Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2021 10:24 „Leghálskrabbamein þróast yfirleitt 10-30 árum eftir að kona smitast af HPV. Því hefur töf á skimun eða svörum við henni um vikur, mánuði eða jafnvel ár þannig sjaldan áhrif á heilsu heilbrigðra einkennalausra kvenna,“ segir í tilkynningu heilsugæslunnar. Getty Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. Leghálssýnin eru rannsökuð á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Í tilkynningunni segir að átta vikna svartímann megi meðal annars rekja til uppsafnaðra sýna frá fyrri þjónustuaðila, aukins fjölda sýna, Covid-19 og skráningar í skimunarskrá Embættis landslæknis. „Fyrri þjónustuaðili“ er Krabbameinsfélag Íslands en ítrekað hefur verið greint frá því að um 2.000 sýni voru órannsökuð þegar heilsugæslan tók við verkefninu. Þess ber þó að geta að stjórnendur KÍ höfðu gert heilbrigðisráðuneytinu grein fyrir því í október að þessar aðstæður myndu skapast þegar verkefnið skipti um hendur og lagt til lausnir. Heilbrigðisráðuneytið sagðist hins vegar ekki telja þörf á því að fresta því að KÍ hætti að taka sýni (30. nóvember) en þó var ekki gengið frá samningnum við Hvidovre fyrr en í febrúar. Fram að þeim tíma lágu umrædd sýni óhreyfð hjá heilsugæslunni. Í tilkynningunni sem birtist á heimasíðu heilsugæslunnar í gær segir að þegar búið verði að vinna upp töf og launsir á skráningu í skimunarskrá verði komnar til framkvæmda verði hægt að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Þeir staðlar kveði á um að yfir 80 prósent kvenna fái niðurstöðu innan fjögurra vikna frá því að sýni er tekið og allar konur fái niðurstöðu innan sex vikna. Þessi fyrirheit eru í hróplegu ósamræmi við þau tímamörk sem Kristján Oddson, yfirmaður samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, talaði um þegar Vísir ræddi við hann í lok janúar, þegar hyllti í samning við Hvidovre. Þá sagði Kristján að konur fengju niðurstöðu innan tíu til fjórtán daga, að hámarki. Hafa ber í huga í þessu samhengi að þegar leghálsskimunin fluttist frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar var jafnframt tekin upp sú breyting að HPV greining, það er að segja skimun fyrir HPV veirunni, er fyrsta rannsókn. Meirihluti sýnanna sem fara til Kaupmannahöfns eru því aðeins HPV greind. Landspítalinn hefur lýst því yfir að hann geti auðveldlega tekið að sér umræddar rannsóknir, ekki síst með tilkomu nýs tækis sem einnig er notað við skimun fyrir Covid-19, og að svartíminn yrði í mesta lagi þrír dagar. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. 9. apríl 2021 08:12 Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Leghálssýnin eru rannsökuð á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Í tilkynningunni segir að átta vikna svartímann megi meðal annars rekja til uppsafnaðra sýna frá fyrri þjónustuaðila, aukins fjölda sýna, Covid-19 og skráningar í skimunarskrá Embættis landslæknis. „Fyrri þjónustuaðili“ er Krabbameinsfélag Íslands en ítrekað hefur verið greint frá því að um 2.000 sýni voru órannsökuð þegar heilsugæslan tók við verkefninu. Þess ber þó að geta að stjórnendur KÍ höfðu gert heilbrigðisráðuneytinu grein fyrir því í október að þessar aðstæður myndu skapast þegar verkefnið skipti um hendur og lagt til lausnir. Heilbrigðisráðuneytið sagðist hins vegar ekki telja þörf á því að fresta því að KÍ hætti að taka sýni (30. nóvember) en þó var ekki gengið frá samningnum við Hvidovre fyrr en í febrúar. Fram að þeim tíma lágu umrædd sýni óhreyfð hjá heilsugæslunni. Í tilkynningunni sem birtist á heimasíðu heilsugæslunnar í gær segir að þegar búið verði að vinna upp töf og launsir á skráningu í skimunarskrá verði komnar til framkvæmda verði hægt að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Þeir staðlar kveði á um að yfir 80 prósent kvenna fái niðurstöðu innan fjögurra vikna frá því að sýni er tekið og allar konur fái niðurstöðu innan sex vikna. Þessi fyrirheit eru í hróplegu ósamræmi við þau tímamörk sem Kristján Oddson, yfirmaður samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, talaði um þegar Vísir ræddi við hann í lok janúar, þegar hyllti í samning við Hvidovre. Þá sagði Kristján að konur fengju niðurstöðu innan tíu til fjórtán daga, að hámarki. Hafa ber í huga í þessu samhengi að þegar leghálsskimunin fluttist frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar var jafnframt tekin upp sú breyting að HPV greining, það er að segja skimun fyrir HPV veirunni, er fyrsta rannsókn. Meirihluti sýnanna sem fara til Kaupmannahöfns eru því aðeins HPV greind. Landspítalinn hefur lýst því yfir að hann geti auðveldlega tekið að sér umræddar rannsóknir, ekki síst með tilkomu nýs tækis sem einnig er notað við skimun fyrir Covid-19, og að svartíminn yrði í mesta lagi þrír dagar.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. 9. apríl 2021 08:12 Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. 9. apríl 2021 08:12
Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30
Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20