill/Vilhelm Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hækkar vísitala neysluverð um 0,71 prósent á milli mánaða. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkunina langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Mjólkurvörurnar vega þungt Jón Bjarki segir að hækkunin á mjólkurvörum hafi vegið þungt, en hún var ákveðin um síðustu mánaðarmót af verðlagsnefnd búvara. „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd. Kannski skringilegt að þetta sé að koma akkúrat á þessum tíma.“ Hann bendir á að hraða hækkun íbúðarverðs megi meðal annars rekja til þess að vaxtastig er nú sögulega hagstætt þar sem meginvextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri eða 0,75 prósent. Þá hafi flest heimili sloppið vel við kreppuáhrifin og margir hafi meira fé á milli handanna. Það er vegna þess að neysluþættir á borð við viðburðir hafa ekki verið á borinu undanfarna fjórðunga. Á sama tíma eru margir að horfa til að stækka við sig. Farið að vinna meira heima.“ Seðlabankinn með fleiri tól Seðlabankastjóri hefur sagt að mögulega verði gripið til vaxtahækkana haldist verðbólga lengi yfir verðbólgumarkmiði bankans sem er 2,5 prósent. Líkt og áður segir mælist ársverðbólgan nú 4,6 prósent. Jón Bjarki segist þó eiga von á því að bankinn bíði fleiri mælinga á íbúðaverði áður en gripið yrði til þess. „Það er rétt að halda því líka til haga að bankinn hefur fleiri tól til þess að bregðast við verðþrýstingi á íþúðamarkaði ef hann telur ekki að sú þróun ein og sér kalli á vaxtahækkun, þá getur hann gripið ráða eins og til dæmis að setja hámark á lánsfjárhlutfall. Það er að segja að Seðlabankinn hefur vald til þess að skilyrða lánastofnanir til að lána fyrir lægra hámark en þeir gera í dag.. Lána til dæmis upp að sextíu prósent af kaupverði eða einhverja slíka tölu. “ Líkurnar á vaxtahækkun séu þó að aukast með þrálátari verðbólgu. „Sérstaklega ef að efnahagsástandið fer að batna með endurkomu ferðaþjónustunnar og batnandi vinnumarkaði,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hækkar vísitala neysluverð um 0,71 prósent á milli mánaða. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkunina langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Mjólkurvörurnar vega þungt Jón Bjarki segir að hækkunin á mjólkurvörum hafi vegið þungt, en hún var ákveðin um síðustu mánaðarmót af verðlagsnefnd búvara. „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd. Kannski skringilegt að þetta sé að koma akkúrat á þessum tíma.“ Hann bendir á að hraða hækkun íbúðarverðs megi meðal annars rekja til þess að vaxtastig er nú sögulega hagstætt þar sem meginvextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri eða 0,75 prósent. Þá hafi flest heimili sloppið vel við kreppuáhrifin og margir hafi meira fé á milli handanna. Það er vegna þess að neysluþættir á borð við viðburðir hafa ekki verið á borinu undanfarna fjórðunga. Á sama tíma eru margir að horfa til að stækka við sig. Farið að vinna meira heima.“ Seðlabankinn með fleiri tól Seðlabankastjóri hefur sagt að mögulega verði gripið til vaxtahækkana haldist verðbólga lengi yfir verðbólgumarkmiði bankans sem er 2,5 prósent. Líkt og áður segir mælist ársverðbólgan nú 4,6 prósent. Jón Bjarki segist þó eiga von á því að bankinn bíði fleiri mælinga á íbúðaverði áður en gripið yrði til þess. „Það er rétt að halda því líka til haga að bankinn hefur fleiri tól til þess að bregðast við verðþrýstingi á íþúðamarkaði ef hann telur ekki að sú þróun ein og sér kalli á vaxtahækkun, þá getur hann gripið ráða eins og til dæmis að setja hámark á lánsfjárhlutfall. Það er að segja að Seðlabankinn hefur vald til þess að skilyrða lánastofnanir til að lána fyrir lægra hámark en þeir gera í dag.. Lána til dæmis upp að sextíu prósent af kaupverði eða einhverja slíka tölu. “ Líkurnar á vaxtahækkun séu þó að aukast með þrálátari verðbólgu. „Sérstaklega ef að efnahagsástandið fer að batna með endurkomu ferðaþjónustunnar og batnandi vinnumarkaði,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19