Götunni hefur verið lokað frá báðum endum og er fólki meinað að aka inn götuna á meðan vinna stendur yfir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að sviðsetja morðið en líkt og fram hefur komið var um skotárás að ræða.

Einn karlmaður hefur játað sök í málinu.
Morðvopnið var skammbyssa með hljóðdeyfi sem fannst í sjó skammt frá höfuðborgarsvæðinu.